Bæjarráð - 687. fundur - 31. janúar 2011


            Þetta var gert:1.         Framkvæmdir og fjármögnun á árinu 2011.            Daníel Jakobsson bæjarstjóri gerði grein fyrir þessum lið dagskrár, þar sem rætt var um fjármögnun og fjárfestingar á árinu 2011. 2.         Fundargerðir.            Almannavarnanefnd 24/1.  8. fundur.            Fundargerðin er í einum lið.            Fundargerðin lögð fram til kynningar.             Fasteignir Ísafjarðarbæjar ehf. 25/1.  69. fundur.            Fundargerðin er í þremur liðum.            Upplýsingar í 1. lið fundargerðarinnar eru trúnaðarmál.            Fundargerðin lögð fram til kynningar.             Félagsmálanefnd 25/1.  352. fundur.            Fundargerðin er í átta liðum.            Fundargerðin lögð fram til kynningar.             Hafnarstjórn 24/1.  151. fundur.            Fundargerðin er í fimm liðum.            Fundargerðin lögð fram til kynningar.             Verkefnahópur um Byggðasamlag Vestfjarða 6/1.  1. fundur.            Fundargerðin er í sex liðum.            Fundargerðin lögð fram til kynningar.             Verkefnahópur um Byggðasamlag Vestfjarða 17/1.  2. fundur.            Fundargerðin er í tveimur liðum.            Fundargerðin lögð fram til kynningar.             Verkefnahópur um Byggðasamlag Vestfjarða 24/1.  3. fundur.            Fundargerðin er í tveimur liðum.            Fundargerðin lögð fram til kynningar.   3.         Starfsmannastefna Ísafjarðarbæjar. - Endurskoðun.            Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett þann 28. janúar sl., ásamt núgildandi starfsmannastefnu Ísafjarðarbæjar frá 16. maí 2002.  Í minnisblaðinu kemur fram sú ábending, hvort ekki væri rétt að endurskoða starfsmannastefnuna með tilvísun til nýrra samþykkta um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.            Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fram tillögu um skipan starfshóps fyrir næsta fund bæjarráðs. 4.         Bréf Vegagerðarinnar. - Styrkir til reksturs ferja. - Vigur, Æðey            og Skáleyjar.  2011-01-0054.            Lagt fram bréf frá Vegagerðinni dagsett 20. janúar sl., þar sem rætt er um m.a. tillögur um að fella niður styrki til reksturs ferja til Vigur, Æðeyjar og Skáleyja, vegna sparnaðaraðgerða.  Í lok bréfsins kemur fram að viðkomandi aðilum er málið varðar gefst tækifæri til að koma á framfæri sjónarmiðum sínum um fyrirhugaðar ákvarðanir í málinu.            Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna áhrif væntanlegra breytinga á búsetu á svæðinu. 5.         Bréf Gísla Jóns Kristjánssonar. - Byggðakvóti, löndun í sjókvíar.            2010-10-0002.            Lagt fram bréf frá Gísla Jóni Kristjánssyni, Ísafirði, dagsett 21. janúar sl., er varðar byggðakvóta og úthlutunarreglur á honum.  Í bréfinu er óskað eftir að reglurnar verði rýmkaðar þannig að landanir í kvíar verði metnar með, þegar ákvörðun um rétt til byggðakvóta er afgreidd.            Lagt fram til kynningar á þessum fundi bæjarráðs, verður tekið fyrir síðar. 6.         Minnisblað bæjartæknifræðings. - Fráveituútrás á Þingeyri.  2011-01-0046.            Lagt fram minnisblað Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 21. janúar 2011, þar sem hann gerir grein fyrir vinnu tæknideildar Ísafjarðarbæjar við úttekt og undirbúning að fráveitumálum á Þingeyri.  Bæjarstjóri upplýsti að verið sé að kanna möguleika á mengunarmælingum.            Minnisblaðið lagt fram til kynningar. 7.         Bréf bæjartæknifræðings. - Urðunarstaður við Klofning í Önundarfirði.            2009-02-0005.            Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 27. janúar sl., þar sem hann gerir grein fyrir að hætt hafi verið allri urðun á urðunarstaðnum við Klofning á Flateyri og að starfsleyfið sé úr gildi fallið.  Tæknideild Ísafjarðarbæjar er nú að vinna að lokunaráætlun fyrir Klofning í samstarfi við Umhverfisstofnun.  Fyrir þarf að liggja yfirlýsing Ísafjarðarbæjar á ábyrgð vegna bráðamengunar, sem og tímaáætlun hvenær gengið verður frá urðunarstaðnum.  Óskað er eftir þessum yfirlýsingum Ísafjarðarbæjar svo ganga megi frá lokunaráætlun á Klofningssvæðinu.            Bæjarráð óskar eftir upplýsingum um hvað fellst í ábyrgð vegna bráðamengunar, jafnfram verði lögð fram tíma- og kostnaðaráætlun um frágang á urðunarstaðnum.            Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir samstarfi við Ofanflóðasjóð vegna frágangs á malarnámi utan Flateyrar.  8.         Minnisblað bæjartæknifræðings. - Tjaldsvæðið í Tungudal, Skutulsfirði.            2010-01-0029.            Lagt fram minnisblað Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 14. janúar sl. og varðar tjaldsvæðið í Tungudal, Skutulsfirði.  Í minnisblaðinu er gerð grein fyrir framkvæmdum á síðasta ári og kostnaði við þær.            Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska frekari upplýsinga hjá bæjartæknifræðingi, um framkvæmdir á tjaldsvæði í Tungudal. 9.         Bréf fjármálanefndar Alþingis. - Framlag til menningarhúsaverkefnis.            2011-01-0068.            Lagt fram bréf frá fjárlaganefnd Alþingis dagsett 25. janúar sl., þar sem greint er frá samþykki Alþingis með fjárlögum ársins 2011, um að úthlutað yrði kr. 12,9 milljónum frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, til menningarhúsaverkefnis og er framlagið lokagreiðsla ríkisins til þessa verkefnis.            Lagt fram til kynningar. 10.       Bréf Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks. -            Þjónustusamningur ofl.              Lagt fram bréf frá Byggðasamlagi Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks dagsett þann 26. janúar sl.  Í bréfinu er fjallað um fjárhagsáætlun BSVest fyrir árið 2011 ásamt þjónustusamningi við Ísafjarðarbæ, um málefni fatlaðs fólks á félagsþjónustusvæði Ísafjarðarbæjar. Með þeim samningi fylgja þrír viðaukar.  Lagt er til að sveitarfélagið samþykki þjónustusamninginn með viðaukum þeim er honum fylgja.            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, að þjónustusamningur viðByggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks verði samþykktur. 11.       Bréf Leikhópsins Lottu.  -  Styrkbeiðni.            Lagt fram bréf frá Leikhópnum Lottu þar sem gerð er grein fyrir tilurð og starfssemi leikhópsins og helstu áætlunum um starfsemi hans.  Óskað er eftir stuðningi sveitarfélagsins við starfsemi leikhópsins.            Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu. 12.       Bréf umhverfisnefndar Alþingis. - Frumvarp til laga um breytingar á            skipulagslögum.  2011-01-0062.            Lagt fram bréf umhverfisnefndar Alþingis dagsett 26. janúar sl., þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingar á skipulagslögum 113. mál.  Umsögn berist eigi síðar en 11. febrúar n.k. til nefndarsviðs Alþingis.            Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar til umfjöllunar. 13.       Fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði.            Lögð fram 122. fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði frá fundi er haldinn var þann 10. janúar 2011.            Fundargerðin lögð fram til kynningar.  14.       Bréf Ingólfs Sveinssonar og Sigurbjörns I. Ingólfssonar. - Langi Mangi.            Lagt fram bréf frá Ingólfi Sveinssyni og Sigurbirni I. Ingólfssyni, Ásbúð 64, Garðabæ, þar sem þeir ræða um ónæði frá veitingastaðnum Langa Manga á Ísafirði, en bréfritarar eru eigendur að stórum hluta húseignarinnar Aðalstrætis 22 á Ísafirði.  Óskað er eftir gögnum er varað leyfisveitingar ofl.  Bréf þetta hefur ekki borist Ísafjarðarbæ með formlegum hætti, en var afhent bæjarstjóra af einum bæjarfulltrúa nú nýlega.            Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu. 15.       Sóknaráætlun 2020.   &nb

Er hægt að bæta efnið á síðunni?