Bæjarráð - 685. fundur - 17. janúar 2011


Þetta var gert:






1. Fundargerðir nefnda.


 Atvinnumálanefnd 5/1.  105. fundur.


 Fundargerðin er í fjórum liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


  Fræðslunefnd 28/12.  305. fundur.


 Fundargerðin er í einum lið.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Íþrótta- og tómstundanefnd 12/1.  120. fundur.


 Fundargerðin er í fimm liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði 12/1.  2. fundur.


 Fundargerðin er í tveimur liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Nefnd um sorpmál í Ísafjarðarbæ 13/1.  9. fundur.


 Fundargerðin er í tveimur liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Umhverfisnefnd 29/12.  345. fundur.


 Fundargerðin er í tólf liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.



2. Minnisblað bæjarstjóra. - Álagning fasteignagjalda 2011.


 Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 12. janúar sl., er varðar álagningu og innheimtu fasteignagjalda hjá Ísafjarðarbæ fyrir árið 2011, sem og afslætti til elli- og örorkulífeyrisþega, afslætti til félagasamtaka og afslætti til eigenda hesthúsa.   


 Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktar verði reglur um afslætti og niðurfellingu fasteignagjalda til elli- og örorkulífeyrisþega, styrki vegna félags-, menningar- og eða íþróttastarfsemi og til eigenda hesthúsa. 



3. Bréf bæjartæknifræðings. - Málefni Langa Manga, Ísafirði.  2010-06-0042.


 Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 30. desember sl., er varðar rekstrarleyfi veitingarstaðarins Langa Manga á Ísafirði.  Í bréfinu gerir bæjartæknifræðingur grein fyrir helstu þáttum er varða leyfisveitingu til reksturs veitingastaðar og hver sé aðkoma Ísafjarðarbæjar og stofnana hans í slíkum málum.


 Bæjarráð óskar eftir að bréf bæjartæknifræðings verði kynnt fyrir þeim aðilum, sem gert hafa athugasemdir, til Ísafjarðarbæjar, vegna veitingastaðarins Langa Manga á Ísafirði. 



4. Bréf Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar. - Samningar um styrk 2011. 2010-11-0013.


 Lagt fram bréf Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar dagsett 4. janúar sl., þar sem óskað er eftir viðræðum við Ísafjarðarbæ, um breytingar á samningi milli Ísafjarðarbæjar og LRÓ vegna tónlistarkennslu við skólann.


 Bæjarráð samþykkir að gengið verði til viðræðna við fulltrúa Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar.



5. Bréf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis. - Byggðakvóti 2010/2011. Minnisblað  bæjarstjóra.   2010-10-0002. 


 Lagt fram bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti dagsett 22. desember sl., er varðar úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2010/2011, ásamt reglugerð um úthlutun byggðakvóta til byggðalaga og reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa.  Úthlutun byggðakvóta frá áðuneytinu fyrir fiskveiðiárið 2010/2011 var sem hér segir.


 HNÍFSDALUR    16 þorskígildistonn


 ÞINGEYRI     85 þorskígildistonn


 FLATEYRI   300 þorskígildistonn


 SUÐUREYTI     58 þorskígildistonn


Jafnframt er lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, er varðar úthlutun byggðakvóta til Ísafjarðarbæjar fyrir fiskveiðiárið 2010/2011.


Lagt fram til kynningar í bæjarráði nú, verður tekið fyrir að nýju á næsta fundi bæjarráðs.   


 


6. Minnisblað bæjarstjóra. - Byggðakvóti Ísafjarðarbæjar fiskveiðiárið


 2009/2010.   2009-10-0035.


 Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 12. janúar sl., er varðar athugasemdir frá útgerðum og fiskvinnslum, um úthlutun á byggðakvóta Ísafjarðarbæjar vegna fiskveiðiársins 2009/2010.  Í minnisblaði bæjarstjóra kemur m.a. fram, að úthlutun ráðuneytisins á byggðakvóta ársins 2009/2010, er í kæruferli og ef það leiðir til þess að ekki takist að úthluta umræddum aflaheimildum flytjast þær hugsanlega yfir á næsta ár.  Þá verði sveitarstjórn hugsanlega gefin heimild til að óska eftir staðbundnum úthlutunarreglum.


 Bæjarráð tekur undir niðurstöðu bæjatstjóra í minnisblaði hans.



7. Bréf Fiskverkunar Finnboga, Ísafirði.  2010-10-0002.


  Lagt fram bréf frá Fiskverkun Finnboga, Ísafirði, ódagsett en móttekið 10. janúar sl.  Efni bréfsins er vegna byggðakvóta Ísafjarðar fiskveiðiárið 2009/2010 og úthlutunar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis á honum. 


 Bæjarráð vísar til 6. liðar á dagskrá hvað varðar niðurstöðu um umfjöllun byggðakvóta ársins 2009/2010.



8. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Samningsumboð gagnvart SFR.


 Lagt fram tölvubréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 12. janúar sl., þar sem leitast er eftir samningsumboði sveitarfélaga til Samb. ísl. sveitarf. vegna SFR-stéttarfélags í almannaþjónustu.  Málið er að hluti þeirra starfsmanna er flytjast yfir til sveitarfélaga vegna flutnings málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga, eru í þessu stéttarfélagi.


 Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að umboðið verði veitt.



9. Minnisblað Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar. - Tillögur að breytingum á rekstri fasteignanna Hlíf I og Hlíf II, Ísafirði.


 Lagt fram minnisblað Sædísar M. Jónatansdóttur, starfsmanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar, dagsett 14. janúar sl., þar sem gerð er grein fyrir tillögu að breytingum í rekstri Hlífar I og Hlífar II á Ísafirði.


 Lagt fram til kynningar í bæjarráði. 



10. Sóknaráætlun Ísafjarðarbæjar. - Umræður í bæjarráði.


 Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir þeirri vinnu, sem hafin er við ,,Sóknaráætlun Ísafjarðarbæjar?.


 Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fram minnisblað um málið á næsta fundi bæjarráðs.



11. Málefni Flateyrar rædd í bæjarráði.


 Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs, gerði grein fyrir atvinnuástandinu á Flateyri. 


 Bæjarráð felur formanni bæjarráðs, að óska eftir fundi með stjórn Íbúasamtaka Önundarfjarðar.  


 Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 10:15.


 


Þorleifur Pálsson, bæjarritari.


Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.


Albertína Elíasdóttir.      


Arna Lára Jónsdóttir.


Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?