Bæjarráð - 636. fundur - 23. nóvember 2009


Þetta var gert:


1. Endurskoðun fjárhagsáætlunar ársins 2009.  2008-09-0008.



 Lögð fram drög að endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2009, ásamt minnisblaði frá Jóni H. Oddssyni, fjármálastjóra.  Fjármálastjóri er mættur á fund bæjarráðs undir þessum lið dagskrár. Jafnframt eru mætt á fund bæjarráðs þau Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu og Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur.


 Bæjarráð vísar endurskoðun á fjárhagsáætlun ársins 2009 til afgreiðslu í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þann 26. nóvember n.k.



2. Fjárhagsáætlun ársins 2010. ? Undirbúningur í bæjarráði.  2009-09-0021.


 Lögð fram í bæjarráði fyrstu vinnugögn er varða fjárhagsáætlun ársins 2010.  Jón H. Oddsson, fjármálastjóri, gerði grein fyrir þeirri vinnu er fram hefur farið og þeim vinnugögnum er fyrir liggja á fundinum. Undir þessum lið dagskrár sátu áfram Margrét Geirsdóttir og Jóhann B. Helgason, sem og Jón H. Oddsson.


 Bæjarráð vísar drögum að fjárhagsáætlun ársins 2010 til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 26. nóvember n.k.  Drög að fjárhagsáætlun 2010 fylgi fundargögnum bæjarstjórnar.     


    


3. Fundargerð nefndar.


 Barnaverndarnefnd 18/11.  107. fundur.


 Fundargerðin er í einum lið.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.



4. Bréf forstöðumanns Funa. ? Málefni Funa.  2008-06-0054.


 Lagt fram bréf frá Vernharði Jósefssyni, forstöðumanni Funa, dagsett 6. nóvember sl., er varðar rekstur Funa, ástand búnaðar og aðkallandi úrbætur.


 Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.


 Bæjarráð hefur ákveðið að halda málþing um sorpmál í Ísafjarðarbæ þann 7. desember n.k.  Bæjarstjóri er að vinna að málinu.



5. Bréf bæjartæknifræðings. ? Tillaga að gjaldskrá fyrir skíðasvæði.


 Lagt fram bréf frá Jóhanni B. Helgasyni, bæjartæknifræðingsi, dagsett 13. nóvember sl., með tillögu að gjaldskrá fyrir skíðasvæðið í Tungudal veturinn 2009/2010.


 Bæjarráð vísar tillögu að gjaldskrá til vinnu við fjárhagsáætlun 2010.



6. Bréf iðnaðarnefndar Alþingis. ? Tillaga til þingsályktunar um bætt afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum.


Lagt fram bréf frá iðnaðarnefnd Alþingis dagsett 18. nóvember sl., þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um bætt afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum, mál nr. 23.  Þess er óskað að umsögn berist fyrir 3. desember n.k.


Bæjarráð tekur undir tillögu til þingsályktunar, um bætt afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum.  


 


7. Bréf Einars Njálssonar í félags- og tryggingamálaráðuneyti. ? Verkaskipting milli ríkis og sveitarfélaga.


 Lagt fram bréf til sveitarfélaga frá Einari Njálssyni, sérfræðingi á fjármálasviði í félags- og tryggingamálaráðuneyti, er varðar ákvörðun um að hefja endurskoðun á verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga.  Ákvörðunin var tekin á samráðsfundi ríkis og sveitarfélaga, er haldinn var í febrúar 2007. 


 Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar.



8. Bréf stjórnar Íbúasamtaka Önundarfjarðar. ? Afrit af bréfi til  framkvæmdastjórnar Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.


 Lagt fram bréf frá stjórn Íbúasamtaka Önundarfjarðar dagsett 16. nóvember sl., ásamt afriti af bréfi og greinargerð til framkvæmdastjórnar Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða dagsettu þann 16. nóvember sl. Efni bréfsins er vegna frétta af hugsanlegri lokun Öldrunarheimilisins Sólborgar á Flateyri og Tjarnar sambærilegrar stofnunar á Þingeyri.


 Bæjarráð þakkar fyrir bréfið.



9. Bréf umhverfisráðuneytis. ? Úrskurður vegna sjókvíaeldis á laxi í Dýrafirði. 


 Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneyti dagsett 16. nóvember sl., ásamt úrskurði ráðuneytisins dagsettum 16. nóvember sl., vegna þeirrar ákvörðunar Skipulagsstofnunar frá 3. júní sl., um að sjókvíaeldi á allt að 2.000 tonnum af laxi í Dýrafirði sé ekki líklegt til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum á grundvelli laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Úrskurður umhverfisráðuneytis kemur til vegna stjórnsýslukæru frá Landssambandi veiðifélaga vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar.


Úrskurðarorð: ,,Ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 3. júní 2009, um að fyrirhugað eldi á allt að 2.000 tonnum af laxi í sjókvíum í Dýrafirði skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum, er staðfest.?


 Bæjarráð vísar bréfi umhverfisráðuneytis til umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:53.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Gísli H. Halldórsson.       


Arna Lára Jónsdóttir.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?