Bæjarráð - 618. fundur - 25. maí 2009

Vegna forfalla aðal- og varamanns Í-lista í bæjarráði mætir Rannveig Þorvaldsdóttir, sem fulltrúi Í-lista í bæjarráð.  Ekki er gerð athugasemd við það í bæjarráði.


 


Þetta var gert:


1. Fundargerðir nefnda.



Atvinnumálanefnd 13/5. 94. fundur.


Fundargerðin er í fjórum liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar. 



Félagsmálanefnd 13/5.  328. fundur. 


Fundargerðin er í níu liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



Fræðslunefnd 19/5.  284. fundur.


Fundargerðin er í átta liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



2. Bréf Háskólaseturs Vestfjarða. ? Aðalfundur fulltrúaráðs. 2009-05-0028.


Lagt fram bréf frá Háskólasetri Vestfjarða dagsett 13. maí sl., þar sem boðað er til aðalfundar fulltrúaráðs þann 29. maí n.k. Fundurinn er boðaður með dagskrá og verður haldinn í Háskólasetri Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði og hefst kl. 13:00.


Fulltrúi Ísafjarðarbæjar í fulltrúaráði er Svanlaug Guðnadóttir, fomaður bæjarráðs.  Bæjarráð hvetur alla bæjarfulltrúa til að sækja aðalfund fulltrúaráðsins.



3. Bréf Andrésar Guðmundssonar vegna Skólahreysti. ? Umsókn um styrk. 2009-05-0025.


Lagt fram bréf frá Andrési Guðmundssyni f.h. Skólahreysti, dagsett í maí 2009, þar sem óskað er eftir stuðningi frá Ísafjarðarbæ að fjárhæð kr. 50.000.-, vegna Skólahreysti 2009.


Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar íþrótta- og tómstundanefndar.



4. Bréf Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. ? Samþykktir og ályktanir 69. Íþróttaþings ÍSÍ.  2009-05-0023.


Lagt fram bréf Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands dagsett 29. apríl sl., er varðar samþykktir 69. Íþróttaþings ÍSÍ.  Meðfylgjandi bréfinu eru ályktanir er samþykktar voru á þinginu og varða sveitarfélög í landinu.


Bæjarráð vísar bréfinu til íþrótta- og tómstundanefndar.



5. Bréf SÁÁ. ? Árlega ,,Álfasalan?.  2009-05-0030.


Lagt fram bréf verkefnastjóra Álfasölu SÁÁ 2009, dagsett í maí 2009.  Í bréfinu er greint frá hinni árlegu ,,Álfasölu? SÁÁ og boðnir til sölu 100 álfar fyrir kr. 100.000.-, er starfsmenn sveitarfélagsins gætu borið.


Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.



6. Samráðsfundur Launanefndar sveitarfélaga með kjörnum fulltrúum og starfsmönnum sveitarfélaga er fara með kjara- og mannauðsmál.  2009-05-0047.


Lagt fram fundarboð frá formanni Launanefndar Sveitarfélaga, þar sem kjörnum


fulltrúum og starfsmönnum sveitarfélaga, er fara með kjara- og mannauðsmál, er boðið til


samráðsfundar er haldinn verður í Þróunarsetri Vestfjarða, Árnagötu 2-4, Ísafirði þann 28. maí n.k. og hefst kl. 13:30 og áætlað að ljúki kl. 15:30.  Fundurinn er boðaður með dagskrá.  Til að auðvelda skipulag fundarins er óskað eftir að aðilar skrái sig hjá Fjórðungssambandi Vestfirðinga.


Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa og þá starfsmenn sem við er átt, að mæta á fundinn. 


 


7. Afrit af bréfi AtVest til Fjórðungssambandsins. ? Aðalfundarboð.  2009-05-0048.


Lagt fram afrit af bréfi Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða hf., til Fjórðungs-sambands Vestfirðinga, þar sem boðað er til aðalfundar AtVest miðvikudaginn 27. maí n.k.  Fundurinn verður haldinn í Náttúrugripasafninu í Bolungarvík og hefst kl. 17:00 og áætlað er að hann standi til kl. 19:00.


Lagt fram til kynningar. 



8. Minnisblað. ? Samantekt eftir samráðsfund sveitarfélaga um efnahagsvandann.  2008-10-0035.


Lagt fram minnisblað Guðjóns Bragasonar og Magnúsar Karels Hannessonar dagsett 14. maí sl., samantekt eftir samráðsfund sveitarfélaga um efnahagsvandann, er haldinn var miðvikudaginn 13. maí sl. á Grand Hóteli í Reykjavík.


Lagt fram til kynningar.



9. Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. ? Fundargerð Heilbrigðisnefndar. - Ársskýrsla 2008.  2009-02-0033.


Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dagsett 11. maí sl., ásamt 72. fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis, er haldinn var þann 8. maí sl. á skrifstofu eftirlitsins.  Bréfinu fylgir og ,,Starfsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða-svæðis 2008?.


Lagt fram til kynningar.



10. Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2008 og 3ja ára áætlun 2010 ? 2012.


Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu mála á fundi bæjarráðs.  2009-05-0046.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir stöðu vinnu við ársreikning Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2008 og undirbúningi að gerð 3ja ára áætlunar fyrir árin 2010 ? 2012. 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:25.  


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Gísli H. Halldórsson.


Rannveig Þorvaldsdóttir.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?