Bæjarráð - 672. fundur - 4. október 2010



Þetta var gert:



1.         Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Samþykkt verkefnastjórnar um



            verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Lágmarksíbúafjöldi þjónustusvæða. 2010-10-0004.



            Lagt fram tölvubréf frá Aðalsteini Óskarssyni, framkvæmdastjóra Fjórðungs-sambands Vestfirðinga, ásamt ,,Samþykkt verkefnisstjórnar um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga á sviði velferðarmála um að mæla með undanþágu frá viðmiði um lágmarksíbúafjölda þjónustusvæða?.  Málið varðar tilfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaganna.



            Lagt fram til kynningar.



 



2.         Bréf bæjartæknifræðings.-Tjaldsvæði í Tungudal, Skutulsfirði. 2010-01-0029



            Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 27. september sl., er varðar tjaldsvæðið í Tungudal, Skutulsfirði, um fyrirhugaðar framkvæmdir þar og niðurröðun einstakra verkaefna á milli áranna 2010 og 1011.  Kostnaðaráætlanir fylgja fyrir hvort framkvæmdaár fyrir sig.  Bréfinu fylgja tillögur A, B og C, um framtíðarskipan tjaldsvæðisins í Tungudal.  Jafnframt fylgja bréfinu súlurit, er gefa til kynna gistinætur á tjaldsvæðinu í Tungudal, á Flateyri og á Þingeyri.



            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að heimilaðar verði framkvæmdir á tjaldsvæði í Tungudal, Skutulsfirði, nú í haust, að upphæð kr. 6.175.000.-. Fjármögnun verði vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun 2010.



            Bæjarráð samþykkir að frekari útfærsla á skipulagi tjaldsvæðis í Tungudal í Skutulsfirði verði vísað til deiliskipulagsvinnu svæðisins.



 



3.         Yfirlit um rekstur Ísafjarðarbæjar janúar - ágúst 2010.



            Jón H. Oddsson, fjármálastjóri Ísafjarðarbæjar, er mættur á fund bæjarráðs og kynnti hann rekstraryfirlit Ísafjarðarbæjar fyrir mánuðina janúar - ágúst 2010.              



 



4.         Fundargerðir nefnda.



            Almannavarnanefnd 20/9.  6. fundur.



            Fundargerðin er í þremur liðum.



            Fundargerðin lögð fram til kynningar.



 



            Atvinnumálanefnd 29/9.  103. fundur.



            Fundargerðin er í fjórum liðum.



            Fundargerðin lögð fram til kynningar.



 



            Félagsmálanefnd 21/9.  345. fundur.



            Fundargerðin er í sjö liðum.



            Fundargerðin lögð fram til kynningar.



 



            Fræðslunefnd 28/9.  299. fundur.



            Fundargerðin er í tveimur liðum.



            Fundargerðin lögð fram til kynningar.



           



            Starfshópur um yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.



            Fundargerðin 16/9. 5. fundur.



            Fundargerðin 27/9. 6. fundur.



            Fundargerðin 28/9. 7. fundur.



            Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.



 



            Umhverfisnefnd 22/9.  338. fundur.



            Fundargerðin er í þrettán liðum.



            Fundargerðin lögð fram til kynningar.



 



 5.        Bréf Einars Vals Kristjánssonar. - Hæfni nefndarmanna í hafnarstjórn.



            2010-09-0083.



            Lagt fram bréf frá Einari Val Kristjánssyni, Ísafirði, dagsett 28. september sl., þar sem hann óskar eftir rökstuðningi um hvort nefndarmenn í hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar séu hæfir til þeirra starfa og hvort um þá eigi ekki neinar vanhæfisástæður skv. 19. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 og 3. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.



            Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna stöðu nefndarmanna í hafnarstjórn með tilvísun til erindis Einars Vals Kristjánssonar.



 



6.         Bréf Þrastar Marsellíussonar ehf. - Skerðing lóðar við Hnífsdalsveg.



            2010-09-0086.



            Lagt fram bréf Þrastar Marsellíussonar ehf., Ísafirði, dagsett 28. september sl., þar sem hann gerir grein fyrir skerðingu lóðar við Hnífsdalsveg 27, Ísafirði, vegna lagningar gangbrautar milli Ísafjarðar og Hnífsdals.



            Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar bæjartæknifræðings.



           



7.         Fundarboð Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. - Framhaldsaðalfundur. 2010-07-0034.



            Lagt fram aðalfundarboð frá Fasteignum Ísafjarðarbæjar ehf., dagsett 28. september sl., þar sem boðað er til framhaldsaðalfundar þann 12. október n.k. kl. 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.



            Lagt fram til kynningar.



 



8.         Bréf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis. - Byggðakvóti 2010/2011.



            2010-10-0002.



            Lagt fram bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti dagsett 27. september sl., er varðar byggðakvóta fiskveiðiársins 2010/2011.  Í bréfinu er sveitarstjórnum gefinn kostur á að sækja um byggðakvóta 2010/2011 og skal umsókn hafa borist ráðuneytinu fyrir 15. október 2010.



            Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá umsókn Ísafjarðarbæjar.



 



 9.         Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Ráðstefna um almannavarnir 20.-21. október n.k.   2010-10-0008.



            Lagt fram tölvubréf Samb. ísl. sveitarf. þar sem boðað er til ráðstefnu undir yfirskrift ,,Verkfræði, jarðskjálftar, rústabjörgun? og  ,,Hver er ábyrgð sveitarstjórna vegna náttúruhamfara ??.  Ráðstefnan verður haldin dagana 20. og 21. október n.k.



            Lagt fram til kynningar.  



 



10.       Bréf Hrafnseyrarnefndar til sveitarfélaga á Vestfjörðum.  2010-09-0064.



            Lagt fram bréf til sveitarfélaga á Vestfjörðum frá Hrafnseyrarnefnd dagsett 21. september sl., þar sem fram kemur að hinn 17. júní 2011 verða liðin 200 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Í tilefni afmælisins hafa stjórnvöld ákveðið að fagna deginum sérstaklega á Hrafnseyri.  Í bréfinu kemur fram ósk um að sveitarstjórnir á Vestfjörðum taki þátt í hátíðarhöldunum á Hrafnseyri og samræmi þjóðhátíðardagskrár næsta sumar í samvinnu við Hrafnseyrarnefnd.



            Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn Hrafnseyrarnefndar.



Eiríkur Finnur Greipsson vék af fundi undir þessum lið dagskrár.



 



11.       Minnisblað bæjarritara. - Húseignin Aðalgata 1, Suðureyri. 2010-10-0009.



            Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 27. september sl., er varðar húseignina Aðalgötu 1, Suðureyri, sem er í eigu Ísafjarðarbæjar og stendur nú auð.  Í minnisblaði bæjarritara kemur fram ábending um hvort ekki væri rétt að auglýsa eignina til sölu, þar sem Ísafjarðarbær hefur ekki þörf fyrir afnot af henni svo séð verði.



            Bæjarráð samþykkir að húseignin Aðalgata 1, Suðureyri, verði auglýsti til sölu hjá Fasteignasölu Vestfjarða.



 



12.       Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Fundargerðir stjórnar ofl.



            Lagt fram bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga dagsett 23. september sl., ásamt fundargerðum stjórnar FV frá 23. ágúst, 2. september og 20. september 2010.  Í bréfi FV er frekari grein gerð fyrir einstaka dagskrárliðum í ofangreindum fundargerðum.



            Lagt fram til kynningar.



           



13.       Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. - Umsókn um framlag vegna sérþarfa



            fatlaðra nemenda 2011.  2010-09-0071.      



            Lagt fram bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dagsett 22. september sl., er varðar umsóknir sveitarfélaga um framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda 2011.  Umsókn þarf að hafa borist Jöfnunarsjóðnum í pósti fyrir 5. október n.k.



            Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.



 



14.       Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. - Skólaakstur úr dreifbýli 2011.



            2010-10-0071.



            Lagt fram bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dagsett 22. september sl., er varðar skólaakstur úr dreifbýli 2011 og umsóknir sveitarfélaga um framlög vegna þessa.  Umsóknir skulu berast eigi síðar en þann 5. október n.k.



            Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.



 



 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Upp