Bæjarráð - 648. fundur - 1. mars 2010


Þetta var gert:



1.         Bréf Ferðamálastofu. - Samningur um rekstur upplýsingamiðstöðvar



            á Ísafirði 2010.



            Lagt fram tölvubréf frá Ólafi Aðalsgeirssyni hjá Ferðamálastofu dagsett 25. febrúar sl., ásamt drögum að samningi um skilyrtan styrk til reksturs upplýsinga-miðstöðvar á Ísafirði, er þjónar Vestfjörðum að Dölum og að Hrútafirði.



            Bæjarráð samþykkir samninginn frá Ferðamálastofu og felur bæjarstjóra að undirrita hann. 



 



2.         Fundargerðir nefnda.



            Atvinnumálanefnd 26/2.  97. fundur.



            Fundargerðin er í fjórum liðum.



            Fundargerðin lögð fram til kynningar.



           



            Barnaverndarnefnd 25/2.  109. fundur.



            Fundargerðin er í fimm liðum.



            Fundargerðin lögð fram til kynningar.



 



            Íþrótta- og tómstundanefnd 24/2.  112. fundur.



            Fundargerðin er í átta liðum.



            Fundargerðin lögð fram til kynningar.



 



            Umhverfisnefnd 25/2.  327. fundur.



            Fundargerðin er í þrettán liðum.



            Fundargerðin lögð fram til kynningar.



               



3.         Bréf forstöðumanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu. - Greinargerð til



            bæjarráðs. Breytingar í starfsemi á Hlíf, Ísafirði.



Lögð fram greinargerð frá Margréti Geirsdóttur, forstöðumanni Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar, dagsett 26. febrúar sl., um breytingar á starfsemi á Hlíf, Ísafirði. Í greinargerðinni er fjallað um heimaþjónustu, vinnustofu, dagvist, öryggisþjónustu o.fl.



Lagt fram til kynningar.



 



4.         Bréf forstöðumanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu. - Greinargerð um



            heimaþjónustu í Ísafjarðarbæ.



            Lögð fram greinargerð Margrétar Geirsdóttur, forstöðumanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar, dagsett 26. febrúar sl., um heimaþjónustu í Ísafjarðarbæ, þróun hennar og vöxt á síðustu árum.



            Lagt fram til kynningar.



5.         Erindi frá sýslumanninum á Ísafirði. - Opnunartími skemmtistaða.



            Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Ísafirði er barst með tölvupósti þann 23. febrúar sl., þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á umsókn Samúels Samúelssonar f.h. BÍ/Bolungarvík, um að dansleikur er haldinn verður í Edingorgarhúsinu á Ísafirði þann 3. apríl n.k. megi standa frá klukkan 00:00 til klukkan 04:00.



            Bæjarráð gerir ekki athugasemd við lengingu opnunartíma í þessu tilviki.



 



6.         Bréf Kvenfélagsins Hlífar, Ísafirði. - Þökk fyrir styrkveitingu.  2009-11-0016.



            Lagt fram bréf frá Kvenfélaginu Hlíf, Ísafirði, dagsett 18. febrúar sl., þar sem félagið þakkar fyrir veittan styrk frá Ísafjarðarbæ, vegna þrettándagleði er haldin var þann 6. janúar sl.



            Lagt fram til kynningar.



 



7.         Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. - Fundargerð Heilbrigðisnefndar



            Vestfjarða.



            Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dagsett 19. febrúar sl., ásamt fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 76. fundi er haldinn var föstudaginn 19. febrúar sl.  Á fundinum voru m.a. samþykktar gjaldskrár frá Ísafjarðarbæ vegna sorphirðu og sorpeyðingar, sem og gjaldskrár fyrir hunda- og kattahald í Ísafjarðarbæ.



            Bæjarráð vísar bréfi Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða til Samb. ísl. sveitarf. 



            Fundargerðin lögð fram til kynningar.



 



8.         Bréf Bolungarvíkurkaupstaðar. - Ársreikningur Heilbrigðiseftirlits



            Vestfjarða árið 2009.



            Lagt fram bréf frá Bolungarvíkurkaupstað dagsett 18. febrúar sl., ásamt ársreikningi Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða fyrir starfsárið 2009.



            Lagt fram til kynningar.



 



9.         Flutningur á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.



            Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, gerðu grein fyrir vinnufundi á vegum fjármálaráðuneytis og Samb. ísl. sveitarf., um flutning á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Fundurinn var haldinn þann 24. febrúar sl. í Reykjavík.



 



Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 14:30.



 



Þorleifur Pálsson, ritari.



Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir


Magnús Reynir Guðmundsson.



Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?