Bæjarráð - 653. fundur - 13. apríl 2010


Þetta var gert:


1. Lögð fram drög að ársreikningi bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2009.
  Ársreikningurinn er settur upp af Jóni H. Oddssyni, fjármálastjóra og Guðmundi E. Kjartanssyni,  endurskoðanda Ísafjarðarbæjar.  Jón H. Oddsson,  og Guðmundur E. Kjartansson eru mættir til fundar við bæjarráð.


 Bæjarráð vísar frumvarpi að ársreikningi bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2009 til fyrri umræðu í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þann 15. apríl n.k.



2. Fundargerðir nefnda.


 Fræðslunefnd 30/3. 293. fundur.


 Fundargerðin er í sex liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.



 Umhverfisnefnd 7/4.  329. fundur.


 Fundargerðin er í fimmtán liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.



3. Bréf Jóhanns Hinrikssonar, forstöðumanns Bæjar- og héraðsbókasafns Ísafjarðarbæjar.  2010-04-0024.


 Lagt fram bréf frá Jóhanni Hinrikssyni, forstöðumanni Bæjar- og héraðsbókasafns Ísafjarðarbæjar, dagsett 29. mars sl., þar sem hann segir starfi sínu lausu frá og með        1. júlí n.k.  Jafnframt segir Jóhann upp leigusamningi sínum vegna Krambúðar í Neðsta- kaupstað frá og með 1. september n.k.


 Bæjarráð þakkar Jóhanni Hinrikssyni fyrir vel unnin störf í þágu Ísafjarðarbæjar og óskar honum alls velfarnaðar í framtíðinni.  Bæjarráð felur bæjarritara að auglýsa starf forstöðumanns Bæjar- og héraðsbókasafns laust til umsóknar.


 Bæjarráð óskar eftir umsögn Byggðasafns Vestfjarða, um áframhaldandi útleigu Krambúðarinnar í Neðstakaupstað.


   


4. Bréf Félags íslenskra atvinnuflugmanna. - Reykjavíkurflugvöllur áfram í Vatnsmýrinni.  2008-03-0018.


 Lagt fram bréf frá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna dagsett 25. mars sl., er varðar ályktun sem samþykkt var á aðalfundi félagsins í febrúar sl., en þar segir m.a. ,,Félag íslenskra atvinnuflugmanna hvetur sveitarfélög og bæjarfélög til að vinna að því að núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar verði til frambúðar í samræmi við fyrri ályktanir FÍA.  Samgönguyfirvöld eru hvött til að hefja nú þegar byggingu nýrrar samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýrinni til að bæta aðbúnað við farþega svo íbúar landsins megi búa við sem bestar flugsamgöngur til og frá höfuðborginni.?  Bréfinu fylgja jafnframt afrit bréfa er FÍA hefur sent frá sér út af málinu.


 Bæjarráð vísar umræðum um málið til fundar bæjarstjórnar 15. apríl n.k.


5. Bréf Ólafs Hallgrímssonar. - Lausn frá setu í barnaverndarnefnd.


 2010-03-0078.


 Lagt fram bréf frá Ólafi Hallgrímssyni dagsett 31. mars sl., þar sem hann óskar eftir lausn frá setu í barnaberndarnefnd.


 Bæjarráð þakkar Ólafi Hallgrímssyni fyrir störf hans í barnaverndarnefnd.



6. Bréf Gospelkórs Vestfjarða. - Styrkbeiðni.  2010-01-0036.


 Lagt fram bréf Gospelkór Vestfjarða dagsett 26. mars sl., þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ til starfsemi kórsins.  Lítillega er gerð grein fyrir starfi kórsins í bréfinu.


 Bæjarráð frestar ákvarðanatöku þar til síðar.


     


7. Bréf Hermanns Níekssonar. - Styrkbeiðni.  2010-01-0036.


 Lagður fram bréf frá Hermanni Níelssyni, Ísafirði, dagsett 25. mars sl., þar sem hann óskar eftir styrk frá Ísafjarðarbæ vegna gerðar kvikmyndar um ungmenna- og æskulýðsstarf á Ísafirði.  Styrkbeiðnin er upp á kr. 200.000.-.


 Bæjarráð frestar ákvarðanatöku þar til síðar.


 


8. Fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði.


 Lögð fram fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði frá 117. fundi er haldinn var þann 22. mars 2010.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.



9. Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð 773. stjórnarfundar.


 Lögð fram fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá 773. fundi er haldinn var þann 26. mars sl., að Borgartúni 30 í Reykjavík.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.



10. Bréf Lindarfoss ehf. - Vatnskaupasamningur Brúarfoss ehf.  2007-08-0062.


 Lagt fram bréf frá Lindarfossi ehf., dagsett 6. apríl sl., þar sem fram kemur að gerð hefur verið nafnabreyting á félaginu Brúarfossi ehf. yfir í Lindarfoss ehf., eftir undirritun um vatnskaupasamning Brúarfoss og Ísafjarðarbæjar og var tilgangurinn sá einn, að aðskilja félagið sem hefur vatnsréttindi og það sem sér um markaðsmál, en sá er tilgangur Brúarfoss ehf. í dag.  Í bréfinu er óskað eftir framlengingu á vatnskaupasamningi er gerður var við Brúarfoss ehf. 7. mars 2008, til tólf mánaða eða til 30. apríl 2011.


 Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska umsagnar Andra Árnasonar, hrl., bæjarlögmanns um erindið.



11. Bréf bæjarstjóra. - Gramsverslun á Þingeyri. (Gamla kaupfélagið.)  2006-07-0008.


 Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 12. apríl sl., er varðar ,,Gramsverslun á Þingeyri? eða Gamla kaupfélagið.  Í bréfinu gerir bæjarstjóri grein fyrir kauptilboðum er borist hafa í húsið, sem og hugmyndum manna um framtíð þess, notagildi og staðsetningar.


 Bæjarstjóra falið að kalla eftir upplýsingum um stöðu deiliskipulagsvinnu á Þingeyri og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.


 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 15:05.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.      


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?