Bæjarráð - 651. fundur - 22. mars 2010


Þetta var gert:


1. Fundargerðir nefnda. Félagsmálanefnd 16/3.  339. fundur.


 Fundargerðin er í fjórum liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.2. Bréf Hvíldarkletts ehf. - Úthlutunarreglur byggðakvóta.  2009-10-0035.


 Lagt fram bréf frá Hvíldarkletti ehf., Flateyri, dagsett 16. mars sl., varðandi úthlutunarreglur byggðakvóta 2009/2010.  Í bréfinu kemur fram að sjóstangaveiðibátar Hvíldarkletts ehf. á Suðureyri og Flateyri, eru nú skráðir með frístundaveiðileyfi í stað atvinnuveiðileyfis áður.  Þetta veldur því að þessir bátar eiga ekki lengur kost á að sækja um byggðakvóta á þessum stöðum.  Í bréfinu er óskað eftir að Ísafjarðarbær hlutist til um, að a. lið 1. greinar reglugerðar nr. 82/2010, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fislveiðiárinu 2009/2010, sem hljóðar svo  ,,Hafa leyfi til veiða í atvinnuskyni, sbr. 4. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, við lok umsóknarfrests?,  komi innskot þannig að greinin hljóði eftirleiðis á þessa vegu.


a.  Hafa leyfi til veiða í atvinnuskyni, sbr. 4. gr. laga nr. 116/2006, og/eða leyfi til frístundaveiða, sbr. 6. gr. sömu laga um stjórn fiskveiða, við lok umsóknarfrests?.


 Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga.


   


3. Bréf Álfsfells ehf., Hnífsdal. - Staðfesting á vinnslu afla og öðrum áhrifum á atvinnulíf.  2009-10-0035.


Lagt fram bréf frá Álfsfelli ehf., Hnífsdal, dagsett þann 15. mars sl. og stílað til þeirra er málið varðar.  Í bréfinu er staðfest að Aldan ÍS-47, hefur veitt þorsk í áframeldi Álfsfells ehf. á undanförnum árum.  Aflinn hefur verið á bilinu 140 til 190 tonn á ári og skilar í eldinu 80-100% þyngdaraukningu.  Í bréfinu er gerð grein fyrir hvar fiskinum er landað og hvar hann fer oftast til vinnslu.  Jafnframt er gerð grein fyrir þeim margfeldis- áhrifum er þetta hefur á atvinnulífið á svæðinu.


Lagt fram til kynningar.4. Bréf grunnskólafulltrúa Ísafjarðarbæjar. - Endurskoðun samninga um skólaakstur í Ísafjarðarbæ.  2009-09-0019.


 Lagt fram bréf frá Kristínu Ósk Jónasdóttur, grunnskólafulltrúa Ísafjarðarbæjar, dagsett 12. mars sl., þar sem rætt er um endurskoðun á samningum um skólaakstur, útboð eða framlengingu samninga, þar sem tekið væri tillit til breytinga, sem orðið hafa m.a. á fjölda nemenda.


 Meirihluti bæjarráðs samþykkir að gildandi samningur um skólaakstur í Dýrafirði verði framlengdur um eitt ár, með þeim fyrirvara, að samkomulag náist um lækkun kostnaðar. 


 Arna Lára Jónsdóttir lét bóka, að hún teldi rétt að farið yrði í útboð á skólaakstri í Dýrafirði.5. Kauptilboð í Ísafjarðarveg 6, Hnífsdal. - Bréf bæjartæknifræðings. 2010-03-0046.


 Lagt fram kauptilboð í húseignina Ísafjarðarveg 6, Hnífsdal, frá Guðrúnu Valborgu Kristinsdóttur, Stakkanesi 14, Ísafirði, dagsett þann 16. mars 2010.


 Jafnframt er lagt fram minnisblað frá Jóhanni Birki Helgasyni, bæjartæknifræðingi, dagsett 18. mars sl., þar sem hann, eftir skoðun á húsinu, gerir grein að nokkru fyrir ástandi þess.


 Bæjarráð samþykkir að húsið verði auglýst til sölu, áður en tekin verði afstaða til tilboðs Guðrúnar V. Kristinsdóttur. 6. Bréf Búnaðarsambands Vestfjarða. - Starfsnefnd um fjallskilamál. 2009-07-0019.


 Lagt fram bréf frá Búnaðarsambandi Vestfjarða dagsett 15. mars sl., sent á sveitarstjórnir á starfssvæði Búnaðarsambandsins, þar sem fram kemur ósk um tilnefningu í starfsnefnd um fjallskilamál.  Þess er óskað að sveitarfélögin þrjú í Ísafjarðarsýslu komi sér saman um einn fulltrúa.  Eins koma fram í bréfinu óskir um fyrirkomulag tilnefninga í Vestur - Barðastrandasýslu og Austur - Barðastrandasýslu.


 Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við nágrannasveitarfélögin um tilnefningu.


     


7. Afrit af bréfi Fjórðungssambands Vestfirðinga til nefndasviðs Alþingis.  2009-08-0011.


 Lagt fram afrit af bréfi Fjórðungssambands Vestfirðinga til nefndasviðs Alþingis dagsett 17. mars sl., þar sem Fjórðungssambandið veitir umsögn til allsherjarnefndar Alþingis, um tillögu til þingsályktunar um sóknaráætlun til eflingar atvinnulífi og samfélagi um land allt.  138. löggjafarþing 332. mál.


 Lagt fram til kynningar. 


 


8. Bréf dómsmála- og mannréttindaráðuneytis til sveitarfélaga. Þjóðaratkvæðagreiðsla mars 2010. - Sveitastjórnarkosningar maí 2010. 2010-03-0057.


 Lagt fram bréf dómsmála- og mannréttindaráðuneytis til sveitarfélaga, dagsett þann 12. mars sl., varðandi greiðslur til sveitarfélaga vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar 6. mars sl. og vegna undirbúnings væntanlegra sveitarstjórnarkosninga þann 29. maí n.k.     Í bréfinu er þess farið á leit að sérhvert sveitarfélag tilnefni tengilið, með nafni, símanúmeri og netfangi, sem hafa má samband við.


Fram kemur að utankjörfundaratkvæðagreiðsla mun hefjast þann 6. apríl n.k.


 Bæjarráð tilnefnir Hildi Halldórsdóttur, formann yfirkjörstjórnar Ísafjarðarbæjar, sem tengilið sinn.

9. Önnur mál.


 Arna Lára Jónsdóttir lagði fram svohljóðandi fyrirspurn í þremur liðum.


1.  Hvenær var sú ákvörðun tekin að styrkja fund útvegsmanna undir yfirskriftinni ,,Sjávarútvegur í óvissu? ?


2.   Hver tók þá ákvörðun að styrkja fundinn ? 


3.   Hver er kostnaður Ísafjarðarbæjar vegna fundarins ?


 Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lét bóka eftirfarandi svar.


Ísafjarðarbær styrkir fundinn ,,Sjávarútvegur í óvissu? ekki fjárhagslega.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 14:10.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.      


Arna Lára Jónsdóttir.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.Er hægt að bæta efnið á síðunni?