Bæjarráð - 616. fundur - 4. maí 2009


Þetta var gert:


1. Minnisblað bæjarritara. ? Lánasjóður sveitarfélaga ohf.  2009-03-0043.
 


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 30. apríl sl., er varðar lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., að upphæð kr. 290 milljónir til 15 ára.


Bæjarráð Ísafjarðarbæjar mælir með að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykki að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 290.000.000 kr. til 15 ára, í samræmi við lánstilboð sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að endurfjármagna byggingu Grunnskóla Ísafjarðarbæjar og fráveitu- og gatnaframkvæmdir. Lántaki skuldbindur sig til að ráðstafa láninu til framangreinds verkefnis, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.


Jafnframt verði Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, kt. 250764-4059, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Ísafjarðarbæjar, að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.



2. Minnisblað bæjarritara. ? Menningarmálanefnd og vinabæjarsamskipti. 2009-03-0021.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 30. apríl sl., er varðar fyrrum verkefni menningarmálanefndar hvað varðar vinabæjarsamskipti.  Í febrúar sl. barst boð frá Linköping, vinabæ Ísafjarðarbæjar í Svíþjóð, um Nordisk Elevträff 2009, sem haldið verður í Linköping dagana 5. ? 11. september n.k.  Þar sem menningarmálanefnd hefur verið lögð niður þarf að taka ákvörðun um hvaða nefnd skuli fjalla um a.m.k. þetta einstaka mál nú.  Hjálagt er afrit af boðsbréfi frá Linköping kommun.


Bæjarráð felur fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar að sjá um þennann þátt vinabæjar- samskiptanna. 



3. Bréf Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar, upplýsingafulltrúa Ísafjarðarbæjar. ,,Aldrei fór ég suður?.  2009-03-0033.


Lagt fram bréf Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar, upplýsingafulltrúa Ísafjarðar-bæjar, dagsett 27. apríl sl., þar sem hann m.a. gerir grein fyrir vinnuframlagi sínu við rokkhátíð alþýðunnar ,,Aldrei fór ég suður?, sem haldin var hér á Ísafirði 10. og 11. apríl sl.  Áætlað vinnuframlag er metið sem 16 vinnudagar.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samkomulagi er gert var við forsvarsmenn  hátíðarinnar ,,Aldrei fór ég suður?, vegna vinnu upplýsingafulltrúa.



4. Bréf Skorar, félags landeigenda í fyrrum Grunnavíkurhreppi. Aðalskipulag 2008-2020.  2006-03-0038.


Lagt fram bréf frá stjórn Skorar, sem er félag landeigenda í fyrrum Grunnavíkur- hreppi utan friðlands Hornstranda, dagsett 27. apríl sl.,  þar sem óskað er eftir rökstuðningi og skýringum á samþykkt bæjarstjórnar frá 2. apríl sl., um að allt land í dreifbýli í sveitarfélaginu verði skilgreint sem hverfisvernd.


Bæjarráð bendir á að ekki sé allt land í dreifbýli í sveitarfélaginu skilgreint sem hverfisvernd í drögum að aðalskipulagi.  Ástæðan fyrir samþykkt bæjarstjórnar á hverfisvernd norðan Djúps, er sú að bæjarstjórn vill nota sama hugtakið yfir sérstök verndarsvæði norðan og sunnan Djúps, enda um sömu skilgreiningu að ræða.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.  



5. Bréf Þorvaldar Jóns Ottóssonar. ? Kauptilboð Rósa ehf., í Vallargötu 1, Þingeyri.  2006-07-0008.


Lagt fram kauptilboð Þorvaldar Jóns Ottóssonar f.h. Rósa ehf., dagsett 21. apríl sl., þar sem óskað er eftir að fá keypta húseignina Vallargötu 1, Þingeyri, fyrir kr. 400.000.-.  Fastanúmer eignar er 212-5570.


Bæjarráð felur bæjarritara að ræða við Þorvald Jón um kauptilboð Rósa ehf.



6. Samb. ísl. sveitarf. ? Minnisblað frá fundi um vegaskrá  þann 3. apríl 2009.  2009-05-0003.


 Lagt fram minnisblað frá Guðjóni Bragasyni hjá Samb. ísl. sveitarf. frá fundi er haldinn var þann 3. apríl sl. um vegaskrá.  Fundinn sátu fulltrúar Vegagerðarinnar ásamt Guðjóni Bragasyni er sat fundinn að hálfu Samb. ísl. sveitarf.


Lagt fram til kynningar í bæjarráði og vísað til tæknideildar Ísafjarðarbæjar.


 


7. Svör við fyrirspurnum Sigurðar Péturssonar. ? Heildarskuldir Ísafjarðar-bæjar 1996 ? 2008.   Launamál bæjarstjóra.  2009-04-0011.


Lagt fram svar Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, við fyrirspurn Sigurðar Péturssonar, bæjarfulltrúa, um heildarskuldir Ísafjarðarbæjar samkvæmt ársreikningum bæjarins á tímabilinu 1996 ? 2008.  Í svari bæjarstjóra er greint á milli skulda Ísafjarðarbæjar, félagslegra íbúða og Funa og hafna.


Bæjarritari gerði grein fyrir launamálum bæjarstjóra ein og um er beðið í fyrirspurn Sigurðar frá 24. mars sl.


Sigurður Pétursson þakkaði fyrir ítarleg og greinargóð svör við fyrirspurnum sínum frá 24. mars sl.



8. Bréf bæjarstjóra. ? Atvinnumál - hugmynd að verkefni.  2009-05-0004.


Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 30. apríl sl., er varðar atvinnumál ? hugmynd að verkefni. Í byrjun apríl sl. hittust nokkrir einstaklingar til að ræða hugmynd, sem tengist yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 6. mars 2009, um allt að       4 þúsund ársverk í atvinnusköpun.  Bæjarstjóri gerir grein fyrir þessu í bréfi sínu, sem og á fundi bæjarráðs.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að hafa umsjón með málinu f.h. Ísafjarðarbæjar.  Bréfinu vísað til atvinnumálanefndar Ísafjarðarbæjar til kynningar.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:50.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Gísli H. Halldórsson.


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?