Bæjarráð - 647. fundur - 22. febrúar 2010


Þetta var gert:


1. Bréf bæjarstjóra. - Kvenfélagið Ósk, húsnæðismál.  2010-01-0047.



 Til fundar við bæjarráð undir þessum lið dagskrár eru mættir fulltrúar frá kvenfélaginu Ósk á Ísafirði, þær Magdalena Sigurðardóttir og Inga S. Ólafsdóttir, ásamt  Ásgerði Þorleifsdóttur frá Atvinnuþrónuarfélagi Vestfjarða.


 Lagt var fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 18. febrúar sl., er varðar aðstöðu kvenfélagsins Óskar til varðveislu muna og gagna félagsins.  Í bréfi sínu rekur bæjarstjóri gang þessa máls hvað Ísafjarðarbæ hefur varðað.



2. Bréf bæjarstjóra. - Reiðvöllur í Hnífsdal og samskipti við Hestamannafélagið Hendingu.  2007-07-0027.


 Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 19. febrúar sl., er varðar reiðvöll Hestamannafélagsins Hendingar í Hnífsdal og samskipti Ísafjarðarbæjar við félagið hvað varðar bætur fyrir reiðvöllinn, þar sem völlurinn hefur verið tekinn undir efnislosun vegna jarðgangaframkvæmda á milli Hnífsdals og Bolungarvíkur.


 Bæjarstjóri upplýsti að ekkert svar hefur borist frá Hesamannafélaginu Hendingu varðandi beiðni Ísafjarðarbæjar um sameiginlega tilnefningu matsmanna.


   


3. Minnisblað bæjarritara. - Styrkbeiðni Vesturafls, Ísafirði.  2008-12-0025.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 18. febrúar sl., þar sem gerð er grein fyrir umsókn Vesturafls, Ísafirði, um styrk til rekstrar geðræktarmiðstöðvar samkvæmt bréfi dagsettu 27. nóvember 2009.  Erindið hefur verið tekið fyrir í félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar og þar mælt með styrkveitingu.


Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 900.000.- á árinu 2010 og færist kostnaður á bókhaldslið 21-81-9921.  



4. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Fundargerðir stjórnar FV.


 Lagt fram bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga dagsett 16. febrúar sl., ásamt fundargerðum stjórnar FV frá 4. nóvember 2009 og 6. janúar og 2. febrúar 2010.


 Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.


 


5. Fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði.


 Lögð fram 116. fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði frá 1. febrúar sl.  Fundurinn var haldinn á skrifstofu skólameistara á Torfnesi, Ísafirði.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.



 6. Bréf Starfsendurhæfingar Vestfjarða. - Þakkir fyrir styrkveitingu.  2009-10-0042.


 Lagt fram bréf frá Starfsendurhæfingu Vestfjarða dagsett 9. febrúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er þakkaður veittur rekstrarstyrkur að upphæð kr. 100.000.-.


 Lagt fram til kynningar.



7. Rekstrarnefnd Stjórnsýsluhúss. - Rekstrar- og efnahagsreikningur 2009.2008-11-0014.


 Lagður fram rekstrar- og efnahagsreikningur rekstrarnefndar Stjórnsýsluhúss fyrir árið 2009.  Reikningarnir eru undirritaðir af Óla M. Lúðvíkssyni, formanni stjórnar og Halldóri Margeirssyni, gjaldkera stjórnar.


 Lagt fram til kynningar.



8. Bréf bæjartæknifræðings. - Viðhaldsáætlun Eignasjóðs 2010.


 Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 18. febrúar sl., er varðar viðhaldsáætlun Eignasjóðs Ísafjarðarbæjar á árinu 2010.  Í bréfinu gerir bæjartæknifræðingur grein fyrir áætlaðri skiptingu kostnaðar á milli verkefna.


 Bæjarráð þakkar framangreindar upplýsingar frá bæjartæknifræðingi.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 14:30.


   


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.      


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?