Bæjarráð - 686. fundur - 24. janúar 2011


Þetta var gert:


1. Atvinnumál á Flateyri. - Umræður í bæjarráði. 2010-11-0076


 Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs, ræddi um atvinnumál á Flateyri og gerði stuttlega grein fyrir stöðu mála.


 Bæjarráð mun halda áfram vinnu sinni að úrlausn málsins.    2. Byggðakvóti ársins 2010/2011. - Málið tekið fyrir að nýju í bæjarráði, eins


 og bókað var á síðasta fundi bæjarráðs.  2010-10-0002.


Lagt fram að nýju bréf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis dagsett 22. desember sl., er varðar úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2010/2011.  Jafnframt er lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 12. janúar sl., er varðar úthlutun byggðakvótans.


 Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að leitað verði heimildar hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti um, að úthlutun byggðakvóta til Flateyrar verði frestað um sinn, vegna þess atvinnuástands sem nú er á Flateyri. Að öðru leyti verði farið eftir reglugerðum ráðuneytisins um úthlutun byggðakvóta.  3. Bréf Edinborgarhússins ehf., Ísafirði.  2010-05-0004.


 Lagt fram bréf Edinborgarhússins ehf., Ísafirði, til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, dagsett þann 18. janúar 2011.  Farið er með upplýsingar í bréfinu sem trúnaðarmál, að beiðni bréfritara.


 Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að Ísafjarðarbær taki þátt í uppgjöri skulda Edinborgarhússin ehf., á grundvelli upplýsinga í minnisblaði Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra. 4. Bréf SAMAN-hópsins. - Styrkbeiðni.  2009-01-0048.


 Lagt fram bréf frá SAMAN-hópnum dagsett 20. janúar sl., þar sem óskað er eftir styrk til forvarnarstarfa.


 Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu. 5. Fundargerð HSV frá 16. desember 2010.


 Lögð fram fundargerð frá Héraðssambandi Vestfirðinga frá 5. stjórnarfundi er haldinn var þann 16. desember 2010.


 Lagt fram til kynningar.


 


6.  Samþykktir um hverfisráð í Ísafjarðarbæ.


 Farið yfir drög að samþykktum fyrir hverfisráð í Ísafjarðarbæ. Reiknað er með hverfisráðum á Eyrinni í Skutulsfirði, í Dýrafirði, í Hnífsdal, í Holtahverfi, í Súgandafirði og í Önundarfirði.


 Bæjarráð vísar samþykktum um hverfisráð til afgreiðslu í bæjarstjórn. 7. ,,Aldrei fór ég suður?. - Erindi frá forsvarsmönnum hátíðarinnar.


 Lagt fram erindi frá forsvarsmönnum hátíðarinnar ,,Aldrei fór ég suður?, þar sem óskað er eftir stuðningi Ísafjarðarbæjar við hátíðina.


 Bæjarráð tekur vel í erindi forsvarsmanna hátíðarinnar og felur bæjarstjóra að ganga til viðræðna og erindið lagt fyrir bæjarráð að nýju að þeim viðræðum loknum.    Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:15. Þorleifur Pálsson, bæjarritari.


Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.


Albertína Elíasdóttir.      


Arna Lára Jónsdóttir.


Daníel Jakobsson, bæjarstjóri..Er hægt að bæta efnið á síðunni?