Bæjarráð - 665. fundur - 19. júlí 2010


Þetta var gert:

1.         Bréf bæjarstjóra. - Trúnaðarmál.            Trúnaðarmál rætt og fært til bókar í trúnaðarmálabók bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.             2.         Bréf bæjarstjóra. - Veitingaleyfi vegna Langa Manga, Ísafirði.            Á 664. fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar þann 15. júlí sl., var lagt fram bréf frá sýslumanninum á Ísafirði dagsett 13. júlí sl., er varðar umsókn Karenar Elísabetar S. Ingadóttur, um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki III að Aðalstræti 22b, Ísafirði.  Á þeim fundi óskaði bæjarráð eftir að bæjarstjóri ætti viðræður við rekstraraðila og erindi sýslumanns yrði tekið fyrir aftur á þessum fundi bæjarráðs.            Í framhaldi af viðræðum bæjarstjóra við rekstraraðila er lagt fram bréf, þar sem gerð er grein fyrir þeim viðræðum. Fyrir fundi bæjarráðs lá undirskriftarlisti með 124 einstaklingum þar sem skorað er á að ekki verði skertur opnunartími Langa Manga.             Bæjarráð samþykkir að opnunartími Langa Manga verði í samræmi við heimildir í lögreglusamþykkt Ísafjarðarbæjar. Bæjarráð vísar til fyrri samþykkta í bæjarstjórn og umhverfisnefnd, þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við opnunartíma, en vísað til þess að starfsemin er í samræmi við skipulag miðbæjar Ísafjarðar. 3.         Erindi frá 664. fundi bæjarráðs. - Lokun svæða fyrir dragnótaveiðum.            Á 664. fundi bæjarráðs þann 15. júlí sl., var lagt fram afrit af bréfi Samtaka dragnótamanna til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra dagsettu 8. júlí sl., er varðar lokun svæða fyrir dragnótaveiðum.  Bæjarráð óskaði eftir frekari gögnum um málið og eru þau nú lögð fyrir bæjarráð.            Lagt fram til kynningar.           4.       Tillaga til bæjarráðs - Stjórnskipulag safna í Ísafjarðarbæ.            Lögð fram tillaga til bæjarráðs frá Albertínu Elíasdóttur og Eiríki Finni Greipssyni, dagsett 15. júlí sl., er varðar skoðun á stjórnskipulagi safnanna innan Ísafjarðarbæjar og hugsanlegar breytingar. Tillagan er fram komin vegna þeirra tímamóta að forstöðumaður safnanna innan Safnahússins á Eyrartúni er að láta af störfum eftir 37 ára starf.            Bæjarráð samþykkir tillöguna og óskar eftir greinargerðum frá forstöðumönnum safnanna, um núverandi rekstrarskipulag þeirra.     5.        Bréf sumarhúsaeigenda í Selárdal, Súgandafirði.            Lagt fram bréf frá sumarhúsaeigendum í Selárdal í Súgandafirði dagsett þann 15. júlí sl., er varðar ástand vegar frá Botni út í Selárdal í Súgandafirði.  Í bréfinu er kvartað undan ástandi vegarins og óskað úrbóta.            Bæjarráð vísar erindinu til bæjartæknifræðings til frekari athugunar.             6.         Bréf frá Skólahreysti. - Styrkbeiðni.  2010-07-0047.            Lagt fram bréf til sveitarfélaga frá Andrési Guðmundssyni f.h. Skólahreysti dagsett í júlí 2010, þar sem þakkað er fyrir stuðning á árinu 2009.  Jafnframt óskar bréfritari eftir fjárhagslegum stuðningi á þessu ári að upphæð kr. 50.000.-.            Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar íþrótta- og tómstundanefndar.  7.         Bréf bæjarstjóra. - Slippur og lóðamál á Suðurtanga, Ísafirði.   2010-06-0074.             Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 14. júlí sl., er varðar hugsanleg kaup Skipanausts ehf., Ísafirði, á dráttarbraut á Suðurtanga, sem er í eigu Ísafjarðarbæjar.  Jafnframt er gerð grein fyrir lóðamálum á svæðinu, vinnu við deiliskipulag o.fl.            Bæjarráð samþykkir að auglýsa til sölu dráttarbrautina á Suðurtanga á Ísafirði, sem er í eigu Ísafjarðarbæjar.  Frestur til að skila inn tilboðum er til kl. 12:00 á hádegi þann 15. ágúst n.k. 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:10. Þorleifur Pálsson, bæjarritari


Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs


Albertína Elíasdóttir


Arna Lára Jónsdóttir


Halldór Halldórsson, bæjarstjóriEr hægt að bæta efnið á síðunni?