Bæjarráð - 676. fundur - 1. nóvember 2010


Þetta var gert:


1. Trúnaðarmál rætt í bæjarráði.


 Trúnaðarmál lagt fram og fært til bókar í trúnaðarmálabók bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.


2. Fundargerðir nefnda.


 Fræðslunefnd 26/10. 301. fundur.


 Fundargerðin er í þremur liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar. Umhverfisnefnd 28/10.  341. fundur.


 Fundargerðin er í tólf liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


3. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Starfshópur um svæðis-


 skipulagsgerð, endurnýjun fulltrúa. 2008-06-0036. Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 28. október sl., er varðar endurnýjun umboðs fulltrúa í starfshópi um svæðisskipulagsgerð fyrir Vestfirði.


 Tillaga bæjarráðs til bæjarstjórnar er um neðangreinda aðila í starfshópinn.


Aðalmenn: Gísli H. Halldórsson, Tangagötu 6, 400 Ísafirði.Sæmundur Kr. Þovaldsson, Lyngholti, 471 Þingeyri.


Varamenn: Albertína Elíasdóttir, Mjallargötu 1, 400 Ísafirði.


Jóna Benediktsdóttir, Fjarðarstræti 39, 400 Ísafirði.


4. Bréf Velferðarvaktarinnar. - Áskorun um aðgæslu ákvarðana í


 hagræðingarskyni.  2010-10-0066
.


Lagt fram bréf frá Velferðarvaktinni dagsett 25. október sl., áskorun til sveitarfélaga um aðgæslu þegar ákvarðanir eru teknar í hagræðingarskyni.  Lögð er áhersla á ein sjö atriði í bréfi Velferðarvaktarinnar.


Lagt fram til kynningar.


5. Bréf Vesthimmerlands kommune. - Vinabæjarsamskipti. 2010-11-0004.


 Lagt fram bréf frá Vesthimmerlands kommune í Danmörku, þar sem sveitarfélagið er að leita að vinabæjarsamskiptum við sveitarfélag á Íslandi.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna afstöðu núverandi vinabæja Ísafjarðarbæjar á norðurlöndum til þessa máls.


Lagt fram til kynningar.


6. Bréf Norrænu ráðherranefndarinnar. - Norrænt orkusveitarfélag 2011. 2010-11-0005.


Lagt fram bréf frá Norrænu ráðherranefndinni þar sem sveitarfélögum á Norðurlöndum er boðið til samkeppni um titilinn Norrænt orkusveitarfélag 2011.  Umsýsla verkefnisins hér á landi er í höndum Orkustofnunar.


Lagt fram til kynningar.

7. Bréf félags- og tryggingamálanefndar Alþingis. - Umsögn um frumvarp. 2010-11-0006.


Lagt fram bréf félags- og tryggingamálanefndar Alþingis dagsett 25. október sl., þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um húsnæðismál 100. mál.  Frestur til að skila umsögn er til 8. nóvember n.k.


Bæjarráð óskar umsagnar félagsmálanefndar og Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf.

8. Bréf iðnaðarnefndar Alþingis. - Umsögn um frumvarp. 2010-07-0038.


Lagt fram bréf iðnaðarnefndar Alþingis dagsett 27. október sl., þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og jarðhita, mál nr. 77.  Frestur til að skila umsögn er til 8. nóvember n.k.


Bæjarráð vísar til fyrri afgreiðslu þessa máls.


 


9. Bréf umhverfisnefndar Alþingis. - Umsögn um frumvarp. 2010-11-0007. 


Lagt fram bréf frá umhverfisnefnd Alþingis dagsett 22. október sl., þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um mannvirki, 78. mál og frumvarp til laga um brunavarnir 79. mál.  Óskað er eftir að umsögn berist fyrir 5. nóvember n.k.


 Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar tók málið fyrir á 341. fundi sínum þann 28. október sl. og vísar til fyrri umsagna sinna frá 329. fundi þann 7. apríl 2010.


Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

10. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Auglýsing um styrki til sveitarfélaga vegna


 aukinnar þjónustu við langveik börn.
2010-11-0008.


Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. þar sem bent er á auglýsingu félags- og tryggingamálaráðuneytis, um styrki til sveitarfélaga vegna aukinnar þjónustu við langveik börn og börn með ADHD.  Bréfinu fylgir afrit af auglýsingunni.


Bæjarráð vísar bréfinu til Skóla- og fjölskylduskrifstofu, félagsmálanefndar og fræðslunefndar.

11. Vatnssölusamningur. - Lindarfoss ehf. 2007-08-0062.


Umræður um drög að vatnssölusamningi Ísafjarðarbæjar við Lindarfoss ehf., drög sem unnin eru af Andra Árnasyni, bæjarlögmanni.


Á þessu stigi eru drög að samningi aðeins vinnugögn og verða send forsvarsmanni Lindarfoss ehf., til umsagnar.

12. Atvinnumál á Flateyri.


Formaður bæjarráðs Eiríkur Finnur Greipsson gerði bæjarráði grein fyrir stöðu atvinnumála á Flateyri í kjölfar uppsagna starfsfólks Eyrarodda hf., Flateyri. Lögð var fram svohljóðandi bókun í bæjarráði.


 ,,Vegna uppsagna starfsmanna Eyrarodda hf., á Flateyri þann 29.10. 2010, lýsir bæjarráð Ísafjarðarbæjar yfir fullum stuðningi bæjaryfirvalda til að leita allra leiða í því að tryggja áframhaldandi atvinnustarfsemi á Flateyri.


 Bæjarráð mun í samvinnu við Verkalýðsfélag Vestfjarða, Íbúasamtök Önundarfjarðar og hagsmunaaðila, leita til stjórnvalda og annarra aðila um aðkomu að lausn þess vanda sem nú blasir við samfélaginu á Flateyri. Þeirri vinnu verði hraðað sem frekast er kostur.


Umfang uppsagna jafngilda fjórðungi vinnuafls á Flateyri og eru enn eitt reiðarslagið sem ríður nú yfir vestfirskt samfélag. Gerð er sú krafa til stjórnvalda að þau geri allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja atvinnu og hagsmuni íbúanna og aðkoma bæjaryfirvalda er augljós hornsteinn þeirrar vinnu.?


Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

13. Vinna við fjárhagsáætlun ársins 2011. 2010-09-0031.


Á fund bæjarráðs er mætt Jón H. Oddsson, fjármálastjóri, Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu og Jóhann Birkir Helgason, bæjartækni-fræðingur.  Rætt um vinnuferli við gerð fjárhagsáætlunar 2011 og forsendur er lagðar verða til grundvallar í þeirri vinnu.


Bæjarráð samþykkir að leggja fyrir fund bæjarstjórnar þann 4. nóvember n.k., tillögu um forsendur við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2011.  Tillagan verði sérstakur liður á dagskrá og fylgi útsendri dagskrá bæjarstjórnar.   
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 10:50.

Þorleifur Pálsson, bæjarritari.


Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.


Albertína Elíasdóttir.      


Kristján Andri Guðjónsson.


Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?