Bæjarráð - 652. fundur - 29. mars 2010


Þetta var gert:


1. Félagslegar leiguíbúðir Ísafjarðarbæjar. - Formaður félagsmálanefndar og forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu mæta á fund bæjarráðs. Á fund bæjarráðs er mættur formaður félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar Gísli H. Halldórsson og forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Margrét Geirsdóttir.  Rætt var um félagslegar leiguíbúðir Ísafjarðarbæjar, sem skráðar eru í eigu Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf., félag sem Ísafjarðarbær á að öllu leiti.  Fjallað var um fyrirkomulag leigu til þeirra íbúa Ísafjarðarbæjar, er þurfa félagslegan stuðning við leigu húsnæðis.


 Ákveðið var að fundur yrði haldinn um þessi mál með fulltrúa Skóla- og fjölskylduskrifstofu, formanni félagsmálanefndar, bæjarstjóra og fulltrúum Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf.   2. Fundargerðir nefnda.


 Íþrótta- og tómstundanefnd 24/3.  113. fundur.


 Fundargerðin er í fjórum liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.3. Erindi Hvíldarkletts ehf., vegna byggðakvóta.  Áður lagt fram í bæjarráði þann 22. mars sl.  2009-10-0035.


 Lagt fram til upplýsinga yfirlit um þá stöðu, er sjóstangaveiðibátar eru nú í hvað varðar rétt til umsókna í byggðakvóta.  Sjóstangaveiðibátar höfðu haft atvinnuveiðileyfi þar til að reglum hefur nú verið breytt í að þeir hafi frístundaveiðileyfi. Við þær breytingar hafa þeir ekki lengur rétt til að sækja um hlutdeild í byggðakvóta.


 Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindi Hvíldarkletts ehf., með tilvísun til umræðna í bæjarráði.  Jafnframt er bæjarstjóra falið að fara þess á leit við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið að reglur sem í gildi voru vegna kvótaársins 2008/2009 verði lagðar til grundvallar við úthlutun til sjóstangveiðibáta á byggðakvóta þess fiskveiðiárs.  


   


4. Minnisblað bæjarritara. - Tilnefning í starfsnefnd um fjallskilamál. 2009-07-0019.


 Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar þann 22. mars sl., var lagt fram bréf frá Búnaðarsambandi Vestfjarða dagsett 15. mars sl., sent á sveitarstjórnir á starfssvæði Búnaðarsambandsins, þar sem fram kemur ósk um tilnefningu í starfsnefnd um fjallskilamál.  Þess var óskað að sveitarfélögin þrjú í Ísafjarðarsýslu kæmu sér saman um einn fulltrúa.  Bæjarráð fól bæjarstjóra að ræða við nágrannasveitarfélögin um tilnefningu.


 Eftir samráð við bæjarstjóra Bolungarvíkurkaupstaðar og sveitarstjóra Súðavíkurhrepps var samþykkt að gera tillögu um að Guðmundur Steinar Björgmundsson, Kirkjubóli í Valþjófsdal, Önundarfirði, yrði fulltrúi sveitarfélaganna þriggja í Ísafjarðarsýslu í starfsnefnd um fjallskilamál. Tillagan hefur nú þegar verið samþykkt í bæjarstjórn Bolungarvíkurkaupstaðar og sveitarstjórn Súðavíkurhrepps og er hér með óskað eftir staðfestingu bæjarráðs Ísafjarðarbæjar á tilnefningunni.


 Bæjarráð samþykkir tilnefningu Guðmundar Steinars Björgmundssonar í starfsnefnd um fjallskilamál.


 Málið sent umhverfisnefnd til kynningar.5. Lántaka Ísafjarðarbæjar hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.  2010-03-0073.


 Lagt fram erindi er varðar lántöku Ísafjarðarbæjar hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., að upphæð kr. 100.000.000.-.


 Bæjarráð Ísafjarðarbæjar mælir með að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykki að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 100.000.000.- til 14 ára, í samræmi við lánstilboð sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að endurfjármagna langtímalán Ísafjarðarbæjar við Lánasjóð sveitarfélaga á árinu 2010. Lántaki skuldbindur sig til að ráðstafa láninu til framangreinds verkefnis, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.


 Jafnframt verði Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, kt. 250764-4059, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Ísafjarðarbæjar, að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.6. Erindi sýslumannsins á Ísafirði. - Umsögn um breyttan opnunartíma veitingastaða.  2010-03-0009.


 Lagt fram bréf frá Hörpu Oddbjörnsdóttur hjá sýslumanninum á Ísafirði dagsett 25. mars sl., þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á umsókn Gróu Böðvarsdóttur f.h. Veitingahússins Krúsarinnar á Ísafirði, um lengingu opnunartíma 3. og 4. apríl n.k.


 Bæjarráð gerir ekki athugasemd við breytingu á opnunartíma þann 3. og 4. apríl n.k.


     


7. Byggðasafn Vestfjarða. - Ársreikningur 2008.   2008-10-0056.


 Lagður fram ársreikningur Byggðasafns Vestfjarða fyrir rekstrarárið 2008.  Ársreikningurinn er staðfestur af Guðmundi E. Kjartanssyni, endurskoðanda og undirritaður af stjórn og safnverði Byggðasafnsins.


 Lagt fram til kynningar.


 


8. Erindi frá nefndasviði Alþingis. - Umsögn til laga um sveitarstjórnarlög, skil á fjármálaupplýsingum, 452. mál.  2010-03-0074.


 Lagt fram erindi frá nefndarsviði Alþingis, þar sem samgöngunefnd Alþingis óskar umsagnar sveitarfélaga á frumvarpi til laga um sveitarstjórnarlög, skil á fjármála- upplýsingum, 452. mál.  Þess er óskað að umsögn berist fyrir 12. apríl n.k. á netfang nefndarsviðs Alþingis og jafnframt í undirrituðu frumriti til skjalaskráningar.


 Bæjarráð tekur undir þær breytingar er fram koma í frumvarpinu.

9. Önnur mál.


 Sirurður Pétursson, bæjarráðsmaður, lét bóka. 


,,Undirritaður mótmælir þeirri ákvörðun Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, að gera Ísafjarðarbæ að fundarboðanda á áróðursfundi um sjávarútvegsmál, sem haldinn var á Ísafirði 24. mars sl., að undirlagi útgerðarmanna í LÍÚ.  Ákvörðun var ekki borin upp í bæjarráði eða bæjarstjórn og er það alfarið á ábyrgð bæjarstjóra.?


 Birna Lárusdóttir, bæjarráðsmaður lagði fram svohljóðandi bókun meirihluta bæjarráðs. 


,,Undirritaðir bæjarráðsfultrúar lýsa yfir fullum stuðningi við þá ákvörðun bæjarstjóra, að leggja nafn Ísafjarðarbæjar við umræddan fund.  Fundurinn var liður í eðlilegri upplýsingagjöf um brýn mál sem varða hagsmuni Ísafjarðarbæjar, enda hefur sveitarfélagið áður staðið með öðrum að álíka fundum um sjávarútvegsmál.?


Undirritað af Birnu Lárusdóttur og Svanlaugu Guðnadóttur.


 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 14:45.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.      


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.Er hægt að bæta efnið á síðunni?