Bæjarráð - 610. fundur - 16. mars 2009


Þetta var gert:


1. Fjárhagsáætlun 2009. ? Umræður um hagræðingarkröfur.  2008-09-0008.



Á fund bæjarráðs eru mætt Gerður Eðvarsdóttir, mannauðsstjóri, og Jón H. Oddsson, fjármálastjóri, til viðræðna um hugsanlegar leiðir til sparnaðar með skipulagsbreytingum og endurskoðun einstakra launaliða.


Með tilvísun til upplýsinga  bæjarstjóra á fundinum samþykkir bæjarráð, að framlengja skilafrest nefnda er fjalla um hugsanlegan flutning unglingastiga frá Grunnskóla Önundarfjarðar og Grunnskóla Suðureyrar í Grunnskólann á Ísafirði. Skilafrestur var til 15. mars sl. og er framlengdur til 30. mars n.k.  


 


2. Fundargerð.


Almannavarnanefnd 11/3.  5. fundur.


Fundargerðin er í tveimur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



Hafnarstjórn 10/3.  139. fundur. 


Fundargerðin er í þremur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



3. Reglur um meðferð á tölvupósti hjá Ísafjarðarbæ. 2008-11-0028.


Lögð fram tillaga að reglum um meðferð á tölvupósti hjá Ísafjarðarbæ.  Drög að þessum reglum voru fyrst lögð fram á 594. fundi bæjarráðs þann 17. nóvember 2008.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar.



4. Afrit bréfs bæjarstjóra til forsvarsmanna ,,Aldrei fór ég suður?. 2009-03-0033.


Lagt fram afrit bréfs Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 12. mars s.l., til forsvarsmanna áhugamannafélagsins Aldrei fór ég suður.  Í bréfinu kemur fram að samþykkt hefur verið að styrkja hátíðina með vinnuframlagi upplýsingafulltrúa Ísafjarðarbæjar.


Lagt fram til kynningar.



5. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. ? Kynningarfundur um styrkumsóknir, til að taka þátt í evrópskum verkefnum. 2009-03-0035.


Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 9. mars sl., þar sem greint er frá kynningarfundi á Vestfjörðum um möguleika á styrkjum til að taka þátt í evrópskum verkefnum.  Fundurinn verður haldinn mánudaginn 23. mars n.k. í fundarsal Háskólaseturs Vestfjarða að Árnagötu 2-4, Ísafirði og með útsendingu á netinu. 


Bréfinu fylgja áætlanir Evrópusambandsins á tímabilinu 2007-2013 er varða starfsemi sveitarfélaga og gætu skapað þeim tækifæri til þátttöku og samstarfs í margvíslegum verkefnum.


Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa og fagnefndir, auk þeirra starfsmanna er um þessi mál fjalla, til að sækja kynningarfundinn.



6. Bréf bæjarstjóra. ? Melrakkasetur Íslands ehf., Súðavík.  2009-02-0080.


Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 12. mars sl., er varðar aðalfund Melrakkaseturs Íslands ehf., Súðavík, er haldinn var þann 7. mars sl. Bréfi bæjarstjóra fylgir ársskýrsla Melrakkaseturs fyrir starfsárin 2007 og 2008 ásamt ársreikningum fyrir sömu ár.


Lagt fram til kynningar.



7. Bréf Samb. ísl. sveitarf. ? Hagnýting niðurstaðna Forvarnardagsins. 2009-02-0043.


Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 6. mars sl., er varðar hagnýtingu niðurstaðna Forvarnardagsins.  Bréfinu fylgir skýrsla verkefnisins, sem inniheldur m.a. helstu tillögur ungmenna.


Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar.



8. Erindi fjármálastjóra. ? Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga.  2009-03-0043.


Lagt fram erindi frá Jóni H. Oddssyni, fjármálastjóra, þar sem hann óskar eftir að tekin verði ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga, sem tryggt verði með veði í tekjum sveitarfélagsins.  Bókun þess efnis er svohljóðandi.


,,Bæjarráð Ísafjarðarbæjar mælir með að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykki, að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga, að fjárhæð kr. 200.000.000.- til 15 ára, í samræmi við lánstilboð, sem liggur fyrir fundinum.  Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.  Er lánið tekið til að endurfjármagna skammtímalán Ísafjarðarbæjar við Lánasjóð sveitarfélaga á gjalddaga í mars 2009.  Lántaki skuldbindur sig til að ráðstafa láninu til framangreinds verkefnis, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.


Jafnframt verði Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, kt. 250764-4059, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess t.h. Ísafjarðarbæjar, að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.?


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:30.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Gísli H. Halldórsson.


Arna Lára Jónsdóttir.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?