Bæjarráð - 655. fundur - 3. maí 2010


Þetta var gert:


1. Ársreikningur Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2009, til fyrri umræðu.  2010-04-0032. Lagður fram ársreikningur Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2009.  Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir ársreikningnum og helstu niðurstöðu-tölum hans.


 Bæjarráð vísar ársreikningi Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2009, til fyrri umræðu í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þann 6. maí n.k.  


   


2. Fundargerðir nefnda.


 Barnaverndarnefnd 29/4.  110. fundur.


 Fundargerðin er í sex liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar. Umhverfisnefnd 28/4.  330. fundur.


 Fundargerðin er í átján liðum.


 5. liður.  Bæjarráð samþykkir að auglýsa Heimabæ í Hnífsdal til sölu.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.3. Bréf Guðrúnar V. Kristinsdóttur. - Ísafjarðarvegur 6, Hnífsdal. 2010-03-0046.


 Lagt fram bréf Guðrúnar V. Kristinsdóttur, Stakkanesi 14, Ísafirði, móttekið 28. apríl sl., þar sem hún afsalar sér kauprétti á húseigninni Ísafjarðarvegi 6, Hnífsdal, en samþykkt var á 654. fundi bæjarráðs þann 19. apríl sl. að selja henni eignina.


 Bæjarráð fellst á beiðni Guðrúnar V. Kristinsdóttur.  Jafnframt samþykkir bæjarráð að taka tilboði frá Kristni O. Hjaltasyni, sem var með næsthæsta tilboð í húsið.


   


4. Fjórðungssamband Vestfirðinga. - Afrit af bréfi til Samgöngunefndar Alþingis.  2008-04-0013.


 Lagt fram afrit af bréfi Fjórðungssambands Vestfirðinga til Samgöngunefndar Alþingis dagsett 26. apríl sl., áskorun varðandi þingsályktunartillögu um samgönguáætlun 2010-2012, þingskjal 973, mál 582, 138. löggjafarþing.  Ályktunin varðar framkvæmdir við Vestfjarðaveg 60 og Dýrafjarðargöng.


 Bæjarráð vísar málinu til umræðu á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.5. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Málefni fatlaðra.  2009-10-0001.


 Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 23. apríl sl., er varðar tilflutning á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga, tillögur starfshóps Fjórðungs- sambandsins.  Bréfinu fylgir greinargerð til stjórnar FV frá starfshópi FV um tilflutning á málefnum fatlaðra, dagsett 16. apríl sl.


 Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögur stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga og starfshóps FV um flutning málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.  6. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Menningarsamningur ríkis og sveitarfélaga 2010.  2010-04-0061.


 Lagt fram bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga dagsett 23. apríl sl., er varðar menningarsamning ríkis og sveitarfélaga fyrir árið 2010 og umfjöllun um tillögu að nýjum samningi milli ríkis og sveitarfélaga, á fundi stjórnar FV þann 21. apríl sl.  Bréfinu fylgja eftirfarandi skjöl.


Menningarsamningur menningar- og menntamálaráðuneytis, iðnaðarráðuneytis og sveitarfélaga á Vestfjörðum.


Samningur sveitarfélaga um menningarmál á Vestfjörðum, ásamt minnisblaði með skýringum á breytingum á ákvæðum eldri og nýrri samninga.


Fjárhagsáætlun ársins 2010, tillaga menningaráðs til aðalfundar 2010.


 Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningarnir verði samþykktir af hálfu Ísafjarðarbæjar. 


     


7. Bréf Edinborgarhússins ehf. - Samskipti við mennta- og menningarmálaráðuneytið.  2010-05-0004.


 Lagt fram bréf frá Edinborgarhúsinu ehf., Ísafirði, dagsett 21. apríl sl., er varðar samskipti við mennta- og menningarmálaráðuneytið og viðbrögð ráðuneytisins við bréfi Edinborgarhússins ehf. dagsettu 24. febrúar 2009,  er svarað var þann 16. apríl sl.


 Bæjarstjóri upplýsti að hann hafi fyrir stuttu rætt málefni Edinborgarhússins ehf.,


við Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra.


 Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita lausna í samráði við Edinborgarhúsið, mennta- og menningarmálaráðuneytið og viðkomandi bankastofnanir. 


 


8. Orkubú Vestfjarða ohf. - Boðun aðalfundar. 2010-05-0005.


 Lagt fram fundarboð Orkubús Vestfjarða ohf., Ísafirði, boðun aðalfundar þann    7. maí n.k. á Ísafirði. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Orkubúsins og hefst hann kl. 14:00.  Dagskrá fylgir fundarboðinu.


 Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa til að mæta á aðalfundinn. 9. Bréf fulltrúaráðs Háskólaseturs Vestfjarða ses. - Aðalfundur fulltrúaráðs.   2009-05-0028.


 Lagt fram bréf frá fulltrúaráði Háskólaseturs Vestfjarða ses. dagsett 28. apríl sl., þar sem boðað er til aðalfundar fulltrúaráðsins þann 12. maí n.k. kl. 13:00 og fer fundurinn fram í Háskólasetri Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.  Fundurinn er boðaður með dagskrá.


 Fulltrúi Ísafjarðarbæjar í fulltrúaráði er Svanlaug Guðnadóttir, bæjarfulltrúi. Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa til að mæta á aðalfundinn. 


 


10. Bréf félags- og tryggingamálanefndar Alþingis. - Umsögn um frumvarp til húsaleigulaga.  2010-05-0006.


 Lagt fram bréf frá nefndasviði Alþingis dagsett 23. apríl sl., þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til húsaleigulaga 559. mál.  Umsögn berist fyrir 6. maí n.k.


 Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá umsögn Ísafjarðarbæjar.   11. Bréf Tjöruhússins ehf. - Beiðni um leigu á Tjöruhúsi í Neðstakaupstað.  2009-04-0001


 Lagt fram bréf frá Ragnheiði Halldórsdóttur f.h. Tjöruhússins ehf., Ísafirði, þar sem óskað er eftir leigu á Tjöruhúsi í Neðstakaupstað á komandi sumri á tímabilinu        1. maí til og með 30. september 2010.


 Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera drög að leigusamningi, er lagður verði fyrir bæjarráð.12. Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. - Fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða.  2009-02-0033.


 Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dagsett 16. apríl sl., ásamt fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá fundi er haldinn var þann 16. apríl sl.


 Lagt fram til kynningar.13. Bréf frá Þjóðskrá. - Sveitarstjórnarkosningar 29. maí 2010.  2009-12-0027.


 Lagt fram bréf frá Þjóðskrá dagsett þann 19. apríl sl., þar sem fram kemur með tilvísun til 5. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998, að á kjörskrá skal taka þá einstaklinga, sem uppfylla skilyrði 2.gr. og skráðir voru með lögheimili í sveitarfélaginu samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár þremur vikum fyrir kjördag.  Þetta merkir að kjörskrárstofnar Þjóðskrár samkvæmt 4. gr. laganna verða miðaðir við skráð lögheimili manna í ákveðnu sveitarfélagi samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár 8. maí 2010.


 Lagt fram til kynningar.14. Ársskýrsla Starfsendurhæfingar Vestfjarða starfsárið 2009.  2010-04-0019.


 Lögð fram ársskýrsla Starfsendurhæfingar Vestfjarða fyrir starfsárið 2009, sem lögð var fram á fundi SV þann 26. apríl sl.


 Lögð fram til kynningar í bæjarráði.  Vísað til Skóla- og fjölskylduskrifstofu til kynningar.

15. Ársreikningur Hvetjanda hf., fyrir árið 2009.  2010-04-0015.


 Lagður fram ársreikningur Hvetjanda hf., eignarhaldsfélags, Árnagötu 2-4, Ísafirði, fyrir árið 2009.


 Lagt fram til kynningar.16. Umræður um byggðakvóta til Ísafjarðarbæjar 2009/2010.  2009-10-0035.


 Umræður í bæjarráði um úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2009/2010.  Bæjarráð bendir á að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti þann 18. febrúar sl., að úthlutun byggðakvóta til Ísafjarðarbæjar fiskveiðiárið 2009/2010 fari eftir gildandi lögum og reglugerðum þar að lútandi.


 Birna Lárusdóttir vék af fundi undir þessum lið dagskrár.17. Greinargerð Skóla- og fjölskylduskrifstofu og umhverfissviðs. - Mötuneyti fyrir stofnanir Ísafjarðarbæjar. 2005-07-0028.


 Lagt fram bréf frá Margréti Geirsdóttur, forstöðumanni Skóla- og fjölskyldu- skrifstofu, Jóhanni B. Helgasyni, bæjartæknifræðingi og Kristínu Ósk Jónasdóttur, grunnskólafulltrúar, greinargerð er varðar opnun tilboða í verkið ,,Framleiðsla á mat fyrir stofnanir Ísafjarðarbæjar?.  Eitt tilboð barst frá SKG veitingum ehf., Ísafirði. 


 Óskað er eftir að farið verði með tölulegar upplýsingar í greinargerðinni sem trúnaðarmál.


 Bæjarráð óskar eftir að Margrét Geirsdóttir, Kristín Ósk Jónasdóttir og Jóhann B. Helgason mæti á næsta fund bæjarráðs. 


 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 15:30.


Þorleifur Pálsson, bæjarritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.      


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.Er hægt að bæta efnið á síðunni?