Bæjarráð - 682. fundur - 13. desember 2010


Þetta var gert:





1.         Rekstraryfirlit Ísafjarðarbæjar janúar - október 2010.



                         Á fund bæjarráðs undir þessum lið dagskrár, er mættur Jón H. Oddsson, fjármálastjóri.  Farið yfirrekstraryfirlit Ísafjarðarbæjar fyrir tímabilið janúar - október 2010. Staða flestra deilda er viðunandi miðað við endurskoðaða fjárhagsáætlun ársins. Ákveðnar millifærslur vantar inn í rekstraryfirlitið og gerði fjármálastjóri grein fyrir þeim.



             



                2.         Fundargerðir nefnda.



                        Félagsmálanefnd 7/12.  350. fundur.



                        Fundargerðin er í átta liðum.



                        Fundargerðin lögð fram til kynningar.



 



        Fræðslunefnd 7/12.  304. fundur.



        Fundargerðin er í sautján liðum.



        Fundargerðin lögð fram til kynningar.



 



        Íþrótta- og tómstundanefnd 8/12.  119. fundur.



        Fundargerðin er í fimm liðum.



        Fundargerðin lögð fram til kynningar.



 



3.         Minnisblað bæjarstjóra. - Skipan starfshóps um skjaldarmerki



            fyrir Ísafjarðarbæ.



            Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dagsett 10. desember sl., þar sem fram kemur tillaga um tilnefningar í starfshóp um nýtt skjaldarmerki fyrir Ísafjarðarbæ. Tillaga um skipan starfshóps var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 4. nóvember 2010.  Eftirtaldir eru tilnefndir í starfshópinn.



            Guðrún M. Karlsdóttir, Silfurgötu 7, Ísafirði.



            Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, Bakkavegi 27, Hnífsdal.



           Eiríkur Finnur Greipsson, Grundarstíg 2, Flateyri.



            Sæmundur Kr. Þorvaldsson, Lyngholti, Dýrafirði.



            Bæjarráð samþykkir ofangreinda tilnefningu starfshópsins og felur Eiríki Finni Greipssyni að kalla hópinn saman.



 



4.         Minnisblað bæjarritara. - Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga,



            Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks o.fl.



            Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 10. desember sl., ásamt bréfi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsettu 9. desember sl. sem fjallar um Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks og tilflutning á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.  Bréfinu og erindi þess var vísað til bæjarráðs á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 9. desember sl., með eftirfarandi samþykktri bókun og greinargerð:



Byggðasamlag sveitarfélaga á Vestfjörðum um málefni fatlaðra.



,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að fela bæjarráði að klára þau mál, sem út af standa varðandi stofnun Byggðasamlags sveitarfélaga á Vestfjörðum um málefni fatlaðra. Í því felst m.a. heimild til að samþykkja samstarfssamning sveitarfélaga á Vestfjörðum um starfrækslu byggðasamlags um málefni fatlaðra.?



 



Greinargerð.



Málefni fatlaðra flytjast að óbreyttu til sveitarfélaga um komandi áramót. Stefnt hefur verið að því, að sveitarfélög á Vestfjörðum stofni með sér byggðasamlag, sem hafa mun yfirumsjón með málaflokknum f.h. umræddra sveitarfélaga. Fyrir liggur erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, sem þarf að svara fyrir áramót, en næsti fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar er á nýju ári.    Tillagan samþykkt 9-0.



            Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til skoðunar í starfshópi Ísafjarðarbæjar um yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.  Bæjarráð óskar eftir fundi með fulltrúum starfshópsins og á þann fund mæti Gísli H. Halldórsson, fulltrúi Ísafjarðarbæjar í starfshópi Fjórðungssambandsins um málefni fatlaðra.   



 



5.         Bréf Sparisjóðs Bolungarvíkur. - Aðalfundarboð fyrir árið 2009.       



            Lagt fram bréf frá Sparisjóði Bolungarvíkur dagsett 7. desember sl., þar sem boðað er til aðalfundar Sparisjóðs Bolungarvíkur fyrir árið 2009 og verður fundurinn fimmtudaginn 16. desember n.k. kl. 17:00 í Ráðhússalnum, Aðalstræti 12, Bolungarvík.



            Bæjarráð felur Eiríki Finni Greipssyni, formanni bæjarráðs, og Daníel Jakobssyni, bæjarstjóra, að mæta á aðalfund Sparisjóðs Bolungarvíkur.  Bæjarstjóri fari með atkvæði Ísafjarðarbæjar á fundinum.



 



6.         Bréf Aðalsteins Ó. Ásgeirssonar og Konráðs Eggertssonar. - Byggðakvóti



            Ísafjarðarbæjar.



            Lagt fram bréf frá Aðalsteini Ó. Ásgeirssyni og Konráði Eggertssyni, Ísafirði, dagsett 6. desember sl., er fjallar um byggðakvóta Ísafjarðarbæjar og rétt þeirra báta, sem fiska í kvíar í Álftafirði og sem að mestu leiti er landað í Súðavík og fer til vinnslu á Ísafirði og í Hnífsdal, til byggðakvótans.  Í bréfinu er þess farið á leit við Ísafjarðarbæ, að bærinn beiti sér fyrir því við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið, að þeir bátar sem heimahöfn eiga á Ísafirði og landa í kvíar HG, eigi sama rétt til byggðakvóta sveitarfélagsins og bátar sem landa í kvíar í Skutulsfirði.



            Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum áður en tekin verður ákvörðun um erindið. Bæjarstjóra ef falið að taka saman þær upplýsingar.



 



7.         Melrakkasetur Íslands. - Rekstraráætlun 2011 og rekstraryfirlit mánuðina



            janúar - september 2010.  2009-02-0080.



            Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar þann 15. nóvember sl., var lagt fram erindi frá Melrakkasetri Íslands ehf., þar sem óskað var eftir aukningu á hlutafé til félagsins.  Á þeim fundi óskaði bæjarráð eftir rekstraryfirliti fyrir árið 2010 og fjárhagsáætlun fyrir árið 2011.



            Þessar upplýsingar hafa nú borist frá Melrakkasetri Íslands ehf., og erindið því tekið fyrir í bæjarráði að nýju.



            Bæjarráð leggur til hlutafjárkaup upp á kr. 200.000.- í Melrakkasetri Íslands ehf.  



 



 



Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:15.



 



Þorleifur Pálsson, bæjarritari


Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs 



Albertína Elíasdóttir


Arna Lára Jónsdóttir


Daníel Jakobsson, bæjarstjóri



Er hægt að bæta efnið á síðunni?