Bæjarráð - 657. fundur - 17. maí 2010


Þetta var gert:

1.         Fundargerðir nefnda.            Atvinnumálanefnd 7/5.  99. fundur.            Fundargerðin er í þremur liðum.            Fundargerðin lögð fram til kynningar.             Byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis            Grunnskólans á Ísafirði 12/5.  29. fundur.            Fundargerðin er í sex liðum.            Þar sem hér er um lokafundargerð nefndarinnar að ræða, þakkar            bæjarráð nefndarmönnum og öðrum þeim er að hafa komið, fyrir            vel unnin störf.            Fundargerðin lögð fram til kynningar.             Íþrótta- og tómstundanefnd 12/5.  114. fundur.            Fundargerðin er í sjö liðum.            Fundargerðin lögð fram til kynningar.             Umhverfisnefnd 12/5.  331. fundur.            Fundargerðin er í sjö liðum.            Fundargerðin lögð fram til kynningar. 2.         Svar Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, um launamál, við fyrirspurn            Sigurðar Péturssonar, bæjarfulltrúa, frá 656. fundi bæjarráðs.            Lagt fram svar Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, við fyrirspurn Sigurðar Péturssonar, bæjarfulltrúa, um launamál, frá 656. fundi bæjarráðs.            Sigurður Pétursson, bæjarfulltrúi, þakkar bæjarstjóra fyrir skjót svör.  3.         Bréf Rnes ehf. - Söluskáli, þjónustuhús í Reykjanesi við Djúp.  2009-12-0026.            Lagt fram bréf frá Rnes ehf. í Reykjanesi við Djúp, dagsett 6. maí sl., er varðar umsókn um leyfi til að setja upp söluskála, klósettaðstöðu og breytta staðsetningu á bensínafgreiðslu í Reykjanesi.            Bæjarráð vísar bréfi Rnes ehf. til umhverfisnefndar með ósk um að málinu verði hraðað sem kostur er. 4.         Bréf Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. - Styrkbeiðni.            2010-05-0022.            Lagt fram bréf frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, dagsett 7. maí sl., þar sem stofnunin óskar eftir styrk vegna útgáfu úrvals 100 örnefna vítt og breitt um landið.            Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.

5.         Minnisblað bæjarritara. - Suðurtangi 4-6, Ísafirði, lóðamál.            Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 11. maí sl., er varðar vísan bæjarstjórnar til bæjarráðs, á erindi umhverfisnefndar frá 330. fundi.  Um er að ræða beiðni um aukafjárveitingu upp á kr. 1 milljón til deiliskipulagsvinnu vegna lóðaumsókna að Suðurtanga 4-6, Ísafirði.            Bæjarráð vísar erindinu til endurskoðunar á fjárhagsáætlun ársins 2010. 6.         Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð stjórnar, 774, fundur.            Lögð fram fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá 774. fundi er haldinn var þann 7. maí sl., að Borgartúni 30, Reykjavík.            Lagt fram til kynningar.             7.         Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hf. - Ársreikningur 2009.            Lagður fram ársreikningur Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða hf. fyrir rekstrarárið 2009.  Reikningnum fylgir áritun óháðs endurskoðanda Endurskoðunar Vestfjarða ehf.            Lagt fram til kynningar.           8.         Bréf Fiskistofu. - Umsögn um starfsleyfi vegna fiskeldis. 2010-05-0026.            Lagt fram bréf frá Fiskistofu dagsett 7. maí sl., er varðar umsókn Fiskeldisstöðvarinnar GJK, um rekstrarleyfi til fiskeldis þar sem leyfilegt framleiðslumagn er 199 tonn af þorski.  Birna Lárusdóttir vék af fundi undir þessum lið dagskrár.            Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar í hafnarstjórn og umhverfisnefnd  Ísafjarðarbæjar.                         9.         Bréf bæjarstjóra. - Atvinnumál.            Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 14. maí sl., þar sem fjallað er um auglýsingu félags- og tryggingamálaráðuneytis og Vinnumálastofnunar, um störf við tímabundin átaksverkefni á vegum ráðuneyta og undirstofnana þeirra.            Bæjarráð samþykkir heimild fyrir 6 stöðugildum og óskar eftir að kostnaðaráætlun verð lögð fyrir bæjarráð þegar hún liggur fyrir. Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 14:40. Þorleifur Pálsson, bæjarritari


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs


Birna Lárusdóttir


Sigurður Pétursson


Halldór Halldórsson, bæjarstjóriEr hægt að bæta efnið á síðunni?