Bæjarráð - 634. fundur - 9. nóvember 2009


Þetta var gert:


1. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2009.  2008-09-0008.Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 9. nóvember 2009, er varðar endurskoðun á fjárhagsáætlun ársins 2009. 


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, fór yfir endurskoðun fjárhagsáætlunar ársins 2009, sem unnin hefur verið af honum og Jóni H. Oddssyni, fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar.


Bæjarráð vísar endurskoðun á fjárhagsáætlun ársins 2009 til afgreiðslu á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 12. nóvember n.k.


    


2. Fundargerðir nefnda.


Barnaverndarnefnd 5/11.  106. fundur.


Fundargerðin er í átta liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.Umhverfisnefnd 28/10.  320. fundur.


Fundargerðin er í þrettán liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.3. Afrit af bréfi til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis. ? Umsókn Ísafjarðarbæjar um byggðakvóta 2009/2010.   2009-10-0035.


Lagt fram afrit af bréfi Ísafjarðarbæjar til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis dagsett 27. október sl., þar sem sótt er um byggðakvóta fyrir Ísafjarðarbæ vegna fiskveiðiársins 2009/2010.


Lagt fram til kynningar.4. Bréf Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar. ? Beiðni um hækkun styrks fyrir árið 2010. 


Lagt fram bréf frá Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar á Ísafirði, dagsett 5. nóvember sl., þar sem óskað er eftir að styrkur Ísafjarðarbæjar til skólans fyrir árið 2010 verði hækkaður frá því sem nú er.  Jafnframt er í bréfinu óskað eftir fundi með bæjarráði til að ræða stöðu skólans.


Beiðni um hækkun styrks er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2010.  Bæjarráð væntir þess að fulltrúi/ar frá Listaskóla RÓ komi á næsta fund bæjarráðs.5. Fundarboð Lögreglufélags Vestfjarða. ? Fyrirhugaðar breytingar á skipan lögreglumála.


Lagt fram fundarboð frá Lögreglufélagi Vestfjarða, þar sem boðað er til fundar þann 11. nóvember n.k. í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði klukkan 12:30.  Fundarefni er um fyrirhugaðar breytingar á skipan lögreglumála í landinu.


Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa til að mæta á fundinn.  Lagt fram til kynningar í bæjarráði.6. Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. ? Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða, ásamt fjárhagsáætlun fyrir árið 2010.   2009-02-0033.


Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dagsett 3. nóvember sl., ásamt fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 30. október sl. og fjárhagsáætlun fyrir árið 2010.  Sveitarfélögin þurfa að samþykkja fjárhagsáætlunina. Komi fram athugasemdir er þess óskað að þeim verði komið á framfæri við Heilbrigðiseftirlitið fyrir 1. desember næstkomandi.


Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða til fjárhagsáætlunar-gerðar Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2010.


 


7. Hundraðdaganefndin. ? Fundargerðir 3. og 4. fundar.  2009-02-0070.


Lagðar fram fundargerðir ,,Hundraðdaganefndar? frá 3. fundi er haldinn var þann 20. október sl. og frá 4. fundi er haldinn var þann 28. október sl.


Lagt fram til kynningar.8. Styrktaraðilar Í-lista við bæjarstjórnarkosningar 2006.  2009-06-0015.


Sigurður Pétursson, bæjarráðsmaður Í-lista lagði fram yfirlit yfir þá einstaklinga og fyrirtæki, sem styrktu Í-listann í bæjarstjórnarkosningunum 2006, í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar 18. júní 2009.


Sigurður Pétursson óskaði að bókað væri, að Í-listinn hvetur Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk til að skila inn yfirliti yfir styrktaraðila þeirra flokka fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar 2006.9. Minnisblað vegna fundar með félagsmálaráðherra. ? Hjúkrunarheimili.  2005-02-0076.


Lagt fram minnisblað dagsett 3. nóvember sl., vegna fundar með félags-málaráðherra, um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.


Lagt fram til kynningar. 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:02.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.       


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.Er hægt að bæta efnið á síðunni?