Bæjarráð - 631. fundur - 5. október 2009


Þetta var gert:


1. Fundargerð nefndar.



Félagsmálanefnd 29/9.  331. fundur.


Fundargerðin er í sex liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



Fræðslunefnd 1/10.  289. fundur.


Fundargerðin er í einum lið.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



Hafnarstjórn 29/9.  141. fundur.


Fundargerðin er í sex liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



2. Bréf bæjartæknifræðings. ? Sameining slökkviliða Ísafjarðarbæjar og Bolungarvíkurkaupstaðar.  2009-06-0005.


Lagt fram bréf frá Jóhanni B. Helgasyni, bæjartæknifræðingi Ísafjarðarbæjar, dagsett 28. september sl., er varðar hugmyndir um sameiningu slökkviliða Ísafjarðarbæjar og Bolungarvíkurkaupstaðar.


Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leiti tillögu Jóhanns B. Helgasonar, bæjar-tæknifræðings, um sameiningu slökkviliða Bolungarvíkurkaupstaðar og Ísafjarðarbæjar og felur bæjarstjóra að vinna að nánari útfærslu ákvörðunarinnar.



3. Bréf Samb. ísl. sveitarf. ? Skólaþing sveitarfélaga 2009.  2009-10-0003.


Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett þann 28. september sl., er varðar Skólaþing sveitarfélaga, er haldið verður þann 2. nóvember n.k. á Hilton Nordica Hóteli í Reykjavík, undir yfirskriftinni ,,Skóli á tímamótum hvernig gerum við enn betur ??.  Skráning þátttakenda stendur til 28. október n.k. og fer fram á www.samband.is.


Bæjarráð vísar bréfinu til Skóla- og fjölskylduskrifstofu og fræðslunefndar.


 


4. Byggðasafn Vestfjarða. ? Fundargerðir 21. og 22. stjórnarfunda.


Lagðar fram tvær fundargerðir stjórnar Byggðasafns Vestfjarða. Önnur frá 21. fundi er haldinn var þann 25. maí sl. og hin frá 22. fundi er haldinn var þann 15. september sl.


Lagðar fram til kynningar.



5. Samb. ísl. sveitarf. ? Fundargerð 767. stjórnarfunda.


 Lögð fram fundargerð 767. stjórnarfundar Samb. ísl. sveitarf., en fundurinn var haldinn þann 24. september sl. að Borgartúni 30, Reykjavík.


Lögð fram til kynningar.



6. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. ? Starfshópur um tilflutning á málaflokki fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.   2009-10-0001.


Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 30. september sl., varðandi skipan starfshóps um flutning málaflokks fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.  Á 54. Fjórðungsþingi var samþykkt að skipa starfshóp og kallar stjórn Fjórðungs-sambandsins nú eftir skipan allra sveitarfélaga á Vestfjörðum í samstarfshópinn.  Stjórnin hefur jafnframt samþykkt að Svæðisráð um málefni fatlaðra á Vestfjörðum tilnefni einn áheyrnarfulltrúa, sem og að Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra á Vestfjörðum tilnefni einn áheyrnarfulltrúa.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að Gísli H. Halldórsson, bæjarfulltrúi og formaður félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar, verði fulltrúi Ísafjarðarbæjar í starfshópi um flutning málaflokks fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.  


 


7. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. ? Fundargerðir stjórnar FV.


Lagðar fram fundargerðir stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá fundum er haldnir voru þann 26. ágúst, 3. september, 17. september og 25. september 2009.


Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.


Undir þessum lið dagskrár var lögð fram svohljóðandi bókun. ,,Bæjarráð Ísafjarðarbæjar tekur heilshugar undir með bæjaryfirvöldum í Vesturbyggð sem lýst hafa þungum áhyggjum af þeirri fyrirætlan að fækka ferðum Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Bæjarráð skorar á samgönguráðherra að tryggja daglegar ferðir skipsins þar til viðundandi vegtenging kemst á við sunnanverða Vestfirði. Skerðingin á þjónustu Baldurs er aðför að byggðum á Vestfjörðum mun hafa afdrifarík áhrif á samkeppnisstöðu fyrirtækja og almenn búsetuskilyrði á sunnanverðum Vestfjörðum.?



8. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. ? Þinggerð 54. Fjórðungsþings, ársreikningur FV fyrir árið 2008, kynningarbæklingur.  2009-02-0003.


Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 29. september sl., ásamt þinggerð 54. Fjórðungsþings Vestfirðinga, ársreikningi fyrir árið 2008 og kynningarbæklingi í tilefni af 60 ára starfsafmæli Fjórðungssambands Vestfirðinga.


Lagt fram til kynningar.



9. Fjárhagsáætlun ársins 2010. ? Undirbúningur og forsendur.  2009-09-0021.


Til fundar við bæjarráð er mættur Jón H. Oddsson, fjármálastjóri.  Rætt var um undirbúning og forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010.   


 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:33.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.


Arna Lára Jónsdóttir.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?