Bæjarráð - 678. fundur - 15. nóvember 2010


Þetta var gert:



1. Trúnaðarmál tekið fyrir í bæjarráði.


 Tekið fyrir trúnaðarmál og það fært til bókar í trúnaðarmálabók bæjarráðs. 



2. Fundargerðir nefnda.


 Fræðslunefnd 9/11. 348. fundur.


 Fundargerðin er í fjórtán liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Hafnarstjórn 9/11.  149. fundur.


 Fundargerðin er í fjórum liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Íþrótta- og tómstundanefnd 10/11.  118. fundur.


 Fundargerðin er í sex liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Umhverfisnefnd 10/11.  342. fundur.


 Fundargerðin er í þremur liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.



3. Minnisblað bæjarritara. - Skerðing lóðar við Hnífsdalsveg, Ísafirði.


 2010-09-0086.



Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 9. nóvember sl., er varðar erindi Þrastar Marsellíussonar ehf., frá 29. september sl., um skerðingu lóðar við Hnífsdalsveg, Ísafirði.  Málinu var á sínum tíma vísað til umsagnar bæjartæknifræðings og hefur hann átt viðræður við fulltrúa fyrirtækisins.


Bæjarráð felur bæjarstjóra og bæjartæknifræðingi að ganga til samninga við fulltrúa fyrirtækisins, á grundvelli þess er fram kom í umræðum á fundi bæjarráðs. Samningur verði lagður fyrir bæjarráð til staðfestingar. 



4. Minnisblað bæjarlögmanns. - Hæfi nefndarmanna í hafnarstjórn.


 2010-09-0083.


Lagt fram minnisblað Andra Árnasonar hrl., bæjarlögmanns, dagsett 4. nóvember sl., er varðar umsögn um hæfi nefndarmanna í hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar, með tilvísun til erindis Einars Vals Kristjánssonar, Ísafirði, dagsettu þann 28. september 2010.  Í minnisblaði bæjarlögmanns er hæfi nefndarmanna rökstudd.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindi Einars Vals Kristjánssonar á grundvelli minnisblaðsins.



5. Minnisblað bæjarritara. - Nefnd um skjaldarmerki Ísafjarðarbæjar. 2010-11-0044.


 Á 286. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 4. nóvember sl., var lögð fram svohljóðandi tillaga ásamt greinargerð, er varðar skipan nefndar um nýtt skjaldarmerki Ísafjarðarbæjar.


 Tillaga:  ,,Lagt er til að stofnaður verði fjögurra manna starfshópur, sem gerir tillögu til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, um val á skjaldarmerki bæjarins og skili niðurstöðum sínum eigi síðar en í árslok.?


 Greinagerð:  Frá því að Ísafjarðarbær var stofnaður hafa verið gerðar fjölmargar tilraunir til að finna bænum eitt skjaldarmerki án þess að þær tilraunir hafi borið árangur. Í dag er skjaldarmerki bæjarins samansett úr skjaldarmerkjum fjögurra af  átta f.v. sveitarfélögum bæjarins.


Tryggt verði að hópinn skipi bæði karlar og konur og að meðlimir komi úr öllum byggðakjörnum sveitarfélagsins. Bæjarstjóra verði falið að leggja tillögu að hópnum fyrir bæjarráð til samþykktar. Leitast skal við að skoða þær tillögur, sem þegar hafa komið fram, í þeirri vinnu sem unnin hefur verið s.l. ár.


Bæjarráð samþykkir að leggja fram tilnefningu í nefndina fyrir næsta fund bæjarstjórnar.  


 


6. Bréf Tjöruhússins ehf. - Umsókn um leigu Tjöruhúss 2011.   2010-11-0023.


Lagt fram bréf frá Ragnheiði Halldórsdóttur f.h. Tjöruhússins ehf., kennitala 670905-2090, dagsett 28. október sl., þar sem óskað er eftir áframhaldandi leigu á Tjöruhúsi í Neðstakaupstað, fyrir tímabilið maí til og með september 2011.  Leiguverð samkvæmt nánara samkomulagi.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við Ragnheiði Halldórsdóttur um erindi Tjöruhússins ehf.


Gísli H. Halldórsson vék af fundi undir þessum lið dagskrár.



7. Bréf Melrakkaseturs Íslands ehf. - Aukning hlutafjár.  2010-05-0002.


 Lagt fram bréf frá Melrakkasetri Íslands ehf., dagsett 8. nóvember sl., þar sem ákveðið hefur verið með tilvísun til aðalfundar félagsins að kalla eftir auknu hlutafé, til að tryggja starfsemina fram á næsta vor.  Heimild er um aukningu að fjárhæð                 kr. 2.810.000.-.  Hlutafé Ísafjarðarbæjar er í dag kr. 250.000.- og kaupréttur nú er fyrir  kr. 320.776.-.


Bæjarráð óskar eftir rekstraryfirliti Melrakkasetur árið 2010, ásamt fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 og/eða rekstrarhorfum.



8. Bréf Sjónarhóls-ráðgjafamiðstöðvar. - Beiðni um rekstrarstyrk.


 2008-12-0044.


Lagt fram bréf frá Sjónarhóli, ráðgjafamiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir, dagsett 8. nóvember 2010.  Í bréfinu er að nokkru gerð grein fyrir starfsemi ráðgjafamiðstöðvarinnar og leitað er eftir stuðningi frá Ísafjarðarbæ.


Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar félagsmálanefndar.





9. Bréf stjórnar Snorrasjóðs. - Snorraverkefnið, beiðni um stuðning.


 2010-11-0030.



Lagt fram bréf frá stjórn Snorrasjóðs dagsett 8. nóvember sl., þar sem leitað er eftir stuðningi við ,,Snorraverkefnið? sumarið 2011.  Leitað er eftir fjárstuðningi og eða dvöl fyrir ungt fólk á aldrinum 18-28 ára á tímabilinu 27. júní til 15. júlí 2011.


Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.



10. Bréf Kvennakórs Ísafjarðar. - Beiðni um styrk. 2010-11-0045.


Lagt fram bréf frá Kvennakór Ísafjarðar dagsett 10. nóvember sl., þar sem leitað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ til starfsemi kórsins.  Í bréfinu kemur m.a. fram að kórinn mun halda tónleika í Ísafjarðarkirkju laugardaginn 20. nóvember n.k.  Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.



11. Bréf Súðavíkurhrepps. - Sameiginlegur rekstur félagsþjónustu. 2010-11-0040.


Lagt fram bréf frá Súðavíkurhreppi dagsett 11. nóvember sl., þar sem fjallað er um erindi Ísafjarðarbæjar til Súðavíkurhrepps og Bolungarvíkurkaupstaðar, um sameiginlegan rekstur félagsþjónustu við Ísafjarðardjúp.


 Á fundi sveitarstjórnar Súðavíkurhrepps þann 4. nóvember sl., var sveitarstjóra falið að ræða við bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar og Bolungarvíkurkaupstaðar um málið.


Lagt fram til kynningar.



12. Bréf mennta- og menningarmálaráðuneytis. - Núpur í Dýrafirði. 2010-11-0041.


Lagt fram bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneyti dagsett 11. nóvember sl., bréf er varðar skipun nefndar um framtíð eigna og aðstöðu ríkisins á Núpi í Dýrafirði.  Í lok bréfsins er óskað eftir tilnefningu Ísafjarðarbæjar í nefndina og óskað er eftir svari fyrir 1. desember n.k. Tilnefningu í nefndina vísað til næsta fundar bæjarstjórnar þann 25. nóvember n.k.



13. Menntaskólinn á Ísafirði. - 121. fundargerð skólanefndar.


 Lögð fram 121. fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði, frá fundi er haldinn var þann 8. nóvember sl. á skrifstofu skólameistara á Torfnesi Ísafirði.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.



14. Samb. ísl. sveitarf. - 780. fundargerð stjórnar.


Lögð fram 780. fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá fundi er haldinn var þann 29. október sl. í Allsherjarbúð að Borgartúni 30 í Reykjavík.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.   


 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 09:20.




Þorleifur Pálsson, bæjarritari.


Albertína Elíasdóttir, formaður bæjarráðs.


Gísli H. Halldórsson.      


Arna Lára Jónsdóttir.


Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?