Bæjarráð - 614. fundur - 24. apríl 2009

Árið 2009, föstudaginn  24. apríl kl. 14:30 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.Eitt mál var á dagskrá:


Breytingar á kjörskrá Ísafjarðarbæjar vegna kosninga til Alþingis 25. apríl 2009.


 


1. Tvö bréf frá Þjóðskrá. ? Breytingar á kjörskrárstofni í Ísafjarðarbæ vegna kosninga til Alþingis 25. apríl 2009.  2009-03-0038.Lagt fram bréf frá Þjóðskrá dagsett 16. apríl sl., þar sem tilkynnt er að Anita Dragojlovic, kennitala 301269-2859, Stórholti 7, Ísafirði, hafi öðlast íslenskan ríkisborgararétt þann 1. apríl s.l. og verið sett inn á kjörskrárstofn fyrir kosningar til Alþingis þann 25. apríl 2009.


Lagt fram bréf frá Þjóðskrá dagsett 16. apríl sl., þar sem tilkynnt er að Steinþór Bragason, kennitala 030769-3689, hafi verið skráður í þjóðskrá að Aðalstræti 17, Ísafirði, á grundvelli Norðurlandasamnings um almannaskráningu.  Flutningurinn er miðaður við 30. nóvember 2007.  Þar sem Steinþór á nú, samkvæmt framangreindu, lögheimili hér á landi á hann aftur kosningarrétt og getur því kosið við kosningar til Alþingis 25. apríl 2009.  


Þjóðskrá bendir á að leiðrétta skuli kjörskrá Ísafjarðarbæjar vegna ofangreindra tveggja einstaklinga.


Þrír einstaklingar hafa látist eftir 28. mars sl. eða frá þeim degi sem kjörskrárstofn var gefinn út af Þjóðskrá.  Þeir eru:  Halldór Guðbrandsson kt. 301137-4949 látinn 10. apríl sl.  Hreinn Þ. Jónsson kt. 031030-2269 látinn 10. apríl sl.  Þorgrímur Guðnason     kt. 170933-4279 látinn 23. apríl sl.


Bæjarráð staðfestir hér með ofangreindar breytingar á kjörskrá Ísafjarðarbæjar til kosninga til Alþingis þann 25. apríl 2009 og óskar eftir að kjörskráin verði leiðrétt í samræmi við það.   


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 14:45.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.Er hægt að bæta efnið á síðunni?