Bæjarráð - 677. fundur - 8. nóvember 2010


Þetta var gert:



1.         Fundargerðir nefnda.



            Félagsmálanefnd 2/11. 348. fundur.



            Fundargerðin er í sex liðum.



            Fundargerðin lögð fram til kynningar.



 



            Þjónustuhópur aldraðra 18/10.  64. fundur.



            Fundargerðin er í einum lið.



            Fundargerðin lögð fram til kynningar.



 



            Þjónustuhópur aldraðra 21/10.  65. fundur.



            Fundargerðin er í þremur liðum.



            Fundargerðin lögð fram til kynningar.



 



2.         Bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar. - Fyrirkomulag á vali bæjarlistamanns.



            Í bæjarráði var rætt um fyrirkomulag á vali bæjarlistamanns Ísafjarðar og hvort tilnefning skuli vera á hverju ári eða sjaldnar.



            Bæjarráð samþykkir að farið verði í þá vinnu, að móta reglur um tilnefningu bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar.



 



3.         Minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa. - Sjálfboðaliðar frá SEEDS.



            Lagt fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, íþrótta- og tómstundafulltrúa, er varðar hugsanlega komu erlendra sjálfboðaliða á vegum SEEDS á Íslandi, er kæmu til Ísafjarðarbæjar sumarið 2011.  Í minnisblaðinu er gerð frekari grein fyrir málinu.



            Lagt fram til kynningar.



 



4.         Bréf Framfara, styrktarsjóðs skíðamanna. - Umsókn um styrk.



            2010-11-0003.



            Lagt fram bréf frá Framför, styrktarsjóði skíðamanna, Ísafirði, dagsett 27. október sl., þar sem þess er farið á leit að Ísafjarðarbær styrki sjóðinn með fjárframlagi.



            Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar til umfjöllunar.



 



 5.        Stofnskrá Byggðasafns Vestfjarða.



            Lögð fram til umfjöllunar í bæjarráði ,,Stofnskrá Byggðasafns Vestfjarða?, en samkvæmt upplýsingum forstöðumanns Byggðasafnsins hefur Stofnskráin einnig verið send Bolungarvíkurkaupstað og Súðavíkurhreppi, til umsagnar.



            Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn Bolungarvíkurkaupstaðar og Súðavíkurhrepps um Stofnskrána.



 



 



6.         Bréf Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar. - Umsókn um styrk.   2010-11-0013.



            Lagt fram bréf frá Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar, Ísafirði, dagsett 3. nóvember sl. og undirritað af Margréti Gunnarsdóttur, stjórnanda skólans.  Í bréfinu er óskað eftir rekstrarstyrk vegna ársins 2011 og jafnfram að sá styrkur hækki frá árinu 2010.



            Umsókn Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar vísað til gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011.



 



 7.        Bréf Félags eldri borgara á Ísafirði. - Umsókn um fjárveitingu. 2010-11-0014.



            Lagt fram bréf Félags eldri borgara á Ísafirði, dagsett 25. október sl., þar sem félagið sækir um fjárveitingu frá Ísafjarðarbæ, til að mæta launakostnaði starfsmanns í félagsmiðstöð eldri borgara á Hlíf II á Ísafirði.



            Erindinu vísað til umsagnar félagsmálanefndar.



 



8.         Bréf Stígamóta. - Beiðni um styrk. 2009-12-0025.



            Lagt fram bréf Stígamóta, Hverfisgötu 115, 105 Reykjavík, dagsett 1. nóvember 2010, þar sem leitast er eftir að bæjar- og sveitarfélög styrki starf samtakanna.  Bréfinu fylgir fjárhagsáætlun fyrir starfsárið 2011.



            Erindinu vísað til umsagnar félagsmálanefndar.



           



Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 8:45.






Þorleifur Pálsson, bæjarritari.



Albertína Elíasdóttir, formaður bæjarráðs.



Gísli H. Halldórsson.                                                             



Arna Lára Jónsdóttir.



Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?