Bæjarráð - 607. fundur - 23. febrúar 2009


Þetta var gert:


1. Hagræðingarkrafa í fjárhagsáætlun 2009. ? Valkostir ofl. 2008-09-0008.



Teknir til umræðu í bæjarráði þeir valkostir er fram hafa komið vegna hagræðingarkröfu upp á kr. 195-200 milljónir í fjárhagsáætlun ársins 2009.  Í síðustu viku voru haldnir opnir íbúafundir á Þingeyri, Flateyri, Suðureyri og Ísafirði, til upplýsinga um þá valkosti er fram hafa verið lagðir á fundum bæjarráðs.


 


2. Fundargerðir.


Atvinnumálanefnd 18/2.  93. fundur.


Fundargerðin er í fjórum liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



Fræðslunefnd 15/2.  281. fundur.


Fundargerðin er í einum lið.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



3. Bréf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis. ? Byggðakvóti 2008/2009. 2009-02-0053.    


Lagt fram bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti dagsett 17. febrúar sl., þar sem sveitarfélögum er gefinn kostur á að sækja um byggðakvóta 2008/2009 á grundvelli 10. gr. laga nr. 116/2006, með síðari breytingum.  Umsóknarfrestur er til 27. febrúar n.k.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um byggðakvóta f.h. Ísafjarðarbæjar.



4. Bréf samgönguráðuneytis. ? Athugun á sameiningu sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum.  2009-02-0070.


Lagt fram bréf frá samgönguráðuneyti dagsett 17. febrúar sl., þar sem fram kemur vilji ráðuneytisins á, að athugun verði gerð á hagkvæmni þess, að um frekari sameiningar sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum verði að ræða.  Er þar átt við Ísafjarðarbæ og Bolungarvíkurkaupstað og jafnvel Súðavíkurhrepp.


Bæjarráð tekur jákvætt í að hefja athugun á samfélagslegum og hagrænum ávinningi af því að sveitarfélögin á norðanverðum Vestfjörðum verði sameinuð. Bæjarstjóra falið að svara erindinu.  



5. Bréf samgönguráðuneytis. ? Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga 2009 og fjármálalegar upplýsingar.  2008-09-0008.


Lagt fram bréf frá samgönguráðuneyti til sveitarfélaga dagsett 16. febrúar sl., vegna fjárhagsáætlana 2009 og fjármálalegra upplýsinga til ráðuneytisins.


Lagt fram til kynningar í bæjarráði.  Sent fjármálastjóra til upplýsinga.



6. Bréf Samb. ísl. sveitarf. ? Boðun XXIII. landsþings.  2009-02-0012.


Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 16. febrúar sl., þar sem boðað er til XXIII. landsþings Samb. ísl. sveitarf. þann 13. mars n.k.  Öll sveitarfélög eiga rétt á að senda fulltrúa á landsþingið í samræmi við ákvæði 4. gr. laga.  Fjöldi fulltrúa hvers sveitarfélags fer eftir íbúafjölda þess.  Ísafjarðarbær á rétt á að senda þrjá fulltrúa.


Lagt fram til kynningar.


 


7. Afrit bréfs samgönguráðuneytis. ? Erindi Ísafjarðarbæjar vegna vegamála og sjóvarna.  2009-02-0002.


Lagt fram afrit af bréfi samgönguráðuneytis til Siglingastofnunar Íslands vegna bréfs Ísafjarðarbæjar til ráðuneytisins frá 6. febrúar sl., þar sem komið var á framfæri bókunum bæjarstjórnar um vegamál á Vestfjörðum og sjóvarnir á Ísafirði.  Í ofangreindu bréfi samgönguráðuneytis er verið að óska umsagnar Siglingastofnunar um sjóvarnir þær sem minnst er á í bókun bæjarstjórnar.


Lagt fram til kynningar.



8. Afrit bréfs Ísafjarðarbæjar til Yfirfasteignamatsnefndar vegna Kirkjubóls 4, Ísafirði.  2007-11-0069.


Lagt fram afrit af bréfi Ísafjarðarbæjar til Yfirfasteignamatsnefndar dagsett þann 20. febrúar s.l., svar til nefndarinnar vegna fyrirspurnar út af kæru Björns Jóhannessonar hrl., f.h. Kristjáns Ólafssonar, Ísafirði, um álagningu fasteignagjalda á Kirkjuból 4, Ísafirði.


Lagt fram til kynningar.



9. Trúnaðarmál. 


Trúnaðarmál rætt og fært til bókar í trúnaðarmálabók bæjarráðs.


 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:33.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Gísli H. Halldórsson.


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?