Bæjarráð - 659. fundur - 31. maí 2010


Þetta var gert:

1.         Fundargerðir nefnda.            Barnaverndarnefnd 27/5. 111. fundur.            Fundargerðin er í fjórum liðum.            Fundargerðin lögð fram til kynningar.             Umhverfisnefnd 26/5. 332. fundur.            Fundargerðin er í fimmtán liðum.            Fundargerðin lögð fram til kynningar. 2.         Minnisblað bæjarritara. - Húseignin Fjarðargata 35a, Þingeyri.            Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 28. maí sl., þar sem fram kemur að Ísafjarðarbær eignaðist húseignina Fjarðargötu 35a, Þingeyri, samkvæmt uppboðsafsali dagsettu 4. september 2009. Húsið er hluti af parhúsi. Óskað er eftir afstöðu bæjarráðs til þess hvor auglýsa ætti húsið til sölu, þar sem ekki er séð að Ísafjarðarbær þurfi á eigninni að halda.            Bæjarráð felur bæjarstjóra að auglýsa eignina til sölu. 3.         Bréf Sparisjóðs Bolungarvíkur. - Fundur stofnfjáreigenda, fundarboð.            Lagt fram bréf frá Sparisjóði Bolungarvíkur dagsett 26. maí sl., fundarboð til stofnfjáreigenda vegna fundar er haldinn verður þann 10. júní n.k. í Ráðhússal Bolungarvíkur og hefst klukkan 17:00. Fundurinn er boðaður með dagskrá.            Bæjarráð felur Svanlaugu Guðnadóttur, formanni bæjarráðs, að mæta á fundinn f.h. Ísafjarðarbæjar. 4.         Bréf mennta- og menningarmálaráðuneytis. - Eftirfylgni vegna úttekta            á sjálfsmatsaðferðum í grunnskólum. 2010-05-0057.                  Lagt fram bréf frá mennta og menningarmálaráðuneyti dagsett 14. maí sl., er fjallar um eftirfylgni vegna úttekta á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla á tímabilinu 2008 og 2009 o.fl.            Bæjarráð vísar erindinu til Skóla- og fjölskylduskrifstofu og fræðslunefndar. Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 8:06. Þorleifur Pálsson, bæjarritari


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs


Birna Lárusdóttir


Sigurður Pétursson


Halldór Halldórsson, bæjarstjóriEr hægt að bæta efnið á síðunni?