Bæjarráð - 645. fundur - 8. febrúar 2010


Þetta var gert:1. Málefni aldraðra í Ísafjarðarbæ. - Umræður í bæjarráði með aðilum er að málefnum aldraðra vinna.Til fundar við bæjarráð eru mætt þau Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, Rannveig Þorvaldsdóttir, varabæjarfulltrúi og formaður þjónustuhóps aldraðra og Gísli H. Halldórsson, forseti bæjarstjórnar og formaður félagsmálanefndar. Jafnframt mættu bæjarfulltrúarnir Arna Lára Jónsdóttir, Jóna Benediktsdóttir og Magnús Reynir Guðmundsson.Margrét Geirsdóttir gerði grein fyrir því helsta sem er að gerast í málefnum aldraðra í Ísafjarðarbæ og því sem framundan er.Bæjarráð þakkar Margréti Geirsdóttur fyrir greinargóða yfirferð um málefni aldraðra í Ísafjarðarbæ.                       2. Fundargerðir nefnda.Atvinnumálanefnd 3/2.  96. fundur.Fundargerðin er í sjö liðum.Fundargerðin lögð fram til kynningar. Þjónustuhópur aldraðra 13/1.  62. fundur.Fundargerðin er í þremur liðum.Fundargerðin lögð fram til kynningar.           3. Minnisblað bæjarritara. - Fyrirspurnir Sigurðar Péturssonar, bæjarfulltrúa.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 5. febrúar sl., þar sem fram koma fyrirspurnir Sigurðar Péturssonar, bæjarfulltrúa í fjórum liðum.  Í minnisblaðinu er leitast við að svara þeim fyrirspurnum eða greint frá hvar vinnsla við þær er stödd.


Sigurður Pétursson þakkar fyrir þau svör sem nú liggja fyrir.    4. Bréf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis. - Byggðakvóti 2009/2010. 2009-10-0035.Lagt fram bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti dagsett 31. janúar sl., þar sem fram kemur úthlutun á byggðakvóta fiskveiðiárið 2009/2010.  Heildarúthlutun til Ísafjarðarbæjar er 398 þorskígildistonn og skiptist sem hér segir niður á byggðalög:

                        Þingeyri          78 þorskígildistonn.                        Flateyri          150 þorskígildistonn.                        Suðureyri        70 þorskígildistonn.                        Ísafjörður       100 þorskígildistonn.

Við úthlutun byggðakvóta ráðuneytisins fyrir fiskveiðiárið 2008/2009 komu samtals í hlut Ísafjarðarbæjar 274 þorskígildistonn.Vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið, að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðalaga skal hún skila rökstuddum tillögum sínum eigi síðar en 18. febrúar 2010.  Tillögur sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina.  Bréfinu fylgir reglugerð nr. 83/2010, um úthlutun byggðakvóta til byggðalaga á fiskveiðiárinu 2009/2010, sem og reglugerð nr. 82/2010, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2009/2010.Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita ákveðinna upplýsinga um úthlutun.  Lagt fyrir bæjarráð að nýju á næsta fundi.Birna Lárusdóttir vék af fundi undir þessum lið dagskrár.   5. Bréf Lánasjóðs sveitarfélaga. - Lánastaða sveitarfélaga.  2009-01-0040.Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga dagsett 24. janúar sl., þar sem lánasjóðurinn óskar eftir því, að sveitarstjórnir veiti almenna heimild fyrir því að lánasjóðurinn birti upplýsingar um stöðu lána sveitarfélagsins hjá sjóðnum.  Lánasjóðurinn sendir öllum lántakendum samhljóða bréf þar sem óskað er sömu heimildar í þeim tilgangi að geta birt í opinberum gögnum s.s. ársskýrslum og fyrir fjárfestum, sundurliðaðar upplýsingar um útlán sjóðsins og hvernig þau skiptast á milli sveitarfélaga og félaga í þeirra eigu.   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að samþykkt verði að veita umbeðnar upplýsingar og bæjarstjóra verði falið að undirrita þar til gert samþykki. 6. Bréf Fiskistofu. - Umsögn um rekstrarleyfi til fiskeldis.  2010-02-0009.Lagt fram bréf frá Fiskistofu dagsett 2. febrúar sl., þar sem Fiskistofa óskar umsagnar sveitarfélagsins á umsókn Fjarðalax ehf., um rekstrarleyfi til fiskeldis í Arnarfirði.Erindinu vísað til umhverfisnefndar til umsagnar. 7. Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð stjórnar frá 771. fundi.          Lögð fram 771. fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá fundi er haldinn var þann 29. janúar sl., í Allsherjarbúð, Borgartúni 30, Reykjavík.Lagt fram til kynningar.              Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 15:10.


Þorleifur Pálsson, ritari


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðsBirna Lárusdóttir


Sigurður Pétursson                                    Halldór Halldórsson, bæjarstjóriEr hægt að bæta efnið á síðunni?