Bæjarráð - 623. fundur - 13. júlí 2009


Þetta var gert:


1. Minnisblað bæjarritara.?Væntanleg ráðning forstöðumanns Hlífar/Tjarnar. 2009-06-0044.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 10. júlí sl., varðandi viðtöl við þá aðila er sóttu um starf forstöðumanns Hlífar/Tjarnar þjónustuíbúða aldraðra á Ísafirði og á Þingeyri.  Alls sóttu sjö einstaklingar um starfið, þeir eru:  Bergvin Eyþórsson, Gunnar Arnórsson, Hafsteinn Sverrisson, Jón B. Jónsson, Maron Pétursson, Stefán Dan Óskarsson og Torfi Jóhannsson.  Viðtölin tóku Hrefna Magnúsdóttir, nefndarmaður í félagsmálanefnd, Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu og Þorleifur Pálsson, bæjarritari.


Að fenginni umsögn þeirra er tóku viðtöl við umsækjendur, um starf forstöðumanns Hlífar/Tjarnar, samþykkir bæjarráð að gengið verði til viðræðna við Maron Pétursson, um ráðningu hans í starf forstöðumanns.  Bæjarráð þakkar öllum umsækjendum fyrir þann áhuga er þeir sýndu starfinu.


 


2. Bréf Orkustofnunar. ? Beiðni um umsögn um umsókn til rannsóknarleyfis á kalkþörungaseti í Ísafjarðardjúpi.  2009-07-0016.


Lagt fram bréf frá Orkustofnun dagsett 6. júlí sl., er varðar beiðni um umsögn um umsókn franska fyrirtækisins Groupe ROULLIER, um rannsóknarleyfi á kalkþörungaseti á hafsbotni í innanverðu Ísafjarðardjúpi.  Bréfinu fylgir afrit af umsókn Groupe ROULLIER, sem undirrituð er af Jóni Höskuldssyni hrl., sem og önnur gögn er varða málið.  Svarfrestur vegna umsagnar er þann 21. júlí n.k.


Bæjarráð óskar umsagnar umhverfisnefndar og sendir erindið til Fjórðungs-sambands Vestfirðinga til kynningar.    


 


3. Minnisblað bæjarritara. ? Beiðni um endurskoðun álagðra fasteignagjalda ársins 2009 á Brekkugötu 5, Þingeyri.  2008-10-0001.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 3. júlí sl., þar sem fram kemur að borist hafi beiðni um endurskoðun á álögðum fasteignagjöldum ársins 2009 á húseignina Brekkugötu 5, Þingeyri.  Ástæða beiðninnar er að viðkomandi eign varð fyrir bruna í lok maí 2008 og hefur verið óíbúðarhæf síðan.  Minnisblaðinu fylgir vottorð VÍS tryggingarfélags eignarinnar um ástand hennar.  Álögð fasteignagjöld ársins 2009 eru samtals kr. 74.682.- og þar af er sorpgjald kr. 37.800.-.


Bæjarráð samþykkir að fella niður sorpgjald vegna ársins 2009 kr. 37.800.- þar sem húsið hefur ferið óíbúðarhæft eftir brunann.4. Bréf Guðrúnar J. Guðmundsdóttur og Halldórs I. Guðmundssonar. ? Kauptilboð í Brekkugötu 13, Þingeyri.  2009-07-0004.


Lagt fram bréf Guðrúnar J. Guðmundsdóttur og Halldórs I. Guðmundssonar dagsett þann 12. júní sl., þar sem þau gera kauptilboð í húseignina Brekkugötu 13, Þingeyri.  Í bréfinu er að nokkru gerð grein fyrir fyrirætlunum þeirra varðandi endurbyggingu hússins.  Bæjarritari upplýsti að húsið væri auglýst til sölu á heimasíðu Ísafjarðarbæjar og óskað er eftir kauptilboðum í síðasta lagi þann 15. júlí n.k.


Bæjarráð frestar ákvarðanatöku þar sem húsið hefur verið auglýst til sölu og  frestur til að skila inn kauptilboðum er til 15. júlí n.k. 


 


5. Bréf utanríkisráðuneytis. ? Skipan ræðismanns Danmerkur á Ísafirði. 2009-07-0011.


Lagt fram bréf utanríkisráðuneytis dagsett 30. júní sl., þar sem tilkynnt er að Jónu Símoníu Bjarnadóttur, Ísafirði, hefur verið veitt viðurkenning til að vera kjörræðismaður Danmerkur með ræðismannsstigi á Ísafirði.


Bæjarráð óskar Jónu Símoníu Bjarnadóttur til hamingju með viðurkenninguna.


 


6. Bréf Samb. ísl. sveitarf. ? Skil mánaðarlegra upplýsinga um fjármál sveitarfélaga.  2009-07-0012.


Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 30. júní sl., er varðar almenn skil sveitarfélaga á mánaðarlegum upplýsingum um fjármál þeirra.  Málið er til komið vegna samþykktar stjórnar sambandsins á fundi þann 26. júní sl.


Lagt fram til kynningar.7. Bréf Vinnueftirlitsins. ? Áhættumat starfa og forvarnir vegna öryggis og  heilsu starfsmanna.  2009-07-0015.


Lagt fram bréf frá Vinnueftirlitinu dagsett 6. júlí sl., er varðar áhættumat starfa og forvarnir vegna öryggis og heilsu starfsmanna.  Í kjölfar vinnuslyss, sem nýlega varð við garðyrkjustörf hjá sveitarfélagi, vill Vinnueftirlitið vekja athygli sveitarfélaga á skyldu þeirra að gera skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað, sbr. lög nr. 46/1980.


Bæjarráð vísar erindinu til þeirra stofnana bæjarins er málið varðar. 8. Bréf umhverfisráðuneytis. ? Stjórnsýslukæra Landssambands veiðifélaga, sjókvíaeldi í Dýrafirði.  2009-04-0020.


Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneyti dagsett 9. júlí sl., þar sem gerð er grein fyrir að borist hafi stjórnsýslukæra frá Landssambandi veiðifélaga vegna fyrirhugaðs sjókvíaeldis í Dýrafirði.  Óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar í tilefni af framangreindri kæru og að umsögn berist eigi síðar en 20. júlí n.k.


Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar.  Bæjarráð felur bæjarritara að óska eftir lengri fresti til svara.9. Tölvubréf frá Kristni H. Gunnarssyni. ? Styrkbeiðni vegna 50 ára afmælis Dynjandisheiðar. 2009-07-0022.


Lagt fram tölvubréf frá Kristni H. Gunnarssyni dagsett 10. júlí sl., þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ að upphæð kr. 200.000.-, vegna 50 ára afmælishátíðar Dynjandisheiðar, sem haldin verður þann 16. júlí n.k.


Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000.- er bókist á kostnaðarlið 21-81-995-1.  Bæjarráð tekur fram að verkefnið er jafnframt styrkt með vinnuframlagi starfsmanns Ísafjarðarbæjar og afnotum af tæki frá áhaldahúsi Ísafjarðarbæjar.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 16:50. 


 


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.


Sigurður Pétursson.Er hægt að bæta efnið á síðunni?