Bæjarráð - 688. fundur - 7. febrúar 2011Þetta var gert:1.         Atvinnumál á Flateyri ofl. 2010-11-0076.            Rætt um stöðu atvinnumála á Flateyri. Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir því sem verið er að vinna að.            2.         Fundargerðir.            Barnaverndarnefnd 1/2.  114. fundur.            Fundargerðin er í fimm liðum.            Fundargerðin lögð fram til kynningar.             Umhverfisnefnd 31/1.  346. fundur.            Fundargerðin er í þremur liðum.            Fundargerðin lögð fram til kynningar. 3.         Minnisblað bæjarritara. - Starfsmenn er ekki hafa verkfallsheimild            í verkföllum. 2011-01-0027.            Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett þann 2. febrúar sl., þar sem gerð er grein fyrir þeim undanþágum er fengist hafa fyrir starfsmenn Ísafjarðarbæjar til vinnu ef til verkfalla kemur.  Óskað er eftir staðfestingu bæjarráðs/bæjarstjórnar á drögum að neðangreindri auglýsingu.            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að drög að auglýsingu verði samþykkt. 4.         Minnisblað bæjartæknifræðings. - Urðunarstaður við Klofning í            Önundarfirði.  2009-02-0005.            Lagt fram minnisblað Jóhanns Birkis Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett þann 2. febrúar sl., þar sem að beiðni bæjarráðs er gert grein fyrir ábyrgð Ísafjarðarbæjar vegna hugsanlegrar bráðamengunar af urðunarsvæði við Klofning í Önundarfirði, jafnframt er lögð fram lokunaráætlun fyrir urðunarsvæðið.            Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að málinu með forstöðumanni tæknideildar Ísafjarðarbæjar.                5.         Bréf Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða. - Námskeiðahald á Flateyri fyrir            atvinnulausa.            Lagt fram bréf frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða dagsett 28. janúar sl., þar sem óskað er eftir styrk vegna námskeiðahalds á Flateyri.  Einkum er horft til námskeiða fyrir atvinnulausa.            Bæjarráð samþykkir að erindið verði tekið til afgreiðslu með málefnum Flateyrar.             6.         Bréf Ráðþings ehf., Kópavogi. - Erindi vegna Langa Manga, Ísafirði. 2010-06-0042.                          Lagt fram bréf frá Ráðþingi ehf., Auðbrekku 6, Kópavogi, dagsett 31. janúar sl. og varðar veitingastaðinn Langa Manga á Ísafirði.    Í bréfinu eru lagðar fram kröfur um bætur vegna ónæðis af rekstri veitingastaðarins og eins er óskað eftir viðræðum við bæjaryfirvöld.            Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til bæjarlögmanns með ósk um að hann svari erindinu.   7.         Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð 783. fundar stjórnar.            Lögð fram fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá 783. fundi, er haldinn var þann 28. janúar sl., í Allsherjarbúð, Borgartúni 30, Reykjavík.            Lagt fram til kynningar. 8.         Afrit bréfs til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis. - Byggðakvóti            2010/2011.  2010-10-0002.            Lagt fram afrit af bréfi til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis dagsett 4. febrúar sl., þar sem óskað er eftir ákveðnum breytingum á reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2010/2011, með tilvísun til samþykktar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 27. janúar 2011.            Lagt fram til kynningar í bæjarráði. 9.         Sorpbrennslan Funi. - Mengun í umhverfi Funa í Skutulsfirði.            Rætt um ný framkomnar upplýsingar um mengun frá Funa í Engidal, Skutulsfirði, frá Matvælastofnun.  Um er að ræða niðurstöður mælinga á díoxíni og díoxínlíkum PCB efnum.            Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við fulltrúa Umhverfisstofnunar,  Matvælastofnunar og sóttvarnalækni og óska eftir samstarfi um úrvinnslu mengunarmála í Engidal í Skutulsfirði.              Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 09:23. Þorleifur Pálsson, bæjarritari.Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.Albertína Elíasdóttir.                                                             Arna Lára Jónsdóttir.Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.


Er hægt að bæta efnið á síðunni?