Bæjarráð - 683. fundur - 23. desember 2010

Þetta var gert:1. Fjárhagsáætlun 2011 ? Endanleg útgáfa.


Farið yfir áætlunina og hún rædd. Samþykkt að vísa henni til næsta bæjarstjórnarfundar til endanlegs samþykkis.

2. Sorpmál


Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála í samningaviðræðum við Kubba ehf. Vonir standa til að endanlegur samningur verði lagður fyrir næsta fund bæjarráðs.


Mengun í mjólk á bæ í Skutulsfirði


Jóhann Birkir Helgason og Ralf Trylla mættu á fundinn og gerðu grein fyrir stöðu mála. Þeim falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

3. Byggðakvóti Ísafjarðarbæjar.


Umræður um stöðu mála.


Málið rætt og bæjarstjóra falið að vinna minnisblað um málið.

4. Bréf framkvæmdasjóðs Skrúðs, vegna tilnefningar í starfshóp


Bréfið lagt fram til kynningar.

5. Atvinnumál ? Stuðningur við fyrirtæki sem vilja hefja starfsemi á Ísafirði


Málið rætt. Bæjarráð vill beita sér fyrir því að settar verði reglur um aðkomu bæjarins og stuðning við nýsköpun og fjölgun starfa í bæjarfélaginu.


 


Bæjarráð óskar eftir samstarfi við atvinnumálanefnd um smíði þessara reglna.6. Málefni fatlaðra ? Yfirfærsla á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga, stofnsamþykkt Byggðarsamlags.


Bæjarstjóri lagði fram samning um stofnun Byggðarsamlags um málefni fatlaðs fólks.


Bæjarráð Ísafjarðarbæjar f.h. bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar samþykkir ?samstarfssamning sveitarfélaga á Vestfjörðum um starfrækslu Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks? sem liggur fyrir fundinum og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.


Bæjarráð samþykkir ennfremur að fram að næsta Fjórðungsþingi Vestfirðinga þá fari núverandi stjórn Fjórðungssambandsins jafnframt með stjórn byggðarsamlagsins.


Tillagan samþykkt samhljóða7. Langi Mangi  ? Bréf frá Erlingi Tryggvasyni


Trúnaði aflétt vegna óska bréfritara.


Minnisblað Bæjarstjóra um málið lagt fram. Bæjarstjóri telur að rétt hafi verið að leyfisveitingu staðið. Hinsvegar er bent á það að leyfið var veitt til eins árs og því kemur málið aftur á borð bæjarráðs næsta sumar.

8.  Fundargerðir nefnda.

 Umhverfisnefnd 15/12. 344. fundur


 Fundargerðin er í 4. liðun


 Lögð fram til kynningar 


 Nefnd um skjaldarmerki 17/12 1. fundur


 Fundargerðin er í 3. liðun


 Lögð fram til kynningar 9.  Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga


Frá 782. fundi 10.12 2010 - Lögð fram til kynningar.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:40. Daníel Jakobsson ritaði fundinn.


Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs


Albertína Elíasdóttir


Arna Lára Jónsdóttir


Daníel Jakobsson, bæjarstjóriEr hægt að bæta efnið á síðunni?