Bæjarráð - 664. fundur - 15. júlí 2010


Þetta var gert:






1. Bréf Mýrarboltafélags Íslands. - Fulltrúi félagsins mætir á fund bæjarráðs.2010-07-0041.


Lagt fram bréf Mýrarboltafélags Íslands dagsett 11. júlí sl., þar sem óskað er eftir afnotum af svæði því er félagið hefur notað undir mótshald undanfarnar verslunarmanna- helgar í Tungudal í Skutulsfirði.  Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, fulltrúi Mýrarbolta- félagsins, er mættur á fund bæjarráðs undir þessum lið dagskrár.


 Bæjarráð samþykkir að veita Mýrarboltafélagi Íslands heimild til afnota af því svæði í Tungudal er notað hefur verið við mótshald undanfarin ár.  Bæjarráð setur þau skilyrði að gengið verði sómasamlega um svæðið og gengið frá því að móti loknu.  Bæjarráð leggur á það þunga áherslu að fundinn verði nýr staður, í samráði við Jóhann Birki Helgason, bæjartæknifræðing, fyrir næsta ár.  


   


2. Fundargerðir nefnda.


 Atvinnumálanefnd 8/7.  101. fundur.


 Fundargerðin er í sjö liðum.


 3. liður. Bæjarráð samþykkir tillögu atvinnumálanefndar.


 5. liður. Bæjarráð vísar þessum lið til umhverfisnefndar.  


 Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.


 Albertína Elíasdóttir vék af fundi við afgreiðslu 1. og 5. liðar fundargerðar  atvinnumálanefndar.



 Barnaverndarnefnd 12/7.  113. fundur.


 Fundargerðin er í sex liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.



 Fræðslunefnd 6/7.  296. fundur.


 Fundargerðin er í þrettán liðum.


 9. liður. Bæjarráð samþykkir tillögu fræðslunefndar.  Jafnframt óskar bæjarráð


 eftir tillögum frá Skóla- og fjölskylduskrifstofu um hagræðingu í rekstri til að


 mæta auknum kostnaði. 


 11. liður.  Bæjarráð frestar afgreiðslu þessa liðar fram yfir sumarleyfi


 forstöðumanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu. 


 Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.



 Hafnarstjórn 3/7.  147. fundur.


 Fundargerðin er í fjórum liðum.


 2. liður. Bæjarráð staðfestir bókun hafnarstjórnar, um að taka tilboði Geirnaglans.


 Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.



 



 Íþrótta- og tómstundanefnd 5/7.  115. fundur.


 Fundargerðin er í fjórum liðum.


 3. liður. Bæjarráð samþykkir tillögu íþrótta- og tómstundanefndar.


 Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.



 Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði 7/7.  1. fundur.


 Fundargerðin er í sjö liðum.


 5. liður. Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar og felur bæjarstjóra


 að ganga frá umsókn.


 Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.



 Starfshópur um yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki


 til sveitarfélaga 13/7.  1. fundur.


 Fundargerðin er í einum lið.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.



 Umhverfisnefnd 7/7.  334. fundur.


 Fundargerðin er í sautján liðum.


 3. liður.  Bæjarráð staðfestir afgreiðslu umhverfisnefndar.


 6. liður.  Bæjarráð staðfestir afgreiðslu umhverfisnefndar.


 10. liður. Bæjarráð staðfestir afgreiðslu umhverfisnefndar.


 12. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt í bæjarráði.


 14. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt í bæjarráði.


 15. liður. Bæjarráð staðfestir afgreiðslu umhverfisnefndar.


 16. liður. Bæjarráð staðfestir afgreiðslu umhverfisnefndar.


 Fundargerðin í heild sinni staðfest í bæjarráði.   


 


3. Bréf Edinborgarhússins ehf., Ísafirði. - Trúnaðargögn.2010-05-0004.


Lagt fram bréf frá Edinborgarhúsinu ehf., dagsett 14. júlí sl., þar sem greint er frá fundum stjórnar Edinborgarhússins ehf. og Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, með útibússtjórum Landsbanka Íslands og Íslandsbanka á Ísafirði. 


Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.



 



4. Bréf sýslumannsins á Ísafirði. - Umsókn um rekstrarleyfi veitingastaðar


að Aðalstræti 22b, Ísafirði.



Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Ísafirði dagsett 13. júlí sl., er varðar umsókn Karenar Elísabetar S. Ingadóttur, um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki III að Aðalstræti 22b, Ísafirði.  Fram kemur í bréfinu að íbúar í nærliggjandi húsum við Aðalstræti 22b, Ísafirði, eru mjög óánægðir með opnunartíma veitingastaðarins Langa Manga og hefur leyfisveitanda m.a. borist undirskriftarlisti frá íbúum í húsum við Aðalstræti 17, 19, 22b, 24 og 25, þar sem gerð er athugasemd við veitingarekstur í umræddu húsi.  Í bréfi sýslumanns kemur fram að umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar hafi gefið umsögn um ofangreinda umsókn Karenar Elísabetar, en sýslumaður óskar eftir nýrri umsögn með tilvísun til 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, sem m.a. taki til opnunartíma veitingastaðarins Langa Manga.  Bréfi sýslumanns fylgja ýmis gögn varðandi málið.


Bæjarráð óskar eftir að bæjarstjóri eigi viðræður við rekstraraðila og erindi sýslumanns verði tekið fyrir aftur á næsta fundi bæjarráðs.  



 



5. Bréf Eddu B. Kristmundsdóttur. - Ráðning forstöðumanns Bæjar- og


héraðsbókasafns, Héraðsskjalasafns og Ljósmyndasafns.  2010-05-0036.


Lagt fram bréf Eddu B. Kristmundsdóttur dagsett 8. júlí sl., þar sem hún óskar skriflegs rökstuðnings vegna veitingar á starfi forstöðumanns Bæjar- og héraðsbókasafns, Héraðsskjalasafns og Ljósmyndasafns Ísafjarðar.  Einnig krefst hún skýringa á því hvernig stöðuveitingin samræmist lögum og reglum hins opinbera og leikreglum á vinnumarkaði.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.


 


6. Bréf Arkitektur- og designhögskolen i Oslo. - Heimsókn.  2010-07-0040.


Lagt fram bréf frá Arkitektur- og designhöskolen i Oslo dagsett 5. júlí sl., er varðar heimsókn kennara og nemenda frá skólanum til Ísafjarðarbæjar, alls 8 kennara og 60 nemendur er dvelja hér á tímabilinu 13. - 18. september n.k.  Í bréfinu er óskað eftir upplýsingum sem og hugsanlegri einhverri aðstoð er varðar skipulag ferðarinnar og veruna í Ísafjarðarbæ.


 Bæjarráð tekur vel í erindið og felur upplýsingafulltrúa að annast úrvinnslu málsins. 



 



7. Bréf félags- og tryggingamálaráðuneytis. - Matsteymi dvalarrýma.


2008-06-0042.



Lagt fram bréf félags- og tryggingamálaráðuneytis dagsett 9. júlí sl., þar sem tilkynnt er að matsteymi dvalarrýma í heilbrigðisumdæmi Vestfjarða verði lagt niður þann 15. júlí 2010.  Ákvörðunin grundvallast á þeirri staðreynd að engin dvalarheimilis- rými eru í umdæminu.


 Lagt fram til kynningar í bæjarráði.



 



8. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Boðun 55. fjórðungsþings.


 2010-07-0017.



Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 2. júlí sl., þar sem boðað er til 55. Fjórðungsþings Vestfirðinga á Hólmavík þann 3. og 4. september n.k.  Fjórðungsþingið er boðað með dagskrá. 



Lagt fram til kynningar.



 



9. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Boðun XXIV. landsþings.  2010-07-0024.


Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 5. júlí sl., þar sem boðað er til XXIV. landsþings Samb. ísl. sveitarf. á Akureyri dagana 29. september til 1. október 2010.  Dagskrá landsþingsins og aðrar upplýsingar um tilhögun þingsins verað síðar sendar sveitarstjórnum og kjörnum fulltrúum.


Lagt fram til kynningar.



 



10. Afrit af bréfi Samtaka dragnótamanna til sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra.


Lagt fram afrit af bréfi Samtaka dragnótamanna til sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra dagsett 8. júlí sl., er varðar lokanir svæða fyrir vistvæmum strandveiðum með dragnót.  Í bréfinu mótmæla samtökin framkominni reglugerð um takmarkanir á veiðum í dragnót og skora á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að draga hana til baka.


Lagt fram til kynningar.



 



11. Bréf Súðavíkurhrepps. - Kjör í sameiginlega barnaverndarnefnd. 2010-07-0004.



Lagt fram bréf frá Súðavíkurhreppi dagsett 30. júní sl., þar sem tilkynnt er um kjör fulltrúa í sameiginlega barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum kjörtímabilið 2010-1014.  Aðalmaður Súðavíkurhrepps er Barði Ingibjartsson og varamaður er Ester Rut Unnsteinsdóttir.



Lagt fram til kynningar.



 



12. Bréf Bolungarvíkurkaupstaðar. - Kjör í sameiginlega barnaverndarnefnd. 2010-07-0004.



Lagt fram bréf Bolungarvíkurkaupstaðar dagsett 1. júlí sl., þar sem tilkynnt er um kjör fulltrúa í sameiginlega barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum kjörtímabilið 2010-1014.  Aðalmaður Bolungarvíkurkaupstaðar er Fjóla Bjarnadóttir og varamaður er Matthildur Guðmundsdóttir.


 Lagt fram til kynningar.        



Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:30.



 


Þorleifur Pálsson, bæjarritari.


 Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.


Albertína Elíasdóttir.      


Arna Lára Jónsdóttir.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?