Bæjarráð - 673. fundur - 11. október 2010


Þetta var gert: 1.         Yfirfærsla á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. - Greinargerð            starfshóps Ísafjarðarbæjar.             Lögð fram greinargerð og tillögur starfshóps Ísafjarðarbæjar vegna yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til Ísafjarðarbæjar.  Á fund bæjarráðs eru mættar Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, formaður starfshóps Ísafjarðarbæjar, vegna yfirfærslunnar, Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu og Anna Valgerðu Einarsdóttir, starfsmaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu. Guðfinna M. Hreiðarsdóttir gerði grein fyrir megin atriðum greinargerðarinnar.            Jafnframt eru mættir, auk bæjarráðsmanna, bæjarfulltrúarnir Kristín Hálfdáns-dóttir og Sigurður Pétursson.            Bæjarráð þakkar fyrir góða yfirferð um þá vinnu er nú þegar hefur verið innt af hendi hjá Ísafjarðarbæ, vegna yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Bæjarráð lítur svo á að greinargerðin sé hluti af vinnugögnum nefndarinnar og bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar vegna yfirfærslunnar.        2.         Fundur með fjárlaganefnd Alþingis. - Umræður um erindi Ísafjarðarbæjar            er lögð verða fyrir fjárlaganefnd. 2010-09-0013.            Fulltrúar frá Ísafjarðarbæ eiga fund með fjárlaganefnd Alþingis föstudaginn 15. október n.k. kl. 13:20.  Umræður urðu í bæjarráði um þau áhersluatriði er fulltrúar Ísafjarðarbæjar munu koma á framfæri við fjárlaganefnd.            Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman greinargerð í samræmi við umræður í bæjarráði, um þau málefni er áhersla verður lögð á, á fundi með fjárlaganefnd.    3.         Endurskoðun fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar 2010.  2009-09-0021.            Á fund bæjarráðs undir þessum lið er mætturJón H. Oddsson, fjármálastjóri. Jón H. Oddson gerði grein fyrir þeirri vinnu er hafin er við endurskoðun fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2010 og stöðu megin rekstrarliða.  4.         Fjárhagsáætlun ársins 2011. - Undirbúningsvinna við ger fjárhagsáætlunar.       2010-09-0031            Jón H. Oddsson, fjármálastjóri, greindi frá þeirri vinnu er nú þegar er hafin hvað varðar undirbúning að gerð fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2011.  Undir þessum lið eru jafnframt mættir í bæjarráð sviðsstjórarnir Margrét Geirsdóttir, Jóhann Birkir Helgason og Þorleifur Pálsson.  Fyrir liggur að taka þurfi ákvarðanir hvað varðar tekjustofna sveitarfélagsins.  5.         Umræður um stöðu heilbrigðismála í Ísafjarðarbæ með tilvísun til            frumvarps til fjárlaga 2011.            Umræður í bæjarráði með tilvísun til stöðu heilbrigðismála í Ísafjarðarbæ, vegna þess niðurskurðar sem boðaður er í frumvarpi til fjárlaga 2011.  Haldinn var opinn borgarafundur um málið þann 7. október sl. í íþróttahúsinu á Torfnesi, Ísafirði og er áætlað, að þar hafi mætt allt að 1.300 manns. Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundinum.,,Borgarafundur haldinn í íþróttahúsinu á Torfnesi 7. október 2010, hafnar alfarið þeim stórfellda niðurskurði á heilbrigðisþjónustu á Vestfjörðum, sem lagður er til í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar.  Fundurinn krefst þess, að fallið verði frá boðuðum niðurskurði á sjúkrasviði Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og tryggt verði að Vestfirðingar búi við sambærilegt öryggi í heilbrigðismálum og aðrir landsmenn.?            Bæjarráð tekur heilshugar undir bókun borgarafundarins. 6.         Fundargerð nefndar.            Félagsmálanefnd 5/10.  346. fundur.            Fundargerðin er í fimm liðum.            Fundargerðin lögð fram til kynningar. 7.         Sorpnefnd Ísafjarðarbæjar. - Greinargerð vegna skoðunarferðar á vestur-            og suðvesturland.            Lögð fram greinargerð Kristínar Hálfdánsdóttur formanns og Marzellíusar Sveinbjörnssonar varaformanns sorpnefndar Ísafjarðarbæjar eftir skoðunarferð þeirra til Íslenska Gámafélagsins, Gámaþjónustunnar ehf., Kölku sorpbrennslu Suðurnesja, Kristins Jónassonar, bæjarstjóra Snæfellsbæjar og Endurvinnslustöðvar Dalabyggðar.            Bæjarráð þakkar fyrir greinargerð sorpnefndar. 8.         Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2010. 2010-10-0019            Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. til sveitarfélaga og landshlutasamtaka sveitarfélaga, þar sem boðað er til fjármálaráðstefnu sveitarfélaga dagana 14. og 15. október n.k.  Skráning þátttakenda fer fram á vef sambandsins og lýkur skráningu þann 12. október n.k.            Lagt fram til kynningar. 9.         Bréf Íbúasamtakanna Átaks í Dýrafirði. - Hverfaráð.  2010-09-0072.            Lagt fram bréf frá Íbúasamtökunum Átaki í Dýrafirði dagsett 30. september sl., svar við bréfi Ísafjarðarbæjar hvað varðar hugmyndir um stofnun hverfaráða í Ísafjarðarbæ og drög að samþykktum fyrir félög er héldu utan um starfsemi þeirra.  Niðurstöður Íbúasamtakanna Átaks í Dýrafirði koma fram í bréfinu.            Bæjarráð þakkar fyrir bréf Íbúasamtakanna Átaks í Dýrafirði.  10.       Endurskoðað erindisbréf fyrir íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar.            Lögð fram tillaga að endurskoðuðu erindisbréfi fyrir íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar, sem unnin hefur verið af íþrótta- og tómstundafulltrúa í samráði við forstöðumann Skóla- og fjölskylduskrifstofu og formann íþrótta- og tómstundanefndar Ísafjarðarbæjar.  Jafnframt er lagt fram eldra erindisbréf þar sem sjá má þær breytingar er gerðar hafa verið.            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erindisbréfið verði samþykkt.  11.       Bréf Hörpu Oddbjörnsdóttur f.h. Skottanna á N-Vestfj.  2010-09-0096.            Lagt fram bréf Hörpu Oddbjörnsdóttur f.h. Skottanna á N-Vestfjörðum, regnhlífarsamtaka kvennasamtaka á Íslandi, þar sem óskað er eftir styrk vegna Kvennafrídagsins 25. október 2010.            Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að ræða við fulltrúa félagsins. 12.       Bréf Elíasar Oddssonar f.h. Vestfjarðaklasa The Wild North. 2010-10-0003.            Lagt fram bréf Elíasar Oddssonar f.h. Vestfjarðaklasa The Wild North dagsett 30. september sl., þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ vegna ársfundar The Wild North verkefnisins.  Ársfundurinn verður haldinn dagana 11.-15. október n.k. hér á Ísafirði, í Bolungarvík og í Súðavík.            Heimir Hansson, forstöðumaður Upplýsingamiðstöðvar Ísafjarðarbæjar, mun mæta á kynningu verkefna og á fyrirlestra tengda ársfundinum.            Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.Albertína Elíasdóttir vék af fundi undir þessum lið dagskrár.           Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 10:40. Þorleifur Pálsson, bæjarritari.Albertína Elíasdóttir, formaður bæjarráðsGísli H. Halldórsson.                                                             Arna Lára Jónsdóttir.Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.Er hægt að bæta efnið á síðunni?