Bæjarráð - 663. fundur - 2. júlí 2010


Þetta var gert:1.         Ráðning forstöðumanns Bæjar- og héraðsbókasafns, Héraðsskjalasafns            og Ljósmyndasafns Ísafjarðar. 2010-05-0036.            Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs, gerði grein fyrir viðtölum við umsækjendur um starf forstöðumanns Bæjar- og héraðsbókasafns, Héraðsskjalasafns og Ljósmyndasafns Ísafjarðar, en eins og áður hefur fram komið bárust alls fimm umsóknir.


           Bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkir að ráða Jónu Símoníu Bjarnadóttur í starf forstöðumanns Bæjar- og héraðsbókasafns, Hérðasskjalasafns og Ljósmyndasafns Ísafjarðar.Við mat á umsækjendum var leitað til ráðningarstofu, þar sem lagt var mat á umsóknir út frá fjölmörgum atriðum, auk þess að rætt var við alla umsækjendur. Fimm umsækjendur voru um starfið, sem allir voru metnir hæfir. Er þeim öllum þakkað fyrir sýndan áhuga.            Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá ráðningarsamningi við Jónu Símoníu Bjarnadóttur um starfið.          Halldór Halldórsson, bæjarstjóri kom inn á fund bæjarráðs eftir afgreiðslu 1. liðar dagskrár. 2.         Fundargerð nefndar.            Félagsmálanefnd 30/6. 343. fundur.            Fundargerðin er í sex liðum.            4. liður. Tillaga félagsmálanefndar samþykkt samhljóða í bæjarráði.            Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.             3.         Bréf Gunnhildar Elíasdóttur f.h. Kvenfélagsins Vonar á Þingeyri.            2010-06-0081.                       Lagt fram bréf frá Gunnhildi Elíasdóttur f.h. Kvenfélagsins Vonar á Þingeyri, dagsett þann 22. júní sl., þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ til að halda aðalfund Sambands Vestfirskra Kvenna þann 11. september n.k. á Þingeyri.            Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá styrkveitingu til Kvenfélagsins Vonar á Þingeyri, í samræmi við það sem gert hefur verið undanfarin ár vegna aðalfundar Sambands Vestfirskra Kvenna.  4.        Bréf nefndasviðs Alþingis. - Umsögn um frumvarp til laga um verndar-            og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða, 660. mál.            Lagt fram bréf frá nefndasviði Alþingis dagsett 25. júní sl., þar sem óskað er umsagnar á frumvarpi til laga um verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða (heildarlög), 660. mál. Þess er óskað að umsögn berist fyrir 4. ágúst 2010.            Bæjarráð vísar bréfinu til umhverfisnefndar til umsagnar.  5.        Fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá 775. fundi.            Lögð fram fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá 775. fundi er haldinn var þann 25. júní sl., í Allsherjarbúð að Borgartúni 30 í Reykjavík.            Fundargerðin lögð fram til kynningar.                    6.         Skýrsla starfshóps samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um heildarendurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.            Lagt fram bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, undirritað af Jóhannesi Tómassyni, upplýsingafulltrúa, er fjallar um skýrslu starfshóps samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um heildarendurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Skýrslan var kynnt á blaðamannafundi í ráðuneytinu föstudaginn 25. júní sl. Skýrslan fylgir ekki gögnum bæjarráðs en hana má finna á vefsíðu ráðuneytisins. En gögnum bæjarráðs fylgir bréf er varðar tillögu starfshópsins um breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í tveimur áföngum.            Lagt fram til kynningar.           Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 10:40. Þorleifur Pálsson, bæjarritari.Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs


Albertína Elíasdóttir


Arna Lára Jónsdóttir
 Halldór Halldórsson, bæjarstjóriEr hægt að bæta efnið á síðunni?