Bæjarráð - 667. fundur - 16. ágúst 2010

Þetta var gert:


1. Fundargerð nefndar.


 Nefnd um sorpmál 11/8. 1. fundur


 Fundargerðin er í átta liðum.


 3. liður. Bæjarráð samþykkir tillögu nefndar um sorpmál að sótt verði um undanþágu og felur bæjarstjóra að senda Umhverfisstofnun bréf með beiðni um tímabundna undanþágu meðan unnið er að útboði í sorpmálum hjá Ísafjarðarbæ.


 Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.


 Starfshópur um yfirfærslu á málefnum fatlaðra 6/8. 2. fundur.


 Fundargerðin er í þremur liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Starfshópur um yfirfærslu á málefnum fatlaðra 9/8. 3. fundur.


 Fundargerðin er í tveimur liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Umhverfisnefnd 11/8. 336. fundur.


 Fundargerðin er í sex liðum.


 6. liður A. Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfisnefndar og vísar til endurskoðunar á fjárhagsáætlun 2010.


 Fundargerðin staðfest í heild sinni af bæjarráði.


 


2. Bréf bæjartæknifræðings. - Upplýsingar um sorpbrennsluna Funa og stöðu mála.  2009-10-0006.


 Lagt fram bréf frá Jóhanni Birki Helgasyni, bæjartæknifræðingi, dagsett þann   11. ágúst sl.  Í bréfinu fjallar bæjartæknifræðingur um fyrri erindi er varða sorpbrennsluna Funa, ástand stöðvarinnar og stöðu mála. Í bréfinu er yfirlit yfir bréf Umhverfisstofnunar og Ísafjarðarbæjar vegna nauðsynlegrar endurnýjunar Funa eða lokunar stöðvarinnar.


 Lagt fram til kynningar í bæjarráði.


 


3. Bréf bæjartæknifræðings. - Malbikun gatna á árinu 2011  2010-08-0012.


 Lagt fram bréf frá Jóhanni Birki Helgasyni, bæjartæknfræðingi dagsett 12. ágúst sl. Í bréfinu gerir bæjartæknifræðingur grein fyrir því að malbikunarfyrirtækið Hlaðbær Colas vill koma aftur á árinu 2011 og þess vegna er að mati bæjartæknifræðings rétt að fara ekki í frekari malbikunarframkvæmdir í ár en undirbúa malbikunarframkvæmdir næsta árs við fjárhagsáætlunarvinnu ársins 2011.


 Bæjarráð tekur undir tillögu bæjartæknifræðings.



 4. Bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. - Breytingar á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2010-07-0039.


 Lagt fram bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 28. júlí sl. Í bréfinu er gerð grein fyrir endurskoðun á Jöfnunarsjóðnum og því að fjárhagsleg áhrif breytinganna verði kynnt á ársfundi sjóðsins og að sérstakur starfshópur verði skipaður með aðkomu Sambands íslenskra sveitarfélaga til að útfæra nákvæmt upplýsingakerfi sem byggir á mælingu helstu útgjaldaþátta sveitarfélaga.


 Lagt fram til kynningar.



 5. Menningarráð Vestfjarða 2010-08-0003.


 Lagt fram bréf Jóns Jónssonar menningarfulltrúa Vestfjarða dagsett 3. ágúst sl. Í bréfinu er boðað til aðalfundar Menningarráðsins þann 4. september nk. á Hólmavík í framhaldi af Fjórðungsþingi Vestfirðinga.


 Bæjarráð samþykkir að Eiríkur Finnur Greipsson formaður bæjarráðs fari með atkvæði Ísafjarðarbæjar á aðalfundinum en hvetur jafnframt aðra bæjarfulltrúa til að sitja fundinn.


 


6. Bréf bæjartæknifræðings. - Opnunartími sundlauga yfir vetrartímabilið 2010-08-0015.


 Lagt fram bréf Jóhanns Birkis Helgasonar bæjartæknifræðings dagsett 13. ágúst sl. Í bréfinu er tillaga að opnunartíma sundlauga Ísafjarðarbæjar frá 25. ágúst 2010 til 1. júní 2011.


 Bæjartæknifræðingur mætti á fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir því að opnunartími væri miðaður við reynslu af notkun og vaktakerfi starfsfólks.


 Bæjarráð samþykkir tillögu að opnunartíma. Bæjarráð óskar eftir minnisblaði frá bæjartæknifræðingi um möguleika á útipottasvæði við Sundhöllina á Ísafirði. 



7. Bréf oddvita meirihlutans, Eiríks Finns Greipssonar og Albertínu Elíasdóttur varðandi ráðningu bæjarstjóra.


  Lagt fram bréf Eiríks Finns Greipssonar og Albertínu Elíasdóttur oddvita meirihlutaflokkanna í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar. Í bréfinu minna þau á að á fyrsta fundi nýkjörinnar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar var samkomulag B- og D-lista um að auglýsa eftir bæjarstjóra, kynnt.  Í bréfinu kemur fram að tillaga að ráðningu bæjarstjóra og ráðningarsamningur við hann verður lögð fram á bæjarstjórnarfundi þann 2. september nk.


  Lagt fram til kynningar.


Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 08:54.


Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.


Albertína Elíasdóttir.


Arna Lára Jónsdóttir.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


ritaði jafnframt fundargerð





Er hægt að bæta efnið á síðunni?