Bæjarráð - 608. fundur - 2. mars 2009


Þetta var gert:


1. Fundargerð.Íþrótta- og tómstundanefnd 25/2.  104. fundur.


Fundargerðin er í sjö liðum.


4. liður. Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 80.000.- færist á lið 21-81-9951.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.2. Bréf Skóla- og fjölskylduskrifstofu. ? Stefnumótun félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar. 2007-12-0001.


Lagt fram bréf Sædísar Maríu Jónatansdóttur, ráðgjafa á Skóla- og fjölskyldu-skrifstofu, dagsett 27. febrúar sl., er varðar vinnu félagsmálanefndar við stefnumótun í félags- og velferðarmálum er hófst í október 2007. Bréfinu fylgir stefnumótunin undir yfirskriftinni ,,Félags- og velferðarmál?.


Lagt fram til kynningar.3. Bréf Unicef. ? Styrkbeiðni vegna verkefnisins ,,Fréttaritaraþjálfun unga fólksins?.  2009-02-0089.


Lagt fram bréf frá Unicef á Íslandi móttekið 26. febrúar sl., er varðar styrkbeiðni samtakanna vegna verkefnisins ,,Fréttaritaraþjálfun unga fólksins? að upphæð kr. 150.000.-.  Áætlað er að þetta verkefni verði hér á Ísafjrði dagana 12.-14. mars n.k.


Íþrótta- og tómstundafulltrúi Ísafjarðarbæjar hefur verið í sambandi við forsvarsmenn Unicef á Íslandi með það að markmiði að skapa aðstöðu hér fyrir verkefnið í Skólagötu 10 á Ísafirði.  Í meðfylgjandi minnisblaði Margrétar Halldórsdóttur, íþrótta- og tómstundafulltrúa er lagt til að peningalegur styrkur að upphæð kr. 30.000.- verði veittur, auk þess sem Unicef hafi aðgang að Skólagötu 10, Ísafirði, til gistingar og námskeiðahalds.


Bæjarráð samþykkir styrkveitingu kr. 30.000.- bókað á lið 21-81-995-1.4. Melrakkasetur Íslands ehf. ? Aðalfundarboð.  2009-02-0080.


Lagt fram aðalfundarboð frá Melrakkasetri Íslands ehf., þar sem boðað er til aðalfundar fyrir árin 2007 og 2008.  Aðalfundurinn verður haldinn þann 7. mars n.k. í fundarsal Álftavers að Grundarstræti 3, Súðavík og hefst klukkan 14:00.  Fundurinn er boðaður með dagskrá.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja aðalfundinn f.h. Ísafjarðarbæjar.5. Bréf Jóns Ó. Sigurðssonar og Halldórs Sveinbjörnssonar. ? Aðstaða fyrir sportbáta í Ísafjarðarhöfn.  2009-02-0084.


Lagt fram bréf frá Jóni Ó. Sigurðssyni og Halldóri Sveinbjörnssyni, fyrir hönd bryggjueigenda á Ísafirði, dagsett þann 24. febrúar sl. 


Í bréfinu er gerð grein fyrir núverandi aðstöðu eigenda sportbáta í Sundahöfn á Ísafirði og tillögum um hugsanlegar úrbætur.


Bæjarráð vísar erindinu til hafnarstjórnar.6. Fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði.


Lögð fram fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði frá 109. fundi er haldinn var þann 12. janúar sl. á skrifstofu skólameistara á Ísafirði.


Lagt fram til kynningar.


 


7. Rekstrarnefnd Stjórnsýsluhússins á Ísafirði. ? Rekstrar- og  efnahagsreikningur 2008.  2007-11-0021.


Lagður fram rekstrar- og efnahgasreikningur rekstrarnefndar Stjórnsýsluhússins á Ísafirði fyrir árið 2008.  Reikningurinn er undirritaður af Óla M. Lúðvíkssyni, formanni rekstrarnefndar og Halldóri Margeirssyni, gjaldkera.


Lagt fram til kynningar.8. Alsýn ehf., Ísafirði. ? Lokaskýrsla.  2008-05-0023.


Til fundar við bæjarráð undir þessum lið dagskrár eru mættir þeir Kristján G. Jóhannsson, formaður atvinnumálanefndar Ísafjarðarbæjar og Neil Shiran Þórisson, starfsmaður atvinnumálanefndar. Framangreindir komu til viðræðna við bæjarráð um lokaskýrslu Alsýnar ehf., vegna vinnu Alsýnar fyrir Ísafjarðarbæ. Skýrsluhöfundar óska eftir að farið verði með skýrslu Alsýnar sem trúnaðarmál.


 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:40.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Gísli H. Halldórsson.


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.Er hægt að bæta efnið á síðunni?