Bæjarráð - 629. fundur - 21. september 2009


Þetta var gert:


1. Þriggja ára áætlun Ísafjarðarbæjar 2010 ? 2012.  2009-09-0021.Lögð fram í bæjarráði drög að 3ja ára áætlun Ísafjarðarbæjar 2010 ? 2012. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, ásamt Jóni H. Oddssyni, fjármálastjóra, gerðu grein fyrir áætluninni.


Magnús Reynir Guðmundsson lagði fram svohljóðandi bókun undir þessum lið dagskrár.  ,,Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2009, var ljóst að grípa þurfti til 200 milljón króna niðurskurðar í rekstri og framkvæmdum á árinu, til að ná jöfnuði í tekjum og útgjöldum.  Skemmst er frá því að segja, að ekki hefur nema að litlu leyti verið gripið til nauðsynlegra aðgerða og stefnir nú í að hallarekstur Ísafjarðarbæjar verði á þessu ári meiri en nokkurn tímann áður eða allt að 500 milljónir króna.  Boðað var af meirihlutanum að nákvæmlega yrði fylgst með útgjöldum og ársfjórðungslega birtar tölur um tekjur og útgjöld.  Þetta hefur ekki gengið eftir, frekar en margar aðrar áformaðar aðgerðir meirihlutans til bjargar bágum fjárhag bæjarins.  Í dag þegar oddvitar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hafa boðað brotthvarf sitt úr bæjarmálunum, er fjárhagurinn í kalda koli, öfugt við það sem bæjarstjóri hefur haldið fram í viðtölum við fjölmiðla að undanförnu.  Í þessari stöðu er bráðnauðsynlegt að endurskoða nú þegar fjárhagsáætlun bæjarins fyrir yfirstandandi ár, svo ljóst sé hver raunveruleg fjárhagsstaða sé og hvað þurfi að gera til bjargar.  Fyrr en endurskoðun liggur fyrir er ekki tímabært að vinna að áætlanagerð hvorki til eins eða þriggja ára.  Að lokum skal bent á, að á lista yfir þau sveitarfélög, sem gert er ráð fyrir að verði rekin með halla á þessu ári er ekki að finna nafn Ísafjarðarbæjar og gefið með því í skyn að um tekjuafgang sé að ræða.?


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs og Birna Lárusdóttir lögðu fram svohljóðandi bókun undir þessum lið dagskrár.  ,,Í fyrsta lagi verður að taka fram, að skylt er samkvæmt lögum að afgreiða 3ja ára áætlun.  Í öðru lagi hefur bæjarráð unnið að skoðun á rekstri og áætlun.  Þar hafa minni- og meirihluti unnið saman án ágreinings í bæjarráði.  Í þriðja lagi taka aðhaldsaðgerðir í langstærsta málaflokknum, fræðslumálum ekki gildi fyrr en í upphafi skólaárs í lok ágúst.  Í fjórða lagi er rangt að staða Ísafjarðarbæjar í samanburði við önnur sveitarfélög sé slæm.  Samanburður ársreikninga leiðir það mjög greinilega í ljós.  Í fimmta lagi eru ekki tveir oddvitar í Sjálfstæðisflokknum heldur einn.  Í sjötta lagi er rétt að benda á að reiknaðar stærðir í rekstri Ísafjarðarbæjar eru stærstar í rekstrarniðurstöðu.  Þeim stærðum hefur bæjarstjórn ekkert vald á því þar er þróun gengis og verðbólga þeir þættir sem ráða  reiknuðum stærðum.?


Bæjarráð vísar 3ja ára áætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árin 2010-2012 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.


      


2. Bréf samgönguráðuneytis. ? Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2009.  2009-09-0022.


Lagt fram bréf frá samgönguráðuneyti dagsett 15. september sl., þar sem boðað er til ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2009.  Fundurinn verður haldinn föstudaginn þann 2. október n.k. á Hilton Hótel Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík og hefst       kl. 12:00.  Þátttaka tilkynnist fyrir 28. september n.k.


Bæjarráð samþykkir að fulltrúar í bæjarráði Ísafjarðarbæjar sitji ársfund Jöfnunarsjóðsins.3. Afrit af bréfi Samb. ísl. sveitarf. til allsherjarnefndar Alþingis. Umsögn um frumvarp til laga um sveitarstjórnarkosningar.  2009-08-0008.


Lagt fram afrit af bréfi Samb. ísl. sveitarf. til allsherjarnefndar Alþingis dagsett þann 14. september 2009.  Erindi bréfsins er umsögn um frumvarp til laga um sveitarstjórnarkosningar, 149. mál.


Lagt fram til kynningar.


 


4. Greinargerð vegna athugasemda við Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008 ? 2020.  2006-03-0038.


Lögð fram greinargerð umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar vegna athugasemda við Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020.  Greinargerðin var samþykkt á 318. fundi umhverfisnefndar, þar sem formanni var falið að ganga frá henni til framlagningar í bæjarráði.


Bæjarráð vísar greinargerð vegna athugasemda við Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020 til fundar bæjarstjórnar þann 24. september n.k.  5. Greinargerðir sviðsstjóra Ísafjarðarbæjar með tilvísun til beiðni bæjarráðs frá 628. fundi þann 14. september sl.  2009-09-0021.


Lagðar fram greinargerðir frá sviðsstjórum Ísafjarðarbæjar þeim Jóhanni B. Helgasyni, bæjartæknifræðingi, Margréti Geirsdóttur, forstöðumanni Skóla- og fjölskylduskrifstofu og Þorleifi Pálssyni, bæjarritara.  Greinargerðirnar eru lagðar fram að beiðni bæjarráðs Ísafjarðarbæjar frá fundi bæjarráðs þann 14. september sl., um hvað hefur gengið eftir af samþykktum hagræðingarkröfum.


Bæjarráð þakkar fyrir innsendar greinargerðir sviðsstjóra. 6. Bréf bæjarstjóra. ? Málefni Þjónustudeildar Hlífar.  2007-08-0030.


Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, til bæjarráðs dagsett þann 18. september sl., þar sem vakin er athygli á breyttri stöðu mála á Þjónustudeild Hlífar á Ísafirði, vegna vistunarmats sem framkvæmt var fyrir stuttu.  Jafnframt rekur bæjarstjóri í bréfinu samskipti bæjarfélagsins við ríkið vegna Þjónustudeildar Hlífar.


Bæjarráð vísar bréfi bæjarstjóra til frekari umræðu í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þann 24. september n.k.7. Greinargerð fjármálastjóra varðandi Intrum og innheimtumál.  2009-09-0023.


Lögð fram greinargerð Jóns H. Oddssonar, fjármálastjóra, er varðar innheimtu- mál Ísafjarðarbæjar, viðskipti við Intrum og tillögu að innheimtufyrirkomulagi.


Bæjarráð fellst á tillögur fjármálastjóra og felur honum að halda áfram með vinnslu málsins.8. Fundargerð nefndar.


Umhverfisnefnd 14/9.  318. fundur.


Fundargerðin er í einum lið.


Birna Lárusdóttir óskaði eftir upplýsingum um fyrirætlanir Vegagerðarinnar um framtíðarlegu Hnífsdalsvegar um Krók á Ísafirði.


Magnús Reynir Guðmundsson lagði áherslu á að ,,Mýrarboltasvæðinu í Tungudal? yrði lokað með sómasamlegum hætti sem fyrst.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Formaður bæjarráðs óskaði eftir að tekin yrði inn á dagskrá 288. fundargerð fræðslunefndar frá 20. september sl. og var það samþykkt.


Fræðslunefnd 20/9.  288. fundur.


Fundargerðin er í einum lið.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:00.


Þorleifur Pálsson, ritari.  


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.


Magnús Reynir Guðmundsson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.Er hægt að bæta efnið á síðunni?