Bæjarráð - 646. fundur - 15. febrúar 2010


Þetta var gert:


1. Fundargerðir nefnda. Fræðslunefnd 9/2.  292. fundur.


 Fundargerðin er í átta liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar. Hafnarstjórn 11/2.


 Fundargerðin er í fimm liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Umhverfisnefnd 10/2.  326. fundur.


 Fundargerðin er í ellefu liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.2. Minnisblað bæjarritara. - Byggðakvóti 2009/2010.  2009-10-0035.


 Lagt fram minnisblað frá bæjarritara dagsett 11. febrúar sl., þar sem fjallað er um úthlutun byggðakvóta til Ísafjarðarbæjar í heild fyrir fiskveiðiárið 2009/2010, en bæjarráð óskaði frekari upplýsinga um úthlutunina á síðasta fundi sínum.  Þar var m.a. óskað upplýsinga um hvers vegna ekki var úthlutun á Ísafjarðarbæ sérstaklega og hvers vegna ekki kom byggðakvóti í Hnífsdal.


 Hvað varðar úthlutun til Ísafjarðarbæjar þá var síðasta úthlutun gamla Byggðastofnunar byggðakvótans fiskveiðiárið 2008/2009 og því kom ekkert í hlut Ísafjarðarbæjar nú.


 Hvað varðar úthlutun til Hnífsdals þá fékkst ekki úthlutaður byggðakvóti nú, þar sem á síðasta fiskveiðiári er enginn samdráttur í heild hjá byggðarlaginu m.v. síðustu tíu fiskveiðiár.


 Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að byggðakvóta fiskveiðiársins 2009/2010 verði úthlutað samkvæmt reglum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis með tilvísun til lagan nr. 116/2006 og reglugerða nr. 82/2010.


 Birna Lárusdóttir vék af fundi undir þessum lið dagskrár.


   


3. Minnisblað bæjarritara. - Framlög til stjórnmálasamtaka frá sveitarfélögum.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 11. febrúar sl., þar sem vísað er til laga nr. 162/2006 um framlög til stjórnmálasamtaka frá sveitarfélögum.  Í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2010 er gert ráð fyrir kr. 750.000.- í þessi framlög og er þeirri fjárhæð skipt á milli framboða eftir atkvæðafjölda í síðustu sveitarstjórnarkosningum árið 2006.  Miðað við þá skiptingu kæmi í hlut B-lista kr. 119.325.-, í hlut D-lista kr. 324.675.- og í hlut Í-lista kr. 306.000.-.


Bæjarráð vísar ákvarðanatöku til bæjarstjórnar.

4. Samb. ísl. sveitarf. - Vinnufundur um tilfærslu þjónustu við fatlaða til sveitarfélaga.  2009-10-0001.


 Lagt fram fundarboð þar sem Samb. ísl. sveitarf. í samvinnu við verkefnisstjórn um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga á sviði velferðarmála, boðar til vinnufundar um tilfærslu þjónustu við fatlaða til sveitarfélaga.  Vinnufundurinn verður haldinn á Grand Hótel í Reykjavík þann 24. febrúar n.k. frá kl. 9:30 til 15:30.  Skráning á fundinn er hafin á vef Samb. ísl. sveitarf.


 Bæjarráð samþykkir að formaður bæjarráðs, fulltrúi Í-lista og formaður félagsmálanefndar sæki fundinn.  5. Bréf JP lögmanna. - Greiðslustöðvun BM Vallár hf.  2010-02-0043.


 Lagt fram bréf frá JP lögmönnum, Óskari Sigurðssyni hrl., dagsett 9. febrúar sl., er varðar boðun á fund lánadrottna BM Vallár hf., en fundurinn verður haldinn þann 19. febrúar n.k. kl. 10:00 að Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík.  Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp úrskurð um að BM Vallá hf. væri veitt heimild til greiðslustöðvunar til kl. 11:50, þann 24. febrúar 2010.


 Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja erindinu eftir.6. Bréf Landgræðslu ríkisins. - Bændur græða landið.  2010-02-0019.


 Lagt fram bréf frá Landgræðslu ríkisins móttekið 5. febrúar sl., þar sem sótt er um styrk vegna samstarfsverkefnisins ,,Bændur græða landið?.  Í Ísafjarðarbæ eru nú skráðir tólf þátttakendur í verkefnið og er óskað eftir styrk upp á kr. 60.000.-.


 Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.7. Bréf bæjarstjóra. - Aðalfundur Landssamtaka landeigenda á Íslandi. 2010-01-0079. 


 Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 12. febrúar sl., þar sem hann gerir grein fyrir fundarsetu sinni á aðalfundi landssamtaka landeigenda á Íslandi, en fundurinn var haldinn í Reykjavík þann 11. febrúar sl.  Bréfi bæjarstjóra fylgir ársreikningur samtakanna fyrir árið 2009.


 Bæjarráð þakkar upplýsingar bæjarstjóra af fundinum.8. Trúnaðarmál.


 Trúnaðarmál rætt og fært til bókar í trúnaðarmálabók bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.9.  Ítrekun á fyrirspurn Sigurðar Péturssonar um framlög til stjórnmálaflokka  við síðustu bæjarstjórnarkosningar.  2009-06-0015.


 Sigurður Pétursson óskaði eftir að bæjarritara verði falið að ítreka fyrirspurn til Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, um að skila inn upplýsingum um almenn framlög til flokkanna við síðustu bæjarstjórnarkosningar.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 14:40.


  


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.      


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.Er hægt að bæta efnið á síðunni?