Bæjarráð - 675. fundur - 25. október 2010


Þetta var gert: 1.         Fundargerðir nefnda.            Félagsmálanefnd 19/10. 347. fundur.            Fundargerðin er í sjö liðum.            Fundargerðin lögð fram til kynningar.             Umhverfisnefnd 20/10.  340. fundur.            Fundargerðin er í tveimur liðum.            Fundargerðin lögð fram til kynningar. 2.         Bréf Matvælastofnunar. - Vinnsluleyfi Harðfisks og Hákarls, Hnífsdal.            2010-09-0009.            Lagt fram bréf frá Matvælastofnun dagsett 13. október sl., er varðar fyrirspurn Ísafjarðarbæjar frá 4. október sl., til Matvælastofnunar er varðar synjun á vinnsluleyfi til fyrirtækisins Harðfisks og Hákarls í eigu Guðmundar Páls Óskarssonar, Hnífsdal.            Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu. 3.         Bréf Framkvæmdasjóðs Skrúðs. - Skrúður í Dýrafirði. 2010-06-0069.            Lagt fram bréf frá Framkvæmdasjóði Skrúðs, Brynjólfi Jónssyni, formanni, dagsett í október 2010.  Efni bréfsins er um rekstur og uppbyggingu Skrúðs. Í bréfinu kemur fram tillaga um að skipaður yrði starfshópur með fulltrúum Ísafjarðarbæjar og fulltrúa Framkvæmdasjóðs Skrúðs.            Tillaga bæjarráðs er að í nefndinni sitji formaður bæjarráðs og bæjartækni-fræðingur auk fulltrúa Framkvæmdasjóðs Skrúðs.        4.         Minnisblað bæjarritara. - Söluferli Aðalgötu 1, Suðureyri. 2010-10-0009.            Á 672. fundi bæjarráðs þann 4. október sl., var samþykkt að húseignin Aðalgata 1, ásamt bílskúr, Suðureyri, yrði auglýst til sölu hjá Fasteignasölu Vestfjarða.  Í framhaldinu var eignin auglýst og óskað eftir kauptilboðum í síðasta lagi 20. október sl.Tvö kauptilboð bárust í húsið, er bæði miðast við staðgreiðslu við útgáfu afsals.  Er hér með óskað samþykkis bæjarráðs á að hærra tilboðinu verði tekið.            Bæjarráð samþykkir að taka kauptilboði frá Berta G ehf., Guðbirni Kristmannssyni, Suðureyri, að upphæð kr. 3.200.000.- og felur bæjarstjóra að ganga frá sölunni.  5.         Félags- og tryggingamálanefnd Alþingis. - Erindi til umsagnar.            Lagt fram bréf frá félags- og tryggingamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til barnaverndarlaga, 56. mál. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis.  Þess er óskað að umsögn berist fyrir 9. nóvember n.k. til nefndarsviðs Alþingis á netfangið nefndarsvid@althingi.is.            Bæjarráð óskar umsagnar barnaverndarnefndar og Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.  6.        Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð stjórnar frá 779. fundi.            Lögð fram 779. fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá fundi er haldinn var þann 13. október sl. í Alsherjarbúð að Borgartúni 30 í Reykjavík.            Lagt fram til kynningar. 7.         Bréf Víðis Benediktssonar, Bolungarvík. - Húshitunarkostnaður.            2010-10-0016.            Lagt fram bréf frá Víði Benediktssyni, Bolungarvík, dagsett 6. október sl., ásamt ljósriti af grein er hann skrifaði í Morgunblaðið og fjallar um óþolandi mismun á húshitunarkostnaði á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu.            Bæjarráð tekur fram, að á kynningarfundi Orkubús Vestfjarðar með sveitarstjórnarmönnum á norðanverðum Vestfjörðum nú fyrir skömmu, kom fram sú eindregna ósk, að orkuverð á veitusvæði OV verði jafnað milli þéttbýlis og dreifbýlis. Auk þess lýstu sveitarstjórnarmenn mikilvægi jöfnunar húshitunarkostnaðar á köldum svæðum.  Unnið er að þessu máli hjá Samtökum sveitarfélaga á köldum svæðum.     Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 8:40.  Þorleifur Pálsson, bæjarritari.Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.Albertína Elíasdóttir.                                                             Arna Lára Jónsdóttir.Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.Er hægt að bæta efnið á síðunni?