Bæjarráð - 635. fundur - 16. nóvember 2009


Þetta var gert:


1. Fulltrúi frá Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar, Ísafirði, mætir á fund bæjarráðs.Til fundar við bæjarráð er mætt Margrét Gunnarsdóttir, skólastjóri  Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar á Ísafirði. Umræðuefnið er núverandi rekstur LRÓ og fjárhagslegur stuðningur Ísafjarðarbæjar við skólann. 


    


2. Fundargerðir nefnda.


Félagsmálanefnd 10/11.  333. fundur.


Fundargerðin er í sjö liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.Umhverfisnefnd 10/11.  321. fundur.


Fundargerðin er í fimm liðum.


Undir umræðum um fundargerð umhverfisnefndar er mættur Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur, er veitti upplýsingar um drög að deiliskipulagi tjaldsvæðis í Tungudal samkvæmt 4. lið fundargerðarinnar.


Jafnframt  tók Jóhann þátt í umræðum um Sorpbrennsluna Funa í Engidal undir 5. lið fundargerðarinnar.


Bæjarráð vísar 5. lið fundargerðarinnar í heild til vinnslu við fjárhagsáætlun 2010.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma með fyrir næsta fund bæjarráðs, dagskrártillögu að málþingi varðandi framtíðarfyrirkomulag sorpmála í Ísafjarðarbæ.


Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.3. Bréf Reykjavíkurborgar. ? Atvinnuátaksverkefnið ,,Völundarverk?.


Lagt fram bréf frá Reykjavíkurborg dagsett 10. nóvember sl., er fjallar um verkefnið ,,Völundarverk?, sem unnið er af Reykjavíkurborg í samvinnu við Vinnumálastofnun, Húsafriðunarnefnd ríkisins, Fræðslusetrið Iðuna og Minjasafn Reykjavíkur.  Megin tilgangur verkefnisins er þríþættur, það er 1. að skapa atvinnu, 2. gera við gömul hús og 3. bjarga handverki.  Í bréfinu er varpað fram þeirri spurningu hvort önnur sveitarfélög hafi áhuga á að taka þátt í verkefninu.


Bæjarráð vísar erindinu til atvinnumálanefndar og umhverfisnefndar.4. Bréf Félags Heyrnarlausra. ? Beiðni um styrk.


Lagt fram bréf frá Félagi Heyrnarlausra dagsett 1. nóvember sl., þar sem óskað er eftir styrk til félagsins vegna rekstrar og vegna 50 ára afmælis þess, en haldið verður upp á afmælið þann 13. febrúar á næsta ári.


Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.5. Bréf frá nefndasviði Alþingis. ? Allsherjarnefnd, umsögn um frumvarp til laga um kosningar til Alþingis. (Persónukjör).


Lagt fram bréf frá nefndasviði Alþingis dagsett 10. nóvember sl., þar sem allsherjarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um kosningar til Alþingis, persónukjör, mál nr. 102.  Þess er óskað að umsögn berist fyrir 19. nóvember n.k.


Bæjarráð vísar til umsagnar Samb. ísl. sveitarf. um kosningar til Alþingis, samkvæmt bréfi Samb. til allsherjarnefndar dagsettu 14. september 2009.6. Bréf JURIS Almenna lögfræðistofan. ? Matsgerð vegna Stekkjargötu 29, Hnífsdal.  2007-02-0142.


Lagt fram bréf frá Andra Árnasyni, bæjarlögmanni, hjá JURIS Almennri lögfræðistofu, dagsett 3. nóvember sl., ásamt matsgerð dómkvaddra matsmanna vegna Stekkjargötu 29, Hnífsdal.  Matsgjörðin er vegna meintrar verðrýrnunar Stekkjargötu 29, Hnífsdal, vegna breytingar á aðalskipulagi vegna Hnífsdalsvegar.  Samkvæmt matinu er talið að eignin hafi rýrnað um kr. 3 milljónir.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að kynna málið fyrir Vegagerðinni og ræða við eigendur húseignarinnar Stekkjargötu 29, Hnífsdal.


 


7. Bréf Úlfars S. Ágústssonar. ? Torfnesrif í Pollinum á Ísafirði.


Lagt fram bréf frá Úlfari S. Ágústssyni dagsett 10. nóvember sl., f.h. undirbúningshóps, vegna uppbyggingar byggingarlands á Torfnesrifinu í Pollinum á Ísafirði.  Í bréfinu er óskað eftir viðræðum við bæjarráð um afnot af landi undir fjölbreyttar byggingar og  starfsemi.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að boða aðila á næsta fund bæjarráðs.8. Bréf Sparisjóðs Bolungarvíkur. ? Boðun framhaldsaðalfundar. 2009-04-0027.


Lagt fram bréf Sparisjóðs Bolungarvíkur, ódagsett, þar sem boðað er til framhaldsaðalfundar sjóðsins, sem haldinn verður þriðjudaginn 17. nóvember n.k. í sal Ráðhúss Bolungarvíkur og hefs kl. 18:00.  Fundurinn er boðaður með dagskrá.


Bæjarráð samþykkir að formaður bæjarráðs mæti fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.9. Alþjóðleg athafnavika á Íslandi, 16.-22. nóvember n.k. 


Lagt fram bréf frá Þórhildi Birgisdóttur, framkvæmdastjóra Athafnaviku á Íslandi, dagsett 9. nóvember sl., en dagana 16.-22. nóvember n.k. verður haldin ,,Alþjóðleg athafnavika? í yfir 100 löndum um allan heim.


Lagt fram til kynningar.10. Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. ? Eftirlit á fyrirtækjum 2009.


Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dagsett 6. nóvember sl., ásamt lista yfir þau fyrirtæki sem fengið hafa eftirlit á árinu 2009.


Bæjarráð vísar bréfinu til fjármálastjóra. 11. Fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði.


Lögð fram fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði frá 113. fundi er haldinn var þann 1. september sl.


Lagt fram til kynningar.

12. Fundargerð Hafnasambands Íslands 324. fundur.


Lögð fram 324. fundargerð Hafnasambands Íslands frá fundi er haldinn var þann 2. nóvember sl., að Borgartúni 30 í Reykjavík.


Lagt fram til kynningar í bæjarráði.  Vísað til hafnarstjórnar Ísafjarðarbæjar.13. Fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. 768. fundur.


Lögð fram 768. fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá fundi er haldinn var þann 30. október sl., að Borgartúni 30 í Reykjavík.


Lagt fram til kynningar.  


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:06.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.       


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.Er hægt að bæta efnið á síðunni?