Bæjarráð - 621. fundur - 22. júní 2009


Þetta var gert:


1. Kosning formanns og varaformanns bæjarráðs.  2009-02-0024.Á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 18. júní s.l., voru eftirtaldir kosnir til setu í bæjarráði.  Aðalmenn:  Birna Lárusdóttir, Sigurður Pétursson og Svanlaug Guðnadóttir.  Varamenn:  Albertína Elíasdóttir, Gísli H. Halldórsson og Magnús Reynir Guðmundsson.


Tillaga kom fram í bæjarráði, um Svanlaugu Guðnadóttur sem formann bæjarráðs og Birnu Lárusdóttur sem varaformann bæjarráðs.  Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast tillagan samþykkt.2. Breyting á Djúpvegi 61, vegagerð um Hnífsdal. 2007-02-0142.


Til fundar við bæjarráð er mættur Gísli Eiríksson, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar ásamt Jóhanni B. Helgasyni, bæjartæknifræðingi Ísafjarðarbæjar.  Umfjöllunarefnið er vegagerð um Hnífsdal og málefni aðliggjandi fasteigna. Málið varðar athugasemdir Guðmundar Páls Óskarssonar í Hnífsdal við vegalagningu og skipulags vegna hennar, þar sem hann m.a. telur ekki hafi verið staðið rétt að kynningu og auglýsingu aðalskipulags.


Bæjarráð telur að eftir þeim upplýsingum er fyrir liggja hafi verið rétt staðið að málum varðandi gerð aðalskipulags og kynningu þess.  Jafnframt skal tekið fram að framkvæmdir og tilfærsla vegar eru utan lóðamarka atvinnuhúsnæðis Guðmundar Páls Óskarssonar við Hnífsdalsveg, samkvæmt þinglýstum lóðarleigusamningi frá árinu 1986.     3. Bréf bæjarstjóra. ? Bréf svæðisstjóra Norðvestursvæðis Vegagerðarinnar, breyting á Djúpvegi 61.   2009-02-0093.


Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 19. júní sl., ásamt bréfi Magnúsar V. Jóhannssonar, svæðisstjóra Norðvestursvæðis Vegagerðarinnar, dagsett 26. maí sl.  Bæði bréfin fjalla um hugsanlegar breytingar á Djúpvegi 61 og legu hans um Sólgötu á Ísafirði, sem og tillögu um legu Djúpvegar um Þumlungsgötu og meðfram kirkjugarðinum á Ísafirði.  Bréfi svæðisstjóra Vegagerðarinnar fylgja tvær útfærslur á loftmynd af legu vegarins um Sólgötu á Ísafirði.


Undir þessum lið dagskrár sátu Gísli Eiríksson, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar og Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur Ísafjarðarbæjar.


Bæjarráð tekur ekki undir tillögur svæðisstjóra Norðvestursvæðis Vegagerðarinnar, en vísar málinu í heild sinni til umhverfisnefndar til frekari skoðunar.4. Bréf Guðmundu G. Björgvinsdóttur. ? Kauptilboð í Ránargötu 10, Flateyri.  2009-06-0036.


Lagt fram bréf Guðmundu G. Björgvinsdóttur, Ránargötu 12, Flateyri, dagsett þann 15. júní sl., þar sem hún gerir kaupstilboð í húseigning Ránargötu 10, Flateyri, upp á kr. 1.000.- með þann tilgang að breyta húsinu í bílskúr fyrir Rángargötu 12, Flateyri.


Bæjarráð óskar umsagnar byggingarfulltrúa um erindi Guðmundu G. Björgvinsdóttur.5. Minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa og grunnskólafulltrúa. ? Gjaldtaka í almenningsvögnum.  2009-06-0029.


 Lagt fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, íþrótta- og tómstundafulltrúa og Kristínar Óskar Jónasdóttur, grunnskólafulltrúa, dagsett 11. júní sl., er varðar gjaldtöku af grunnskólabörnum í almenningsvögnum sveitarfélagsins. 


Gjaldtakan í dag samkvæmt samningi við verktaka er þannig að 6 ára börn og yngri eru gjaldfrjáls, grunnskólabörn að 12 ára aldri greiða kr. 100.- pr. ferð, en grunnskólabörn 12 ára og eldri greiða kr. 280.- pr. ferð eða fullt gjald.


Þess er vænst í minnisblaðinu að aðgangur grunnskólabarna í almenningsvagnana verði gjaldfrjáls, en ef ekki þá verði gjaldtakan kr. 100.- pr. ferð.  Kostnaður Ísafjarðarbæjar við slíkar breytingar gæti numið á bilinu kr. 2 til 2,3 milljónir á ári miðað við útreikninga í minnisblaði.


Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.   


 


6. Bréf Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. ? Aðalfundarboð. 2009-06-0046.


Lagt fram bréf Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf., dagsett þann 19. júní sl., þar sem boðað er til aðalfundar félagsins fyrir rekstrarárið 2008 þann 3. júlí n.k. og hefst fundurinn klukkan 11:00.  Dagskrá er samkvæmt samþykktum félagsins.


Bæjarráð felur Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, að sækja fundinn f.h. Ísafjarðarbæjar.


 


7. Afrit bréfs Súðavíkurhrepps til samgönguráðuneytis. ? Sameining sveitarfélaga.  2009-02-0070. Lagt fram afrit bréfs Súðavíkurhrepps til samgönguráðuneytis dagsett 15. júní sl., þar sem greint er frá bókun sveitarstjórnar er varðar boð um sameiginlega úttekt á kostum og göllum mögulegrar sameiningar Súðavíkurhrepps við Ísafjarðarbæ og Bolungarvíkurkaupstað.


Lagt fram til kynningar.8. Bréf Menningarráðs Vestfjarða. ? Boðun aðalfundar, breytt dagsetning. 2009-06-0017.


Lagt fram bréf Menningarráðs Vestfjarða dagsett 18. júní sl., þar sem boðuð er breyting á tímasetningu aðalfundar Menningarráðs.  Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 30. júní n.k. kl. 16:00 á Skrifstofuhóteli á Ísafirði í Neistahúsinu.  Fundurinn er boðaður með dagskrá.


Þar sem Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, var áður tilnefndur fulltrúi Ísafjarðarbæjar á aðalfund Menningarráðs verður fjarverandi, þarf að tilnefna nýjan fulltrúa í hans stað. 


Bæjarráð felur Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarfulltrúa, að mæta fyrir hönd Ísafjarðarbæjar á aðalfund Menningarráðs.9. Bréf forstöðumanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu. ? Aukið stöðugildi á leikskólanum Tjarnarbæ, Suðureyri.  2009-06-0047.


Lagt fram bréf Margrétar Geirsdóttur, forstöðumanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar, ásamt bréfi Svövu Ránar Valgeirsdóttur, leikskólastjóra Tjarnarbæjar á Suðureyri, þar sem farið er fram á heimild til að auka stöðugildi við leikskólann, sem nemur 62,5% af heilu stöðugildi.  Aðal ástæðan er mikil fjölgun barna á leikskólann vegna óvenju stórs árgangs, sem kemur nú inn í leikskólann.


Bæjarráð samþykkir erindið að því tilskyldu, að ekki þurfi að koma til fjölgunar stöðugilda á leikskólasviði hjá Ísafjarðarbæ.   10. Niðurstaða rekstrar Ísafjarðarbæjar janúar ? maí 2009.  2009-06-0049.


Til fundar við bæjarráð mætti Jón H. Oddsson, fjármálastjóri og veitti upplýsingar um rekstrarstöðu Ísafjarðarbæjar mánuðina janúar ? maí 2009.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:15.


   


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Gísli H. Halldórsson.


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.Er hægt að bæta efnið á síðunni?