Bæjarráð - 674. fundur - 18. október 2010


           



 Þetta var gert:






1. Trúnaðarmál. 



 Trúnaðarmál rætt og fært til bókar í trúnaðarmálabók bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.    



 



2. Fundargerðir nefnda.


 Fræðslunefnd 12/10. 300. fundur.


 Fundargerðin er í sjö liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.



 Íþrótta- og tómstundanefnd 13/10.  117. fundur.


 Fundargerðin er í átta liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.



 Nefnd um sorpmál í Ísafjarðarbæ 13/10.  3. fundur.


 Fundargerðin er í tveimur liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.



 Umhverfisnefnd 13/10.  339. fundur.


 Fundargerðin er í 15 liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 


3. Ályktanir um niðurskurð í frumvarpi til fjárlaga 2011 ofl. 


 Á fundi bæjarráðs undir þessum lið var rætt um Reykjavíkurflugvöll, samgöngur við Austur Græanland og fjárveitingar til Háskólasetur Vestfjarða.


 Bæjarráð samþykkir að leggja fram tillögur að ályktunum á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 21. október n.k.  Tillögurnar fylgi útsendri dagskrá. 



 



4. Vatnssölumál. - Lindarfoss ehf. 2007-08-0062.


 Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, gerðu bæjarráði grein fyrir fundi er þeir áttu með forsvarsmönnum Lindarfoss ehf., í Reykjavík þann 15. október sl.



5. Reglugerð um byggðakvóta fiskveiðiárið 2009/2010. 2009-10-0035.


 Að beiðni Eiríks Finns Greipssonar, formanns bæjarráðs, er lögð fram reglugerð nr. 82/2010, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2009/2010, ásamt reglugerð nr. 671/2010, um breytingar á reglugerð nr. 82/2010.


 Lagt fram til kynningar.






 
6. Umsókn Ísafjarðarbæjar um byggðakvóta fiskveiðiárið 2010/2011. 2010-10-0002.


 Lagt fram afrit af bréfi Ísafjarðarbæjar til sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytis dagsett 14. október sl., er varðar umsókn Ísafjarðarbæjar á byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2010/2011.  Bréfinu fylgir greinargerð umsókninni til stuðnings.


 Lagt fram til kynningar.


 


7. Ályktun er varðar beiðni um aukningu á úthlutun aflaheimilda á


 fiskveiðiárinu 2010/2011. 2010-02-0002.



  Lögð fram drög að tillögu til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, um ályktun er varðar beiðni um aukningu á úthlutun aflaheimilda á fiskveiðiárinu 2010/2011.  Tillagan er svohljóðandi.


 ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skorar á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að auka við aflaheimildir fiskveiðiársins 2010/2011.


 Staða margra sveitarfélaga og hafnarsjóða er slæm og með boðuðum niðurskurði á fjárlögum s.s. aukaframlagi í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og niðurfellingu á endurgreiðslu vegna tryggingagjalds, munu erfiðleikar þeirra aukast til muna.


 Aukin úthlutun á aflaheimildum er kjörin leið, til að auka tekjur þeirra byggðarlaga, sem byggja afkomu sína að miklu leyti á veiðum og vinnslu sjávarafla.


 Hægt er að auka aflaheimildir í mörgum tegundum, án þess að gengið sé á fiskistofna, til dæmis með breytingu á aflareglu.


 Slík ráðstöfun hlýtur að vera réttlætanleg til að efla byggðir landsins og skjóta traustari fótum undir atvinnu, ásamt því að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar.


 Breyting á aflareglu er á valdi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og í ljósi þeirra jákvæðu áhrifa sem auknar aflaheimildir hafa á samfélög eins og Ísafjarðarbæ, skorar bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar á Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að beita sér fyrir auknum aflaheimildum sem fyrst."


 Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.


 


8. Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerðir stjórnar.


 Lagðar fram tvær fundargerðir stjórnar Samb. ísl. sveitarf.  Fyrri fundargerðin   nr. 777 er frá stjórnarfundi er haldinn var þann 22. september sl., og síðari fundargerðin nr. 778 er frá stjórnarfundi er haldinn var þann 29. september sl.


 Lagt fram til kynningar.



 



9. Endurskoðun samþykkta fyrir Ljósmyndasafnið Ísafirði. 2010-10-0041.


 Lagt fram minnisblað frá Jónu Símoníu Bjarnadóttur, forstöðumanni Bæjar- og héraðsbókasafns, Héraðsskjalasafns og Ljósmyndasafns Ísafjarðar, dagsett 15. október sl., þar sem hún gerir grein fyrir nýrri lítt breyttri samþykkt fyrir Listasafnið Ísafirði.  Minnisblaðinu fylgir tillaga að nýrri samþykk, ásamt afriti af bréfi safnaráðs frá 20. ágúst sl., er varðar málið.


 Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, að samþykktirnar verði staðfestar.






  10. Endurskoðun fjárhagsáætlunar ársins 2010. -  Vinna við fjárhagsáætlun


 fyrir árið 2011. 2010-09-0031.



 Á fund bæjarráðs undir þessum lið dagskrár er mættur Jón H. Oddsson, fjármála- stjóri Ísafjarðarbæjar.


 Jón gerði bæjarráði grein fyrir stöðu á endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010 og lagði fram gögn hvað það varðar.  Jafnframt gerði hann grein fyrir stöðu vinnu við fjárhagsáætlunar 2011. 


 Bæjarráð samþykkir að endurskoðuð fjárhagsáætlun fyrir árið 2010 verði lögð fyrir fund bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 21. október n.k.





 Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:58.





 Þorleifur Pálsson, bæjarritari.


 Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.


 Albertína Elíasdóttir.      


 Arna Lára Jónsdóttir.


 Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.









Er hægt að bæta efnið á síðunni?