Bæjarráð - 622. fundur - 6. júlí 2009


Þetta var gert:


1. Minnisblað bæjarritara. ? Funi drög að aðgerðaráætlun.  2008-06-0054.



Á fundi bæjarráðs þann 15. júní sl., var lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, til bæjarráðs dagsett 12. júní sl., þar sem hann vísar til þess að á fundi bæjarstjórnar þann 7. maí sl., var honum falið að vinna aðgerðaráætlun, sem byggi á forsendum skýrslu starfshóps um endurskoðun sorpmála.  Bréfi bæjarstjóra fylgdi greinargerð frá tæknideild Ísafjarðarbæjar. 


Bæjarráð vísaði málinu til umræðu í bæjarstjórn og var fundargerð bæjarráðs frá 15. júní sl. á dagskrá bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 18. júní sl.  Málið er nú að nýju lagt fyrir bæjarráð, til umræðu um aðgerðaráætlun og hugað að ákvörðunartöku, um þá þætti í tillögu að aðgerðaráætlun, sem hægt væri að hefjast handa við.


Til fundar við bæjarráð undir þessum lið er mættur Vernharður Jósefsson, forstöðumaður Funa, til að veita upplýsingar um ástandið á Funa í dag og hverjar væru hugsanlegar leiðir til úrbóta.


Bæjarráð felur tæknideild Ísafjarðarbæjar að gera kostnaðaráætlun um kaup og uppsetningu grendargáma, sem og kynningaráætlun í samráði við upplýsingafulltrúa Ísafjarðarbæjar, vegna breytinga á fyrirkomulagi við sorphirðu.



2. Fundargerðir nefnda.


Félagsmálanefnd 25/6.  329. fundur.


Fundargerðin er í fimm liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



Umhverfisnefnd 22/6.  313. fundur.


Fundargerðin er í 14. liðum.


4. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 3-0.


10. liður. Bæjarráð tekur undir bókun umhverfisnefndar undir þessum lið.


13. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 3-0.


Fundargerðin í heild sinni staðfest 3-0. 



3. Minnisblað bæjarritara. ? Gjaldtaka í almenningsvögnum vegna grunnskólabarna í Ísafjarðarbæ.  2009-06-0029.


Á fundi bæjarráðs þann 22. júní sl., var lagt fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, íþrótta- og tómstundafulltrúa og Kristínar Óskar Jónasdóttur, grunnskólafulltrúa, dagsett 11. júní sl., er varðar gjaldtöku af grunnskólabörnum í almenningsvögnum sveitarfélagsins.


Þess er vænst í minnisblaðinu að aðgangur grunnskólabarna í almenningsvagnana verði gjaldfrjáls, en ef ekki þá verði gjaldtakan kr. 100.- pr. ferð.  Bæjarráð frestaði afgreiðslu og er erindið því lagt fyrir á ný.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við verktaka almenningssamgangna í Ísafjarðarbæ, um hugsanlegar breytingar á gjaldskrá er varðar grunnskólanemendur.



4. Minnisblað bæjartæknifræðings. ? Göngustígur milli Hnífsdals og Ísafjarðar.  2006-10-0026.


Lagt fram minnisblað Jóhanns Birkis Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 22. júní sl., er varðar göngustíg milli Hnífsdals og Ísafjarðar.  Í minnisblaðinu kemur fram, að Landsnet og Orkubú Vestfjarða eru að huga að lagningu háspennustrengja frá Bolungarvík, gegnum Bolungarvíkurgöng meðfram Hnífsdalsvegi og upp í Stórurð á Ísafirði. Bæjartæknifræðingur leitar svara um hvort Ísafjarðarbær muni vera með í þessu  verkefni á næsta ári með það að markmiði að leggja göngustíg milli Hnífsdals og Ísafjarðar.  Ef Ísafjarðarbær nýtir sér framkvæmdina þarf að tryggja fjármagn á næsta ári til verksins.  Fyrstu kostnaðartölur eru áætlaðar kr. 25-30 milljónir.


Í framhaldi eða helst samhliða þarf að vinna í verkefninu ,,varnir vegna ofanflóða undir Gleiðarhjalla?, þar sem lagnaleið strengja liggur á sama svæði og fyrirhugaðar varnir munu vera.


Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur Jóhanni B. Helgasyni, bæjartækni-fræðingi, að ræða við þá aðila er koma að verkefninu. 



5. Bréf formanns félagsmálanefndar, formanns íþrótta- og tómstundanefndar og íþrótta- og tómstundafulltrúa. ? Húsnæði fyrir frístundamiðstöð. 2008-05-0043.


Lagt fram bréf frá Gísla H. Halldórssyni, formanni félagsmálanefndar, Guðnýju Stefaníu Stefánsdóttur, formanni íþrótta- og tómstundanefndar og Margréti Halldórsdóttur, íþrótta- og tómstundafulltrúa, dagsett 24. júní sl., er fjallar um húsnæði fyrir frístundamiðstöð á Ísafirði.  Ofangreindum aðilum var á vormánuðum 2008 falið að finna hentugt húsnæði fyrir frístundamiðstöð og var Skólagata 10 á Ísafirði fyrir valinu.


Þá var húsnæðið á lofti Sundhallarinnar við Austurveg nýtt af Grunnskólanum á Ísafirði, en er nú laust og er það ósk bréfritara að starfsemi frístundamiðstöðvar, sem verið hefur í Skólagötu 10, verði flutt á loft Sundhallarinnar.


Bæjarráð felur tæknideild Ísafjarðarbæjar að gera kostnaðaráætlun um þær framkvæmdir sem gera þarf á húsnæðinu á lofti Sundhallarinnar vegna flutning frístunda- miðstöðvar þangað úr Skólagötu 10. 


 


6. Bréf menntamálaráðuneytis. ? Viðbragðsáætlun vegna inflúensufaraldurs. 2009-06-0041.


Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneyti til sveitarfélaga og stjórnenda skóla  dagsett 15. júní sl., tilkynning um undirbúning viðbragðsáætlana vegna inflúensu-faraldurs, sem átti upptök sín í Mexíkó.  Ákveðið hefur verið að senda öllum skólastjórnendum nánari leiðbeiningar um gerð viðbragðsáætlunar.


Bæjarráð vísar erindinu til kynningar í fræðslunefnd og félagsmálanefnd.


 


7. Bréf Sparisjóðs Bolungarvíkur. ? Frestun framhalds aðalfundar. 2009-04-0027.


Lagt fram bréf stjórnar Sparisjóðs Bolungarvíkur dagsett 22. júní sl., þar sem fram kemur að áður boðuð dagsetning 2. júlí 2009 á framhalds aðalfundi sjóðsins standist ekki en vonir standi til að ný dagsetting verði tilkynnt í viku 32 eða 33.


Lagt fram til kynningar.



8. Bréf Verkalýðsfélags Vestfirðinga. ? Félagsheimilið á Suðureyri. 2009-07-0005.


Lagt fram bréf frá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga dagsett 24. júní sl., þar sem fram kemur að á stjórnarfundi Verk Vest þann 1. apríl sl., var samþykkt tillaga um að gefa Hollvinasamtökum Félagsheimilis Súgfirðinga eignarhluta Verk Vest í Félagsheimilinu.


Í bréfinu er leitað eftir samþykki Ísafjarðarbæjar á að veita samþykki sitt með tilvísun til 4. greinar þinglýsts samnings núverandi eigenda frá 1. júní 1992, fyrir að Hollvinasamtökin verði nýr eigandi eignarhluta Verk Vest.


Bæjarráð gerir ekki athugasemd við gjöf Verkalýðsfélags Vestfirðinga. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við stjórn Hollvinasamtaka Félagsheimilis Súgfirðinga í framhaldi af umræðum í bæjarráði.



9. Bréf Samkeppniseftirlitsins. ? Beiðni um upplýsingar og sjónarmið vegna skipulagsmála og lóðaúthlutana sveitarfélaga.  2009-07-0006.


Lagt fram bréf Samkeppniseftirlitsins dagsett 24. júní sl., beiðni um upplýsingar og sjónarmið vegna skipulagsmála og lóðaúthlutana sveitarfélaga. Samkeppniseftirlitið vinnur að athugun á áhrifum skipulagsmála og úthlutun lóða á samkeppni.  Eftirlitið óskar eftir að svör berist fyrir 14. ágúst n.k.


Bæjarráð vísar erindinu til bæjartæknifræðings og til umsagnar umhverfisnefndar.



10. Bréf frá Rannvá Troest í Færeyjum. ? Faroexpo.  2009-06-0054.


Lagt fram bréf frá Rannvá Troest í Færeyjum dagsett 23. júní sl., varðandi Faroexpo og Cultural Week í Runavík dagana 19. ? 22. október 2009.


Bæjarráð telur sér ekki fært að taka þátt að þessu sinni.



11. Samb. ísl. sveitarf. ? Stöðugleikasáttmáli ríkisstjórnarinnar, sveitarfélaga og samtaka atvinnulífs og launþega.  2009-07-0007.


Lögð fram samþykkt stjórnar Samb. ísl. sveitarf. um stöðugleikasáttmála ríkis-


stjórnarinnar, sveitarfélaga og samtaka stvinnulífs og launþega. Jafnframt er stöðugleika- sáttmálinn lagður fram en hann var undirritaður þann 25. júní sl.


Lagt fram til kynningar.



12. Minnisblað bæjarritara. ? Skipan regluvarðar Ísafjarðarbæjar. 2002-10-0102.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett þann 26. júní sl., er varðar reglur Ísafjarðarbæjar um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja, sem og skipan regluvarðar Ísafjarðarbæjar.  Regluvörður Ísafjarðarbæjar var Þórir Sveinsson, fjármála- stjóri, sem lét af störfum á síðasta ári.  Skipa þarf regluvörð í hans stað.


Bæjarráð samþykkir að Jón H. Oddsson núverandi fjármálastjóri Ísafjarðarbæjar, verði regluvörður Ísafjarðarbæjar.



13. Bréf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis.  Byggðakvóti 2008/2009. 2009-02-0053.


Lagt fram bréf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis dagsett 26. júní sl., er varðar úthlutun byggðakvóta ráðuneytisins fyrir fiskveiðiárið 2008/2009.  Með tilvísun til umsóknar Ísafjarðarbæjar hefur ráðuneytið úthlutað byggðakvóta sem hér segir.


Ísafjarðarbær 64 þorskígildistonn.


Hnífsdalur 19 þorskígildistonn.


Suðureyri 15 þorskígildistonn.


Flateyri 150 þorskígildistonn.


Þingeyri 26 þorskígildistonn.


Heildar þorskígildistonn sem komið hafa í hlut byggðakjarna Ísafjarðarbæjar þetta fiskveiðiárið eru 274 þorskígildistonn, Fiskveiðiárið 2006/2007 var heildarúthlutun 454 þorskígildistonn og fiskveiðiárið 2007/2008 var úthlutunin 374 þorskígildistonn.


Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við reglur um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga eða reglur um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa hvoru tveggja vegna fiskveiðiársins 2008/2009.



14.  Bréf Sonju Elínar Thompson og Valdimars Elíassonar. ? Kauptilboð í Vallargötu 1, Þingeyri, ,,Gamla kaupfélagið?.  2006-07-0008.


Lagt fram bréf frá Sonju Elínu Thompson og Valdimar Elíassyni, Þingeyri, dagsett þann 1. júlí sl., þar sem þau gera kauptilboð í húseignina Vallargötu 1, Þingeyri.  Í bréfinu gera þau grein fyrir hugmyndum sínum varðandi endurbyggingu hússins og notkun þess í framtíðinni.


Bæjarráð felur bæjarritara að hafa samband við þá aðila er gert hafa kauptilboð í Vallargötu 1 á Þingeyri, út frá þeim umræðum er urðu um málið í bæjarráði.



15. Bréf Hvetjanda hf. ? Aðalfundarboð.  2009-07-0008.


Lagt fram bréf frá Þorgeiri Pálssyni, framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, dagsett 3. júlí sl., þar sem boðað er til aðalfundar Hvetjanda hf. miðvikudaginn 15. júlí n.k. kl. 13:00 á Skrifstofuhótelinu, Ísafirði. Fundurinn er boðaður með dagskrá.  Óskað er eftir staðfestinu á þátttöku.


Bæjarfulltrúar er sæti eiga í bæjarráði, þau Birna Lárusdóttir, Sigurður Pétursson og Svanlaug Guðnadóttir, mæta á aðalfundinn fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.



16. Bréf unglingadeildar Tinda, Hnífsdal. ? Styrkbeiðni.  2009-06-0022.


Lagt fram bréf unglingadeildar Slysavarnarfélagsins Tinda í Hnífsdal dagsett      2. júlí sl., þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ að fjárhæð kr. 150.000.- vegna landsmóts unglingadeilda Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, sem haldið verður í Hnífsdal dagana 15.-18. júlí n.k.


Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000.-, sem færður verður á bókhaldslið  21-81-995-1.



17. Samb. ísl. sveitarf. ? Fundargerð stjórnar 765. fundur.


Lögð fram fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá 765. fundi er haldinn var þann 26. júní sl. á Hótel KEA á Akureyri.


Lagt fram til kynningar.



18. Aðaldundur Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. 3. júlí 2009.  2009-06-0046.


Lagður fram ársreikningur Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf., fyrir starfsárið 2008 ásamt skýrslu stjórnar.  Aðalfundurinn félagsins var haldinn þann 3. júlí sl. kl. 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.


Lagt fram til kynningar.



19. Forgangsröðun í samgöngumálum.  2008-09-0013.


Bæjarráð Ísafjarðarbæjar skorar á Kristján Möller, samgönguráðherra, að gæta hagsmuna Vestfirðinga í hvívetna, er kemur að forgangsröðun verkefna í vegaframkvæmdum í landinu.  Bæjarráð leggur höfuðáherslu á að þjóðvegur 60, Vestfjarðavegur frá Flókalundi í Bjarkarlund, ásamt Dýrafjarðargöngum, verði ekki slegið á frest.  Báðar þessar framkvæmdir munu rjúfa vetrareinangrun milli byggða á Vestfjörðum.       


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:45.


   


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.


Sigurður Pétursson.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?