Bæjarráð - 671. fundur - 20. september 2010


            Þetta var gert:



1.         Trúnaðarmál.



            Trúnaðarmál rætt og fært til bókar í trúnaðarmálabók bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.  



 



2.         Fundargerð nefndar.



            Fræðslunefnd 14/9.  298. fundur.



            Fundargerðin er í fjórtán liðum.



            Fundargerðin lögð fram til kynningar.



            Undir þessum lið dagskrár benti Arna Lára Jónsdóttir, fulltrúi Í-lista, á að



            Jónu Benediktsdóttur, fulltrúa í fræðslunefnd, hafði ekki borist fundarboð



            um ofangreindan fund fræðslunefndar.



 



3.         Fundur með fjárlaganefnd Alþingis 28. september n.k. 2010-09-0024.



            Á fundi bæjarráðs var rætt um væntanlega ferð fulltrúa í bæjarráði og bæjarstjóra, á fund fjárlaganefndar Alþingis.  Farið var yfir þau erindi er brýnast væri að leggja fyrir fjárlaganefnd á fundi með nefndinni þann 28. september n.k. kl. 13:20.



             



4.         Fyrirhuguð kynnisferð nefndar um sorpmál í Ísafjarðarbæ. 2010-07-0037.



            Rætt var um beiðni frá formanni nefndar um sorpmál í Ísafjarðarbæ, þess efnis að heimild fengis til að nefndarmenn færu í kynnisferð á suðvesturlandið, til að kynna sér hvernig sorpmálum er háttað hjá sveitarfélögum á því svæði.



            Bæjarráð samþykkir beiðni nefndarinnar.    



 



5.         Drög að samþykkt fyrir hverfaráð í Ísafjarðarbæ. - Vinnugögn.



            Lögð fram drög að samþykkt fyrir hverfaráð í Ísafjarðarbæ, sem að mestu eru unnin af formanni bæjarráðs Eiríki Finni Greipssyni.  Drögin eru vinnugagn á þessu stígi.



            Bæjarráð samþykkir að senda ofangreind drög til skoðunar hjá þeim íbúasamtökum er nú starfa í sveitarfélaginu.



 



6.         Bréf Lindarfoss ehf. - Vatnskaupasamningur. 2010-08-0062.



            Lagt fram bréf frá Lindarfoss ehf., Sindragötu 12, Ísafirði, dagsett 15. september sl.  Í bréfinu er óskað eftir að Ísafjarðarbær framlengi þau tímamörk í samningi við Lindarfoss ehf., er  rann út þann 30. apríl sl., til og með 15. september 2011.



            Bæjarráð felur formanni bæjarráðs og bæjarstjóra að eiga viðræður við forsvars- menn Lindarfoss ehf., á grundvelli umræðna í bæjarráði.



           



7.         Endurskoðun fyrirkomulags á safnamálum í Ísafjarðarbæ. 2010-07-0067.



            Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar þann 19. júlí sl., var lögð fram tillaga er varðar skoðun á stjórnskipulagi safna þeirra innan Ísafjarðarbæjar, er á einhvern hátt tengjast rekstri sveitarfélagsins eða eru alfarið á þess vegum. 



Bæjarráð óskaði þá eftir greinargerðum frá forstöðumönnum og stjórnarmönnum safnanna, um núverandi rekstur og stjórnskipulag þeirra.



            Umræður urðu í bæjarráði um þær hugmyndir er reifaðar hafa verið um þetta mál.   



 



8.         Bréf Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Vestfjörðum. - Húsnæðismál.



            2010-09-0013.



            Lagt fram bréf frá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Vestfjörðum dagsett þann 8. september sl. og varðar húsnæði það er Svæðisskrifstofan er í í Stjórnsýsluhúsinu.  Spurst er fyrir um hvort Ísafjarðarbær hafi hug á að leigja þetta húsnæði, er málefni fatlaðra færast frá ríki til sveitarfélaga.  Eigandi húsnæðisíns er Urtusteinn ehf.



            Bæjarráð felur bæjarstjóra að eiga viðræður við eigendur húsnæðisins.



 



9.         Bréf Grunnskólans á Ísafirði og leikskólanna Sólborgar og Eyrarskjóls.



            Útikennslustofa í Jónsgarði á Ísafirði.



            Lagt fram bréf undirritað af Pétri Guðmundssyni f.h. Grunnskólans á Ísafirði og leikskólanna Sólborgar og Eyrarskjóls, einnig á Ísafirði, þar sem óskað er eftir leyfi til að gera útikennslustofu í Jónsgarði á Ísafirði.  Í bréfinu kemur fram að þeim skólum í landinu er hafa aðgang að slíkum útikennslustofum fjölgar stöðugt.



            Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar og umhverfisnefndar til umsagnar.



 



10.       Bréf Félags ráðgjafa og stuðningsfulltrúa og SFR-stéttarfélags í



            almannaþjónustu.  2010-09-0013



            Lagt fram bréf frá Félagi ráðgjafa og stuðningsfulltrúa og SFR-stéttarfélagi í almannaþjónustu dagsett 31. ágúst 2010.  Bréfið er til kynningar á ofangreindum stérrarfélögum, sem og tekið á þeim væntanlegu breytingum er verða þegar málefni fatlaðra eru flutt frá ríki til sveitarfélaganna um komandi áramót.



            Lagt fram til kynningar.





Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 16:52.



 



 Þorleifur Pálsson, bæjarritari


Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs


Albertína Elíasdóttir


Arna Lára Jónsdóttir


Daníel Jakobsson, bæjarstjóri



Er hægt að bæta efnið á síðunni?