Bæjarráð - 612. fundur - 1. apríl 2009


Þetta var gert:


1. Fundargerð.



Starfshópur um endurskoðun sorpmála 26/3.  8. fundur.


Fundargerðin er í einum lið.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Starfshópur um endurskoðun sorpmála 31/3.  9. fundur.


Fundargerðin er í einum lið.


Umræða var um skýrslu starfshópsins, en skýrslan er unnin af Verkís í mars 2009.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



Umhverfisnefnd 25/3.  310. fundur. 


Fundargerðin er í fjórtán liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



2. Minnisblað bæjarritara. ? Skipting verkefna menningarmálanefndar. 2009-02-0024.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 27. mars sl., þar sem getið er um samþykkt 258. fundar bæjarstjórnar þann 19. mars sl., um að menningarmálanefnd Ísafjarðarbæjar verði lögð niður og verkefnum hennar skipt upp á milli íþrótta- og tómstundanefndar, umhverfisnefndar og atvinnumálanefndar.  Í minnisblaðinu er upptalning um helstu stofnanir og verkliði er fallið hafa undir menningarmálanefnd.


Lagt fram til kynningar nú, bæjarstjóra falið að vinna áfram í málinu.



3. Bréf Gospelkórs Vestfjarða. ? Styrkbeiðni.  2009-03-0079.


Lagt fram bréf frá Gospelkór Vestfjarða dagsett 25. mars sl., þar sem þess er farið á leit við menningarmálanefnd Ísafjarðarbæjar, að hún sjái sér fært að styrkja kórinn um kr. 150.000.- á þessu starfsári. Í bréfinu er lítillega greint frá starfi kórsins á síðasta ári.


Bæjarráð felur bæjarritara að safna saman þeim styrkumsóknum er berast vegna menningarmála og staðfesta móttöku þeirra til umsækjenda.


  


4. Bréf Lögsýnar ehf., Ísafirði. ? Kirkjuból 4, Ísafirði.  2007-11-0069.


Lagt fram bréf frá Lögsýn ehf., Ísafirði, dagsett 19. mars s.l., þar sem með tilvísun til úrskurðar Yfirfasteignamatsnefndar frá 12. mars s.l., er óskað eftir að Kristjáni Ólafssyni, Ísafirði, verði endurgreiddur ofreiknaður fasteignaskattur af fasteigninni Kirkjubóli 4, Ísafirði.  Jafnframt er gerð sú krafa að Ísafjarðarbær greiði Kristjáni útlagðan lögfræðikostnað vegna málsins, samtals að fjárhæð kr. 199.200.-.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við lögmann Kristjáns Ólafssonar, um kröfu á greiðslu lögfræðikostnaðar.



5. Bréf íþrótta- og tómstundafulltrúa. ? Laun í Vinnuskóla 2009.  2008-12-0021.


Lagt fram bréf Margrétar Halldórsdóttur, íþrótta- og tómstundafulltrúa, dagsett 25. mars sl., er varðar ákvörðun um launagreiðslur til ungmenna er verða í Vinnuskóla Ísafjarðarbæjar á komandi sumri.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga íþrótta- og tómstundafulltrúa verði samþykkt.



6. Bréf Sparisjóðs Bolungarvíkur. ? Stofnfjáreigendafundur.  2009-03-0066.


Lagt fram bréf frá stjórn Sparisjóðs Bolungarvíkur dagsett 23. mars sl., þar sem boðað er til fundar stofnfjáreigenda í Sparisjóði Bolungarvíkur þriðjudaginn 31. mars n.k. kl. 18:00 í Ráðhússalnum við Aðalstræti í Bolungarvík.  Á fundinum verður lögð fram tillaga um stofnfjáraukningu allt að kr. 300 milljónir.


Lagt fram til kynningar. 



7. Bréf Kristjáns G. Jóhannssonar. ? Aukafundur fulltrúaráðs EBÍ.  2008-10-0036.


 Lagt fram bréf frá Kristjáni G. Jóhannssyni, Ísafirði, fulltrúa Ísafjarðarbæjar í fulltrúaráði Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands, dagsett 23. mars sl.  Í bréfinu gerir Kristján grein fyrir aukafundi í fulltrúaráði EBÍ er haldinn var þann 20. mars sl.


Lagt fram til kynningar.



8. Bréf Ragnheiðar Halldórsdóttur og Magnúsar Haukssonar. ? Tjöruhúsið í Neðstakaupstað á Ísafirði.  2009-04-0001.


Lagt fram bréf frá Ragnheiði Halldórsdóttur og Magnúsi Haukssyni, Ísafirði, f.h. Tjöruhússins ehf., dagsett 25. mars sl., þar sem óskað er eftir áframhaldandi leigu á Tjöruhúsi í Neðstakaupstað á Ísafirði, til reksturs á veitingahúsi.


Gísli H. Halldórsson vék af fundi bæjarráðs undir þessum lið dagskrár. 


Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við bréfritara á grundvelli umræðna í bæjarráði.  Drög að samningi verði lögð fyrir bæjarráð.



9. Skýrsla Landsnets. ? Bætt afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. 2008-04-0065.


Lögð fram skýrsla Landsnets frá því í mars 2009 undir heitinu ,,Bætt afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum.?


Bæjarráð vísar skýrslunni til umræðu í bæjarstjórn.


 


10. Skýrsludrög menntamálaráðuneytis. ? Drög að skýrslu nefndar um eflingu háskóla- og fræðastarfs á Vestfjörðum.  2008-11-0007.


Lögð fram drög að skýrslu er unnin hefur verið fyrir menntamálaráðuneytið og ber heitið ,,Drög að skýrslu nefndar um eflingu háskóla- og fræðastarfs á Vestfjörðum.


Bæjarráð vísar drögum að skýrslunni til umræðu í bæjarstjórn.



11. Kjör í kjörstjórnir vegna Alþingiskosninga 25. apríl 2009.  2009-04-0002.


Tillögur lagðar fram á fundi bæjarstjórnar þann 2. apríl n.k.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 11:25.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Gísli H. Halldórsson.


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?