Bæjarráð - 627. fundur - 31. ágúst 2009


Þetta var gert:


1. Fundargerð nefndar.Til fundar við bæjarráð undir þessum lið mætti Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur.


Umhverfisnefnd 26/8.  316. fundur.


Fundargerðin er í átta liðum.


1. liður.  Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur, gerði bæjarráði grein fyrir athugasemdum er inn hafa komið vegna vinnu við Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020.


2. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt í bæjarráði.


7. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt í bæjarráði.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.


 


2. Bréf bæjarstjóra. ? Umbeðnar upplýsingar vegna úthlutunar byggðakvóta. 2009-02-0053.


Birna Lárusdóttir vék af fundi bæjarráðs undir þessum lið dagskrár.


Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 28. ágúst sl., til bæjarráðs vegna umbeðinna upplýsinga út af mótmælum útgerðarmanna á Flateyri vegna úthlutunar 64 þorskígildistonna byggðakvóta er úthlutað var til Ísafjarðarbæjar án staðsetningar í einstaka byggðarlögum.


Miðað við upplýsingar þær er fram koma í bréfi bæjarstjóra telur bæjarráð ekki ástæðu til að breyta fyrri ákvörðun sinni um úthlutun á 64 þorskígildistonna byggðakvóta er kom í hlut Ísafjarðarbæjar fiskveiðiárið 2008/2009.


 


3. Háskólasetur Vestfjarða. ? Boð á málþing um skipulag og stjórnun strandsvæða.  2009-08-0032.


Lagt fram bréf frá Háskólasetri Vestfjarða dagsett 25. ágúst sl., boð á málþing um skipulag og stjórnun strandsvæða.  Málþingið verður haldið dagana 3. og 4. september n.k. og verður sett kl. 10:00 3. september n.k., í húsakynnum Háskólaseturs Vestfjarða á Ísafirði.


Lagt fram til kynningar í bæjarráði.4. Minjasjóður Önundarfjarðar. ? Skýrsla og rekstur ársins 2008. 2009-08-0031.


Lagt fram bréf Minjasjóðs Önundarfjarðar dagsett 26. ágúst sl., ásamt skýrslu Minjasjóðsins fyrir starfsárið 2008 og endurskoðuðum reikningum fyrir sama ár.


Lagt fram til kynningar.5. Bréf Björns Jóhannessonar, hrl. ? Beiðni um lausn frá störfum í Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörúm. 2009-02-0024. 


Lagt fram bréf Björns Jóhannessonar, hrl., dagsett 17. ágúst sl., þar sem hann óskar eftir lausn frá störfum, sem fulltrúi Ísafjarðarbæjar í barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum.  Ástæðan fyrir beiðninni er að Björn mun flytja lögheimili sitt úr sveitarfélaginu á næstu dögum og missir við það kjörgengi, sem fulltrúi í nefndum á vegum sveitarfélagsins.  Björn þakkar öllum nefndarmönnum í barnaverndarnefnd og starfsmönnum á Skóla- og fjölskylduskrifstofu fyrir gott samstarf.


Bæjarráð þakkar Birni Jóhannessyni fyrir vel unnin störf í barnarverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum og fyrir önnur störf, sem hann hefur unnið í þágu Ísafjarðarbæjar á liðnum árum.  Bæjarráð óskar Birni alls velfarnaðar. 6. Bréf Íbúasamtakanna Átaks, Þingeyri. ? Staðsetning Gramsverslunar á Þingeyri.  2006-07-0008.


Lagt fram bréf frá Íbúasamtökunum Átaki á Þingeyri dagsett 17. ágúst sl., um niðurstöðu af stjórnarfundi er varðar fyrirspurn Ísafjarðarbæjar um álit samtakanna hvað varðar staðsetningu húss Gramsverslunar á Þingeyri, eða gamla kaupfélagshúsið.  Niðurstaðan var sú að best væri að húsið stæði kyrrt á þeim stað, sem það stendur nú.  Rökstuðningur varðandið niðurstöðu stjórnar kemur fram í bréfinu.


Bæjarráð vísar bréfi Íbúasamtakanna Átaks á Þingeyri til umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar.


 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:55. 


 


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.


Magnús Reynir Guðmundsson.Er hægt að bæta efnið á síðunni?