Bæjarráð - 660. fundur - 7. júní 2010


Þetta var gert:1.         Fundargerð nefndar.            Barnaverndarnefnd 2/6. 112. fundur.            Fundargerðin er í tveimur liðum.            Fundargerðin lögð fram til kynningar. 2.         Minnisblað bæjarritara. - Umsóknir um starf forstöðumanns safna.            2010-05-0036            Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 1. júní sl., þar sem greint er frá þeim umsóknum er borist hafa um starf forstöðumanns Bæjar- og héraðsbókasafns, Hérðasskjalasafns og Ljósmyndasafns Ísafjarðar. Neðangreindir sóttu um starfið:           Edda Björg Kristmundsdóttir, kt. 010963-3119.Móholti 11, 400 Ísafirði. Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, kt. 030466-4039.Hafraholti 38, 400 Ísafirði. Guðrún Sv. Guðmundsdóttir, kt. 300875-4329.Hafnarstræti 6, 400 Ísafirði. Jóna Símonía Bjarnadóttir, kt. 210465-3169.Neðstakaupstað, 400 Ísafirði. Pernilla Rein, kt. 090564-7579.Dalbraut 1b, 410 Hnífsdal.             Núverandi bæjarráð vísar ráðningu forstöðumanns Bæjar- og héraðsbókasafns, Héraðsskjalasafns og Ljósmyndasafns Ísafjarðar til nýs bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, sem væntanlega kemur saman þann 21. júní n.k.            Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, vék af fundi undir þessum lið dagskrár. 3.         Samningur við SKG veitingar ehf. - Framleiðsla á mat fyrir stofnanir            Ísafjarðarbæjar.            Lagður fram samningur á milli Ísafjarðarbæjar og SKG veitinga ehf., um framleiðslu á mat fyrir stofnanir Ísafjarðarbæjar. Samningurinn var undirritaður þann  4. júní sl. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, undirritaði samninginn f.h. Ísafjarðarbæjar með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.


 4.         Bréf bæjartæknifræðings. - Opnun tilboða í verkið ,,Gleiðarhjalli,            aurvarnargarðar?. 2008-11-0026.            Lagt fram bréf frá Jóhanni B. Helgasyni, bæjartæknifræðingi, dagsett 3. júní sl., þar sem gerð er grein fyrir opnun tilboða í verkið ,,Gleiðarhjalli, aurvarnargarðar?. Alls bárust fjögur tilboð frá eftirtöldum aðilum.                        KNH ehf.,                               kr. 20.595.890.-                        Vinnuvélar Einars ehf.,           kr. 31.451.500.-                        Tígur ehf.,                               kr. 23.255.635.-                        Þotan ehf.,                               kr. 59.188.150.-                                    Kostnaðaráætlun         kr. 14.956.000.-            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að gengið verði til samninga við KNH ehf., Ísafirði, á grundvelli tilboðs fyrirtækisins. 5.         Minnisblað til bæjarráðs. - Óafgreiddar styrkumsóknir til menningarmála.            2010-01-0036.            Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 2. júní sl., er varðar óafgreiddar styrkumsóknir til menningarmála á árinu 2010.            Umsóknir eru frá eftirtöldum aðilum og voru afgreiddar sem hér segir.                        Dýrafjarðardagar á Þingeyri,                           kr. 100.000.-                        Hermann Níelsson, Ísafirði,                            kr. 100.000.-                                                   Gospelkór Vestfjarða, Ísafirði,                       kr.  75.000.-            Bæjarráð leggur til að framvegis verði aðeins úthlutað einu sinni á ári, þannig að umsóknafrestur verði til 1. mars, að undangenginni auglýsingu.            Sigurður Pétursson, bæjarfulltrúi, vék af fundi undir þessum lið dagskrár. 6.         Minnisblað til bæjarráðs. - Störf við tímabundin átaksverkefni.            Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 2. júní sl., er varðar átaksverkefni á vegum ráðuneyta og undirstofnana þeirra, um tímabundin átaksverkefni. Erindið var áður á dagskrá bæjarráðs þann 17. maí sl. og var þar óskað eftir kostnaðarútreikningum um þátttöku Ísafjarðarbæjar í verkefninu. Gengið er út frá 6 stöðugildum og er kostnaður sem hér segir.                        Heildarkostnaður með launatengdum gjöldum           kr. 1.346.107.-                        Endurgreiðslur Vinnumálastofnunar                           kr.  747.615.-                                    Hlutur Ísafjarðarbæjar                                     kr.  598.492.-            Lagt fram til kynningar í bæjarráði. 7.         Bréf Vesturbyggðar. - Samningur um sorpeyðingu.            Lagt fram bréf frá Vesturbyggð dagsett 21. maí sl., er varðar samning um sorpeyðingu fyrir Vesturbyggð, en samningurinn rann út í lok árs 2009. Óskað er eftir viðræðum við Ísafjarðarbæ um framlengingu til bráðabirgða, þannig að fyrri afsláttakjör gildi þar til niðurstaða er fengin hjá Vesturbyggð á framtíðarskipan sorpmála í sveitarfélaginu.            Bæjarráð óskar umsagnar bæjartæknifræðings á erindinu. 8.         Erindi frá bæjarstjórn. - Deiliskipulag á Dagverðardal, Skutulsfirði.            2008-06-0063.            Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 4. júní sl., þar sem fram kemur að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar vísaði 13. lið 332. fundargerðar umhverfisnefndar til bæjarráðs. Um er að ræða beiðni um auglýsingu á deiliskipulagi Dagverðardals í Skutulsfirði.            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið fari í auglýsingu. 9.         Bréf Þóru G. Karlsdóttur. - Frárennslismál við Hnífsdalsveg 13, Ísafirði.            Lagt fram bréf Þóru G. Karlsdóttur, Hnífsdalsvegi 13, Ísafirði, dagsett 24. maí sl., er varðar frárennslismál að Hnífsdalsvegi 13, Ísafirði.            Jafnframt er lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 4. júní sl., þar sem gerð er grein fyrir málinu að hálfu Ísafjarðarbæjar.            Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindi Þóru G. Karlsdóttur.    Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs, Birna Lárusdóttir og Sigurður Pétursson, bæjarfulltrúar, þökkuðu fyrir samstarfið í bæjarráði á líðandi kjörtímabili. Jafnframt færðu þau bæjarstjóra og bæjarritara þakkir fyrir gott samstarf. Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 14:15.


 Þorleifur Pálsson, bæjarritari Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs


Birna Lárusdóttir


Sigurður Pétursson
 Halldór Halldórsson, bæjarstjóriEr hægt að bæta efnið á síðunni?