Bæjarráð - 643. fundur - 25. janúar 2010


Þetta var gert:


1. Afhending opinberra gagna Ísafjarðarbæjar, svo sem fundargerða ofl.



 Undir þessum lið dagskrár var rætt um afhendingu opinberra gagna og fundargerða Ísafjarðarbæjar til fjölmiðla. 



2. Minnisblað grunnskólafulltrúa. - Vinabæjarmót ungmenna í Tönsberg, Norgei, 4.-10. september 2010.  2010-01-0038.


 Lagt fram minnisblað frá Kristínu Ósk Jónasdóttur, grunnskólafulltrúa Ísafjarðar- bæjar, er varðar boð frá Tönsberg, vinabæ Ísafjarðarbæjar í Noregi, á vinabæjarmót fyrir ungmenni er haldið verður dagana 4.-10. september n.k.  Í minnisblaðinu kemur fram að heildarkostnaður fyrir 10 ungmenni ásamt fararstjóra er um kr. 1.762.000.- og þar af er þátttökugjald í Tönsberg um kr. 920.000.-.  Á fjárhagsáætlun þessa árs eru til vinabæja- samskipta um kr. 1.000.000.-.  Staðfesta þarf þátttöku fyrir 15. mars n.k., verði tekin ákvörðun um að taka þátt.  Minnisblaðinu fylgir bréf frá Tönsberg kommune dagsett 25. nóvember 2009.


 Bæjarráð felur grunnskólafulltrúa Ísafjarðarbæjar að finna leiðir til að lækka kostnað.   


 


3. Minnisblað bæjarritara. - Framlag Ísafjarðarbæjar til Menningarráðs Vestfjarða.  2008-12-0036.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 21. janúar sl., er varðar framlag Ísafjarðarbæjar til Menningarráðs Vestfjarða fyrir árið 2009.  Samkvæmt reikningi frá MV er framlag ársins 2009 kr. 8.944.001.-, en á fjárhagsáætlun þess árs er aðeins gert ráð fyrir kr. 6.000.000.-, mismunur því kr. 2.944.001.- og þarf sérstakt samþykki bæjarráðs fyrir greiðslu þess mismunar.


Greiðsla Ísafjarðarbæjar á milli áranna 2008-2009 hefur hækkað um kr. 3.368.554.- eða um liðlega 60%.  Sú hækkun stafar fyrst og fremst af breyttu þátttökuhlutfalli sveitarfélaga í rekstri og styrkveitingum.


Bæjarráð óskar eftir fjárhagsáætlun vegna áranna 2009 og 2010, ásamt afriti af samningi ríkis og sveitarfélaga frá því í maí 2007.  Bæjarráð samþykkir að greitt verði nú inn á reikning vegna ársins 2009, sú fjárhæð sem er á fjárhagsáætlun þess árs.


Málið verður aftur tekið fyrir í bæjarráði þegar umbeðin gögn hafa borist.  



4. Bréf bæjartæknifræðings. - Viðhaldsáætlun Eignasjóðs.  2010-01-0078.


 Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, þar sem hann gerir grein fyrir skiptingu á viðhaldi á vegum Eignasjóðs Ísafjarðarbæjar á þessu ári.  Í hlutföllum er skiptingin áætluð sem hér segir.  Íþróttamannvirki 43%, skólahúsnæði 27%, leikskólar 14%, opin svæði 7% og annað ósundurliðað 9%.


 Bæjarráð óskar eftir kostnaðarsundurliðun framangreindra verkefna.



5. Niðurskurður hjá RÚV.


 Bæjarráð harmar uppsagnir hjá RÚV og lýsir yfir áhyggjum af stöðu Svæðisútsvarps Vestfjarða, þar sem nú verður enginn fréttamaður staðsettur á Vestfjörðum.  Bæjarráð minnir á að RÚV er útvarp allra landsmanna og þarf að gæta vel að hagsmunum landsbyggðarinnar með fréttaflutning þaðan. 


   


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 14:25. 


 


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.     


Sigurður Pétursson.     


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?