Bæjarráð - 658. fundur - 25. maí 2010


Þetta var gert:

1.         Fundargerðir nefnda.            Félagsmálanefnd 19/5. 341. fundur.            Fundargerðin er í sjö liðum.            Fundargerðin lögð fram til kynningar.             Hafnarstjórn 17/5. 114. fundur.            Fundargerðin er í níu liðum.            Fundargerðin lögð fram til kynningar. 2.         Bréf Kvenfélagsins Óskar. - Húsnæðismál.            Lagt fram bréf frá Kvenfélaginu Ósk, Ísafirði, dagsett 14. maí sl., er varðar húsnæðismál félagsins og skoðun á húsnæði í Skólagötu 10, Ísafirði.            Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til viðræðna við fulltrúa Kvenfélagsins Óskar, um afnot af húsinu að Skólagötu 10, Ísafirði. 3.         Bréf Skipanausts ehf. - Kaup á dráttarbraut.            Lagt fram bréf frá Skipanausti ehf., Ísafirði, dagsett þann 14. maí sl., þar sem óskað er eftir viðræðum við Ísafjarðarbæ, um hugsanleg kaup Skipanausts á dráttarbrautinni á Suðurtanga, Ísafirði.            Bæjarráð samþykkir að dráttarbrautin á Suðurtanga verði auglýst til sölu. Frestur til að skila tilboðum verði til 20. júní 2010. 4.         Minnisblað bæjarlögmanns. - Samningur um vatnskaup o.fl.            Lagt fram minnisblað frá Andra Árnasyni hrl., bæjarlögmanni Ísafjarðarbæjar, dagsett 11. maí sl., er varðar samning um vatnskaup á milli Ísafjarðarbæjar og Brúarfoss ehf. frá 7. mars 2008 og gildistíma samningsins.            Bæjarráð þakkar minnisblað Andra Árnasonar hrl., bæjarlögmanns, sem staðfestir að samningurinn við Brúarfoss ehf., féll úr gildi þann 30. apríl sl. án uppsagnar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að tilkynna Brúarfossi ehf., um þessa niðurstöðu.   5.         Bréf Byggðasafns Vestfjarða. - Svæði fyrir húsbíla og tjaldvagna í            Neðstakaupstað.                  Lagt fram bréf frá Byggðasafni Vestfjarða dagsett 19. maí sl., er varðar fyrirspurn Ísafjarðarbæjar til stjórnar Byggðasafnsins, um staðsetningu svæðis undir húsbíla og tjaldvagna í Neðstakaupstað á Ísafirði. Fram kemur að Byggðasafn Vestfjarða setur sig ekki upp á móti þessari þjónustu, en leggur þó áherslu á ákveðin atriði, sem fram koma í bréfinu.            Bæjarráð vísar svari Byggðasafns Vestfjarða til umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar og atvinnumálanefndar Ísafjarðarbæjar til frekari vinnslu. 6.         Bréf Byggðasafns Vestfjarða. - Útleiga Krambúðarinnar í Neðstakaupstað.            2010-04-0084.            Lagt fram bréf frá Byggðasafni Vestfjarða dagsett 17. maí sl., varðandi fyrirspurn Ísafjarðarbæjar um útleigu Krambúðarinnar í Neðstakaupstað á Ísafirði, sem íbúðarhúsnæði. Núverandi leigutaki Jóhann Hinriksson hefur sagt upp húsaleigusamningi frá og með 1. september n.k. Stjórn Byggðasafnsins sér ekkert því til fyristöðu að Krambúðin verði áfram leigð út, en mælir með tímabundnum leigusamningi.            Bæjarráð þakkar svar stjórnar Byggðasafns Vestfjarða.            Bæjarráð felur bæjarstjóra að annast útleigu húsnæðisins.               7.         Bréf nefndasviðs Alþingis. - Frumvarp til laga um orlof húsmæðra.            Lagt fram bréf frá nefndasviði Alþingis dagsett 19. maí sl., þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um orlof húsmæðra, 77. mál. Umsagnarfrestur er til    7. júní n.k.            Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar.           8.         Bréf nefndasviðs Alþingis. - Frumvarp til barnaverndarlaga, 557. mál.            Lagt fram bréf frá nefndasviði Alþingis dagsett 14. maí sl., þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til barnaverndarlaga 557. mál. Umsagnarfrestur er til 4. júní n.k.            Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum.           9.         Fundargerð stjórnar Byggðasafns Vestfjarða.            Lögð fram fundargerð stjórnar Byggðasafns Vestfjarða frá 24. fundi er haldinn var þann 10. maí sl. í Hagalínsstofu í Safnahúsinu á Eyrartúni, Ísafirði.            Lagt fram til kynningar. 10.       Fundur stjórnar Framkvæmdasjóðs Skrúðs í Dýrafirði o.fl.            Lagðir fram minnispunktar Þóris Arnar Guðmundssonar frá fundi stjórnar Framkvæmdasjóðs Skrúðs í Dýrafirði er haldinn var þann 15. maí sl. Jafnframt er lagt fram óundirritað samkomulag Framkvæmdasjóðs Skrúðs og Ísafjarðarbæjar er varðar umsjón Skrúðs sumarið 2010, sem og samnings við Huldu B. Albertsdóttur í Bolungarvík um vinnu í Skrúði á komandi sumri. Einnig er fram lagður ársreikningur Framkvæmdasjóðs Skrúðs fyrir árið 2009.            Lagt fram til kynningar í bæjarráði og sent umhverfisnefnd til kynningar. 11.       Samb. ísl. sveitarf. - Umbætur á vsk-umhverfi sveitarfélaga.            Lagt fram tölvubréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 17. maí sl., er varðar umbætur á vsk-umhverfi sveitarfélaga. Bréfinu fylgir greinargerð til stjórnar Samb. ísl. sveitarf. og endurskoðunarnefndar um tekjustofna sveitarfélaga frá því í apríl 2010.            Bæjarráð tekur undir tillögurnar. Sent fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar til kynningar.  Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 14:14. Þorleifur Pálsson, bæjarritari


Sv
anlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs


Birna Lárusdóttir


Sigurður Pétursson


Halldór Halldórsson, bæjarstjóriEr hægt að bæta efnið á síðunni?