Bæjarráð - 639. fundur - 14. desember 2009


Þetta var gert:


1. Fjárhagsáætlun ársins 2010. ? Undirbúningur fyrir síðari umræðu í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.  2009-09-0021. Rætt í bæjarráði um breytingar og tillögur sem fram hafa komið á milli fyrri og síðari umræðu um fjárhagsáætlun ársins 2010. Á fund bæjarráðs er mættur Jón H. Oddsson, fjármálastjóri. 2. Fundargerðir nefnda.


 Barnaverndarnefnd 10/12.  108. fundur.


 Fundargerðin er í sjö liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar. Félagsmálanefnd 8/12.  335. fundur.


 Fundargerðin er í sjö liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar. Hafnarstjórn 10/12.  144. fundur.


 Fundargerðin er í fjórum liðum.


3. liður. Bæjarráð vísar tillögu hafnarstjórnar, um að aflagjald af heildar aflaverðmæti á fjárhagsárinu 2010 hjá höfnum Ísafjarðarbæjar, verði 1,4%, til fjárhagsáætlunar 2010. 


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.3. Bréf Svanbergs R. Gunnlaugssonar, Þingeyri. ? Landamerki Bakka, Brekku og Sanda í Dýrafirði.  2009-12-0015.


 Lagt fram bréf frá Svanberg R. Gunnlaugssyni, Þingeyri, dagsett 10. desember sl., þar sem hann gerir grein fyrir því, að uppi er ágreiningur um landamerki á milli jarðanna Bakka, Brekku og Sanda í Dýrafirði.  Bréfið er tilkomið í framhaldi af beiðni Guðrúnar Steinþórsdóttur, Brekku, Dýrafirði, um kaup eða leigu á landspildu í landi Sanda í Dýrafirði, en Ísafjarðarbær er skráður eigandi þeirrar jarðar.  Í bréfinu er óskað eftir að gengið verði í að leysa þann ágreining er um landamerki þessarra jarða ríkir.


 Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar til skoðunar.


 


4. Bréf Jóns Heiðars Guðjónsssonar, f.h. Rnes ehf. ? Umsókn um leyfi fyrir söluskála og bensínstöð í Reykjanesi við Djúp.  2009-12-0026.


Lagt fram bréf frá Jóni Heiðari Guðjónssyni f.h. Rnes ehf., Reykjanesi við Ísafjarðardjúp, dagsett 20. október sl., þar sem sótt er um leyfi landeiganda til að setja upp söluskála, klósettaðstöðu og breytta legu á bensínafgreiðslu í Reykjanesi.  Leyfi Ísafjarðarbæjar sem landeiganda, er forsenda fyrir að hægt sé að sækja um byggingaleyfi hjá Súðavíkurhreppi.


Bæjarráð tekur jákætt í erindið og vísar því til frekari skoðunar í umhverfisnefnd.

5. Bréf Úlfars Ágústssonar og Einars Ólafssonar. ? Leiga á Torfnesrifi í Pollinum á Ísafirði.  2009-12-0002.


 Lagt fram bréf frá Úlfari Ágústssyni og Einari Ólafssyni dagsett 9. desember sl., þar sem leitað er eftir samningi við Ísafjarðarbæ, um að taka á leigu svæði á svonefndu Torfnesrifi í Pollinum á Ísafirði.  Hugmynd er um að byggja þar á fyllingu nokkur mikilvæg mannvirki, sem vaxandi þörf er fyrir á Ísafirði, svo sem sundlaug með vatnsíþróttaaðstöðu, 5* hótel, skemmtibátahöfn, íbúðablokk fyrir aldraða og fleira.  Erindi um þetta mál var áður á dagskrá bæjarráðs þann 30. nóvember sl. og þá vísað til umsagnar umhverfisnefndar og hafnarstjórnar. 


 Bæjarráð felur bæjarstjóra f.h. Ísafjarðarbæjar, að sækja fund með aðilum.  6. Bréf Íbúasamtaka Önundarfjarðar. ? Mál sem kalla á úrbætur. 2009-12-0031.


Lagt fram bréf frá Íbúasamtökum Önundarfjarðar dagsett 26. nóvember sl., þar sem greint er frá að stjórn Íbúasamtaka Önundarfjarðar hafi komið saman til fundar þann 24. nóvember sl. og var þar fjallað um ýmis mál sem varða hag íbúa við Önundarfjörð.


Bæjarráð vísar bréfinu til tæknideildar Ísafjarðarbæjar.7. Bréf Íbúasamtaka Önundarfjarðar. ? Úthlutun úr söfnunarsjóðnum ,,Samhugur í verki?.   2006-03-0084.


 Lagt fram bréf Íbúasamtaka Önundarfjarðar dagsett 30. nóvember sl., er varðar úthlutun úr söfnunarsjóðnum ,,Samhugur í verki?.  Stjórn ÍÖ óskar eftir að atriði þau er samþykkt voru í bæjarráði Ísafjarðarbæjar þann 15. júní sl., komi öll til framkvæmda svo fljótt sem auðið er.  Jafnfram leggur stjórnin til að því fé sem eftir er í sjóðnum verði ráðstafað til sálgæslu og áfallahjálpar.


 Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við stjórn ÍÖ um að nýta óráðstafað fé til hinna ýmsu verkefna, sem lýst er í bréfi ÍÖ dagsettu 26. nóvember 2009.8. Bréf Óðins Gestssonar f.h. aðstandenda verkefnisins ,,Vaxandi tungl?.  2009-12-0024.


 Lagt fram bréf frá Óðni Gestssyni dagsett 8. desember sl., f.h. aðstandenda verkefnisins ,,Vaxandi tungl?.  Verkefnið er vestfirsk bíómynd í fullri lengd, en að verkefninu munu standa kvikmyndafélagið Í einni Sæng ehf., Flateyri, Sigurður Ólafsson, Suðureyri og Fiskvinnslan Íslandssaga ehf., Suðureyri.  Sótt er um styrk að fjárhæð       kr. 300.000.-.


 Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu við úthlutun styrkja til menningarmála á árinu 2010.  


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:52.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.       


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.Er hægt að bæta efnið á síðunni?