Bæjarráð - 669. fundur - 30. ágúst 2010




 Á fund bæjarráðs er mættur Daníel Jakobsson, verðandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.



 Þetta var gert:



1. Umræður um málefni leikskóla í Ísafjarðarbæ. - Forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu og leikskólafulltrúi eru mættar á fund bæjarráðs.


 Á fund bæjarráðs er mættar Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðrbæjar og Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi, til viðræðna um stöðu leikskóla í Ísafjarðarbæ, hvað varðar aðsókn í einstaka leikskóla ofl.


 


2. Yfirlit um rekstur Ísafjarðarbæjar fyrri hluta árs 2010.  Jón H. Oddsson,


 fjármálastjóri, mætir á fund bæjarráðs.



 Jón H. Oddsson, fjármálastjóri, er mættur á fund bæjarráðs og gerði hann grein fyrir rekstri Ísafjarðarbæjar fyrir tímabilið janúar - júní 2010.



3. Fundargerðir nefnda.


 Atvinnumálanefnd 26/8.  102. fundur.


 Fundargerðin er í þremur liðum.


 1. liður. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn,  að tillaga atvinnumálanefndar


 um tilboði Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, um vinnu við stefnumótun í


 atvinnumálum í Ísafjarðarbæ, verði tekið og kostnaði vísað til endurskoðunar


 á fjárhagsáætlun ársins 2010.


 Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.


 Fræðslunefnd 24/8.  297. fundur.


 Fundargerðin er í átta liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Hafnarstjórn 25/8.  148. fundur.


 Fundargerðin er í fimm liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Nefnd um sorpmál í Ísafjarðarbæ 25/8.  2. fundur.


 Fundargerðin er í tveimur liðum.


 1. liður.  Bæjarráð vísar ákvarðanatöku til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.



4. Bréf Sóknarnefndar Ísafjarðarkirkju. - Malbikun bílastæða. 2010-07-0060.


  Lagt fram bréf sóknarnefndar Ísafjarðarkirkju dagsett 26. ágúst sl., er varðar malbikun bílastæða fyrir framan Ísafjarðarkirkju.  Í bréfinu er óskað eftir að verkið verði sett á framkvæmda- og fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2011 og bílastæðin malbikuð næsta sumar.


 Bæjarráð vísar málinu til frekari umræðu við gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011.



5. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Breytingar samþykkta og þingskapa


 Fjórðungssambandsins.



 Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 25. ágúst sl., ásamt breytingatillögum vegna breytinga samþykkta (laga) og þingskapa Fjórðungs-sambandsins.  Samþykkt var á fundi stjórnar FV þann 23. ágúst sl., að gera tillögu til 55. Fjórðungsþings Vestfirðinga um breytingar á samþykktum og þingsköpum.


 Lagt fram til kynningar í bæjarráði.



6.   Minnisblað grunnskólafulltrúa. - Námsvist grunnskólanema utan


 lögheimilissveitarfélags.  2010-08-0053.



 Lagt fram minnisblað frá Kristínu Ósk Jónasdóttur, grunnskólafulltrúa, dagsett 26. ágúst sl., þar sem hún gerir grein fyrir kostnaði við námsvist grunnskólanema utan lögheimilissveitarfélaga.  Fram kemur að til áramóta er vöntun á fjárheimild upp á samtals kr. 1.841.925.- í fjárhagsáætlun til að geta mætt útlögðum kostnaði.  Óskað er eftir aukafjárveitingu á þessu ári vegna þessa.


 Bæjarráð samþykkir erindið og vísar kostnað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun ársins 2010.



7. Minnisblað grunnskólafulltrúa. - Námsvist í tónlistarskóla utan


 lögheimilissveitarfélags.  2010-08-0054.



 Lagt fram minnisblað Kristínar Óskar Jónasdóttur, grunnskólafulltrúa, dagsett 26. ágúst sl., þar sem gerð er grein fyrir væntanlegum kostnaði við námsvist í tónlistarskóla utan lögheimilissveitarfélags.  Borist hefur umsókn þar sem óskað er eftir að nemandi á framhaldsskólaaldri fái að stunda tónlistarnám við Tónlistarskóla Árnesinga.  Kostnaður skólaársins 2010-2011 er um krónur 311.000.- og greiðist um helmingur á þessu ári.


 Í fjárhagsáætlun ársins 2010 er ekki gert ráð fyrir kostnaði og óskar grunnskóla- fulltrúi því eftir afstöðu bæjarráðs til umsóknarinnar.


 Bæjarráð óskar frekari upplýsinga fyrir næsta fund bæjarráðs.



8. Nýsköpunarkeppni grunnskólanema. - Beiðni um styrk.  2010-08-0030.


 Lagt fram bréf frá Önnu Þ. Ísfold f.h. Nýsköpunarkeppni grunnskólanema, þar sem óskað er eftir styrk frá sveitarfélögum, til að standa undir kostnaði við ,,Nýsköpunarkeppni grunnskólanema?, en keppnin hefur farið fram síðastliðin 19 ár.  Umsóknir um þátttöku í ár hafa borist frá um 1.600 nemendum víðsvegar um landið.


 Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 10:08.


Þorleifur Pálsson, bæjarritari.


Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.


Albertína Elíasdóttir. 


Arna Lára Jónsdóttir.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?