Bæjarráð - 620. fundur - 15. júní 2009


Þetta var gert:


1. Fundargerðir nefnda.



Barnaverndarnefnd 24/3.  103. fundur.


Fundargerðin er í fimm liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



Barnaverndarnefnd 4/6.  104. fundur.


Fundargerðin er í fjórum liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



Íþrótta- og tómstundanefnd 3/6.  106. fundur.


Fundargerðin er í fjórum liðum.


2. liður.  Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000.-, færist í bókhaldi á 21-81-995 1


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



2. Minnisblað skjalastjóra. ? Viðbót við reglur um meðferð tölvupósts. 2008-11-0028.


Lagt fram minnisblað frá Hjördísi Þráinsdóttur, skjalastjóra Ísafjarðarbæjar, dagsett 12. júní s.l., þar sem hún leggur til viðbætur við núgildandi reglur Ísafjarðarbæjar um meðferð á tölvupósti, viðbætur er snúa að skjalavörslu.  Viðbæturnar fylgja með á sér blaði.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að viðbætur skjalastjóra við núgildandi reglur um meðferð á tölvupósti verði samþykktar.



3. Bréf umsjónamanns eigna. ? Gjaldskrá tjaldsvæða Ísafjarðarbæjar. 2009-06-0014.


Lagt fram bréf Jóhanns B. Gunnarssonar, umsjónamanns eigna Ísafjarðarbæjar, dagsett 8. júní sl., þar sem hann leggur fram tillögu að nýrri gjaldskrá fyrir tjaldsvæði Ísafjarðarbæjar.  Lagt er til að ný gjaldskrá taki gildi frá og með 15. júní 2009.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að ný gjaldskrá fyrir tjaldsvæði Ísafjarðarbæjar verði samþykkt.



4. Bréf Jónu Benediktsdóttur, bæjarfulltrúa. ? Fjárstyrkir til stjórnmálahreyfinga.  2009-06-0015. 


Lagt fram bréf frá Jónu Benediktsdóttur, bæjarfulltrúa Í-lista, dagsett 5. júní sl., þar sem hún leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, að hún beiti sér fyrir því að þau


framboð, sem buðu fram til sveitarstjórnar árið 2006, birti upplýsingar um þá einstaklinga og þau fyrirtæki sem styrktu framboðin um meira en kr. 200 þúsund fyrir þær kosningar.


Bæjarráð vísar erindinu til umræðu í bæjarstjórn.



5. Bréf Unglingadeildar Slysavarnarfélagsins í Hnífsdal. ? Afnot af Árvallatúni.  2009-06-0022.


Lagt fram bréf frá Unglingadeild Slysavarnafélagsins í Hnífsdal dagsett 5. júní sl., þar sem óskað er eftir afnotum af Árvallatúni í Hnífsdal dagana 15.-19. júlí n.k., fyrir unglingasveitir slysavarnarfélags Landsbjargar á norðanverðum Vestfjörðum.  Hér er um að ræða skipulagða hátíð fyrir unglingasveitir Landsbjargar um allt land.


Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur tæknideild Ísafjarðarbæjar afgreiðslu þess.


 


6. Bréf Skógræktarfélags Ísafjarðar. ? Umsókn um styrk vegna atvinnuátaks. 2009-06-0018.


Lagt fram bréf frá Skógræktarfélagi Ísafjarðar dagsett 6. júní s.l., þar sem félagið


fer fram á styrk frá Ísafjarðarbæ í formi 50 til 100 dagsverka, til móts við framlag atvinnuleysistryggingasjóðs í formi atvinnuleysisbóta, vegna skógræktarverkefna.  Félagið hefur styrk frá ríkinu til greiðslu kostnaðar vegna verkfæra, kaupa á plöntum og slíku.


Bæjarráð bendir á að Hafrafellsháls geti vart verið æskilegur vegna fyrirhugaðrar vinnu við snjóflóðavarnir. Bæjarráð telur æskilegt að sá trjágróður sem er á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði snjóflóðavarna verði fluttur til innan svæðisins. 


Bæjarráð vísar erindi Skógræktarfélagsins til umhverfisnefndar til úrvinnslu.   


  


7. Bréf Menningarráðs Vestfjarða. ? Aðalfundarboð.  2009-06-0017.


Lagt fram bréf frá Menningarráði Vestfjarða dagsett 5. júní s.l., þar sem fram kemur að ákveðið hefur verið í samráði við Fjórðungssamband Vestfirðinga, að boða til aðalfundar Menningarráðs þviðjudaginn 23. júní n.k.  Fundurinn verður haldinn á Ísafirði og hefst kl. 16:00, en nánari staðsetning verður kynnt síðar.  Fundurinn er boðaður með dagskrá.


Bæjarráð samþykkir að fela Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, að vera fulltrúi Ísafjarðarbæjar á aðalfundi Menningarráðs Vestfjarða.



8. Afrit bréfs Íbúasamtaka Önundarfjarðar til Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Lokun heilsugæslunnar á Flateyri.  2009-06-0031. 


Lagt fram afrit af bréfi Íbúasamtaka Önundarfjarðar til forstjóra Heilbrigðis-stofnunar Vestfjarða dagsett 10. júní sl. og varðar tímabundna lokun heilsugæslunnar á Flateyri í þrjá mánuði nú sumarið 2009.  Það er einlæg ósk bréfritara, að þriggja mánaða lokun verði alls ekki framlengd og verði strax endurskoðuð þannig að læknir verði staðsettur á Flateyri a.m.k. einu sinni í viku í sumar og hið sama gildi um hjúkrunarfræðing.


Bæjarráð óskar eftir greinargerð frá Heilbrigðisstofnun Vestjarða hvað varðar lokun heilsugæslunnar á Flateyri.



9. Fundargerðir skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði.


Lagðar fram tvær fundargerðir skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði. Fundargerð frá 110. fundi skólanefndar 23. febrúar 2009 og fundargerð frá 111. fundi skólanefndar 27. apríl 2009.


Lagt fram til kynningar.



10. Bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands. ? Styrktarsjóður EBÍ. 2009-06-0002.


Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands dagsett 28. maí sl., þar sem sveitarfélögum er boðið að senda inn umsóknir um styrki úr Styrktarsjóði EBÍ.  Umsóknarfrestur rennur út í ágústlok n.k.  Bréfinu fylgja reglur fyrir Styrktarsjóð EBÍ.


Bæjarráð óskar eftir hugmyndum frá sviðsstjórum fyrir lok júlí n.k., vegna umsókna til Styrktarsjóð EBÍ.  



11. Minnisblað grunnskólafulltrúa. ? Reglur um stuðning við tónlistarnám. 2009-05-0060.


Lagt fram minnisblað Kristínar Óskar Jónasdóttur, grunnskólafulltrúa, dagsett þann 4. júní sl., þar sem hún gerir grein fyrir drögum að breyttum reglum Ísafjarðarbæjar um stuðning við tónlistarnám og samanburði við núgildandi reglur.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að drög að nýjum reglum um stuðning við tónlistarnám verði samþykktar. 



12. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. ? Fundargerðir stjórnar. 2002-04-0007.


Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 29. maí sl., ásamt fundargerðum stjórnar Fjórðungssambandsins frá 3. apríl og 25. maí sl.


Lagt fram til kynningar í bæjarráði.



13. Bréf samgönguráðuneytis til sveitarfélaga. ? Rafrænar kosningar. 2009-06-0004.


Lagt fram bréf frá samgönguráðuneyti til sveitarfélaga dagsett 28. maí sl., þar sem fram kemur að ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt að hrinda af stað tilraunaverkefni um rafrænar kosningar að hluta eða öllu leyti í tveimur sveitafélögum í sveitarstjórnarkosningum sem verða í maí 2010.  Með bréfinu er verkefnið kynnt og jafnframt óskað eftir viðbrögðum frá þeim sveitarfélögum, sem hafa áhuga á að taka þátt í tilraunaverkefninu.  Óskað er viðbragða sveitarfélaga eigi síðar en 19. júní n.k.


Lagt fram til kynningar.



14. Bréf umhverfisnefndar Alþingis. ? Umsögn um tillögu til þingsályktunar um náttúruverndaráætlun 2009 ? 2013.   2009-06-0020.


Lagt fram bréf frá umhverfisnefnd Alþingis dagsett 5. júní sl., þar sem óskað er eftir umsögn á meðfylgjandi tillögu til þingsályktunar um náttúruverndaráætlun 2009-2013, 52. mál.  Æskir nefndin þess að svar berist eigi síðar en 19. júní n.k.  Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: www.althingi.is/altext/137/s/0052.html


Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar til skoðunar. 



15. Bréf bæjartæknifræðings. ? Ráðstöfun fjár úr ,,Samhug í verki? á Flateyri. 2006-03-0084.


Bréf Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 22. maí sl., er varðar ráðstöfun fjár úr ,,Samhug í verki? á Flateyri.  Í bréfinu er gerð grein fyrir fundi með Íbúasamtökum Önundarfjarðar, um hvernig standa ætti að ráðstöfun þeirra kr. 9,4 milljóna, sem eftir standa af söfnunarfénu úr ,,Samhugur í verki.?  Í bréfinu koma fram tillögur Íbúasamtakanna um ráðstöfun.


Bæjarráð samþykkir tillögu Íbúasamtaka Önundarfjarðar um ráðstöfun á krónum 4,l milljón, en fellst ekki á tillögu samtakanna um uppsetningu vaðlaugar.  Bæjarráð óskar eftir tillögum um ráðstöfun á því fé sem eftir er í ,,Samhugur í verki?.



16. Bréf Ólínu Þorvarðardóttur. ? Úrsögn úr Menningarráði Vestfjarða. 2009-06-0033.


Lagt fram tölvubréf frá Ólínu Þorvarðardóttur, Miðtúni 16, Ísafirði, til Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett þann 9. júní sl., þar sem fram kemur að hún segir sig úr Menningarráði Vestfjarða, þar sem hún hafi nú verið kjörin alþingismaður fyrir NV-kjördæmi og sjái sér ekki fært að gegna frekari trúnaðarstörfum fyrir Menningarráð Vestfjarða.


Bæjarráð þakkar Ólínu Þorvarðardóttur fyrir störf hennar í Menningarráði Vestfjarða. 


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að Jóna Benediktsdóttir, verði tilnefnd sem aðalmaður í Menningarráð Vestjarða í stað Ólínu Þorvarðardóttur og Magnús Reynir Guðmundsson, verði tilnefndur sem varamaður í stað Jónu Benediktsdóttur.



17. Bréf bæjarstjóra. ? Sorpmál. Funi, drög að aðgerðaráætlun.  2008-06-0054.


Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, til bæjarráðs dagsett 12. júní sl., þar sem hann vísar til þess að á fundi bæjarstjórnar þann 7. maí sl., var honum falið að vinna aðgerðaráætlun, sem byggi á forsendum skýrslu starfshóps um endurskoðun sorpmála.  Í bréfi sínu gerir bæjarstjóri grein fyrir margvíslegum þáttum varðandi rekstur Funa, endurnýjun búnaðar og öðrum úrræðum varðandi förgun sorps.  Bréfi bæjarstjóra fylgir greinargerð frá tæknideild Ísafjarðarbæjar ,,Endurbætur á sorpbrennslunni Funa, Ísafjarðarbæ - Aðgerðaráætlun.?


Bæjarráð vísar málinu til umræðu í bæjarstjórn.



18. Endurskoðun fjárhagsáætlunar ársins 2009. 2008-09-0008. 


Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 15. júní 2009, er varðar stöðu mála varðandi mánaðarskýrslur úr bókhaldi og um endurskoðun fjárhagsáætlun ársins 2009.


Lagt fram til kynningar.     


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:25.


   


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Gísli H. Halldórsson.


Magnús Reynir Guðmundsson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?